Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1976, Síða 13

Frjáls verslun - 01.04.1976, Síða 13
Ráðstefna í fundarsal Hótel Loftleiða. Þar er aðstaða til að túlka jafnóðum á önnur tungumál og sýna myndir á tjaldi sé slíkrar tækni óskað. lega 40 ráðstefnur. Ráðstefn- urnar sækja aðallega Evrópu- búar, sérstaklega frá Norður- löndunum, en einnig verða haldnar nokkrar ráðstefnur ein- göngu sóttar af íslendingum m.a. verður haldin á hótelinu ráðstefna Kvenfélagasambands íslands og þing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Aðalráðstefnutíminn í Evr- ópu er í maí, júní og september. I mars og apríl voru haldnar tvær ráðstefnur hér á landi. Voru það fiskimjölsframleið- endur og barþjónar á Norður- löndum, en þeir héldu nú sina þriðju ráðstefnu hér á landi. Fyrstu ráðstefnugestir hótelsins voru einmitt barþjónar og þeir voru einnig fyrstu gestirnir eft- ir að nýja ráðstefnuálman var tekin í notkun. Nú er, þeir koma hér í þriðja sinn á hótel- ið einmitt 10 ára afmæli. í maí verður haldin á hótelinu ráðstefna Kennarasambands- Norðurlanda, þing Junior Chamber og þing norrænna ríkisendurskoðenda, svo eitt- hvað sé nefnt. Aðalráðstefnu- tíminn hér virðist vera mai, júní og ágúst. RÁÐSTEFNUGESTIR AÐAL TEKJULIND HÓTELSINS Ráðstefnugestir skilja meira fé eftir á fundarstað, en aðrir gestir. Ráðstefnugestir eru oft kostaðir af fyrirtækjum, stofn- unum og öðrum, og hafa fyrir bragðið meira eyðslufé. Stærsti hluti gesta Hótels Loftleiða eru ráðstefnugestir og eru þeir einnig aðaltekjulindin. Til eru ýmsar tegundir ráð- stefna og má þar nefna við- skiptafundi, en í Bandaríkjun- um eru haldnir yfir 300.000 slíkir fundir árlega með yfir 30 milljón þátttakendum. Einnig er mikið um námskeið og tækni- fundi. Þessir fundir útheimta oft mikinn tækjabúnað og eru alltaf að færast í vöxt, sérstak- lega á Norðurlöndum. Þá er nokkuð um ráðstefnur „verð- launafólks“ þ.e. starfsmenn fyr- irtækja, sem örvaðir eru í starfi með fyrirheit um fría ferð fyr- ir sig og maka sinn á ráðstefnu, ef náð er ákveðnu marki og til- teknum afköstum skilað. Þá eru ótaldar læknaráðstefnur, en flestar ráðstefnur hér á landi eru læknaráðstefnur eins og áð- ur sagði. SAMEINA SUMARLEYFI RÁÐSTEFNUNNI Meirihluti ráðstefnugesta, er koma hingað sameina sumar- leyfið sitt ráðstefnunni og not- færa Norðurlandabúar sér þetta mikið sérstaklega í júní þegar skólar eru lokaðir og hafa þá gjarnan alla fjölskylduna með. Einnig eru auknar líkur á á- framhaldandi dvöl ráðstefnu- gesta umfram ráðstefnutímann, ef gesturinn er í óvenjulegu landi og mjög fjarri heimahög- um og einnig ef maki hans eða öll fjölskyldan er með í förinini. MIKIL UNDIRBÚNINGS- VINNA Ráðstefnur krefjast mikils og nákvæms undirbúnings og eru skipulagðar langt fram í tím- ann. Oft er pantað 2—5 ár fram i tímann til bráðabirgða, og síðan er pöntun staðfest. Góð samvinna þarf að vera á milli undirbúningsnefndar um ráð- stefnuna og þeirra aðila, sem sjá um þessa þjónustu hér á landi, en það eru Ferðaþjónusta Flugleiða og Ferðaskrifstofa ríkisins. Undirbúningur undir ráð- stefnú er mikið starf, en þau Erla og Emil standa einmitt mikið að undirbúningi ráð- stefna. Skipuleggja þarf allt smátt og stórt, að sögn Erlu, panta sali fyrir fyrirlestra, semja fjárhagsáætlun, útvega tækniaðstoð, útvega herbergi, en á ráðstefnum er oft hafður sá háttur á, að gestir fá upp- gefið herbergisnúmer, áður en þeir koma til landsins og geta því gengið strax til herbergis síns við komuna. Þannig hrannast ótal verk- efni upp á þá sem undirbúning annast, en þau Emil og Ei'la sögðu, að umfram allt þyrfti stöðugt aðhald og einnig þarf að tryggja, að allt fari fram eins og beðið er um til þess að ráð- stefnur takist eins og best verð- ur á kosið. FV 4 1976 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.