Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1976, Qupperneq 17

Frjáls verslun - 01.04.1976, Qupperneq 17
Gamlar og nýjar stórbyggingar setja svip sinn á Stokkhólm. Til vinstri er Óperuhúsið, en til hægri stærsta verzlunarmiðstöð borg- arinnar. skriðs og markaðsaflanna yfir- leitt. Sama gildir um tilraunir til að jafna ráðstöfunartekjur — þ. e. launin eftir skatt. Hinn stighækkandi skattur hefur ekki reynst eins áhrifamikill í þessum efnum og vonir stóðu til. Ýmsar leiðir standa hinum tekjuhærri opnar til að draga úr skaittabyrðinni, m. a. að flytja til Sviss, ef allt annað þrýtur. Athuganir, sem gerðar hafa verið á þróun tekjuskiptingar- innar benda til þess að veru- leg jöfnun tekna hafi átt sér stað upp úr 1930, en síðan hafi hún lítið breyst. Þetta er unnt að túlka á tvo vegu. Annars vegar má segja að ekki hafi tekist að jafna tekjur. Hins veg- ar er hugsanlegt að hefðu til- teknar aðgerðir ekki komið til hefði tekjuskiptingin orðið enn ójafnari en raun ber vitni. Það er athyglisvert að Svíar hafa sloppið við launaerjur á borð við þær sem gerast hjá Bretum vegna deilna milli smá- hópa um tiltekin verksvið og andstætt því sem gerst hefur um breska verklýðshreyfingu í seinni tíð — og mætiti einnig leita nær í því efni — hafa sænsku verklýðssamtökin einatt hvatt til hagræðingar og frjálsra utanríkisviðskipta, en ekki látið skammsýni ráða. Að- ail stefnunnar hefur verið að stuðla að hreyfanleika vinnu- aflsins með ýmsum aðgerðum eins og flutningsstyrkjum 02 endurmenntunar- og endurhæf- ingarnámskeiðum, sem auðvitað býður heim misnotkun að ein- hverju leyti eins og flestir styrkir. SÉRÞARFIR OG HREINl’ ANDRÚMSLOFT Með bættum efnahag er unnt að sinna ýmsum sérþörfum í ríkara mæli en áður og eftir- spurn eftir sumum gæðum vex meira en eftir öðrum. Sá árang- ur, sem náðst hefur í stjórn efnahagsmála með því að jafna hagsveiflur og bæta lífskjör hef- ur einnig orðið til þess að mark- ið hefur verið sett hæirra. Fjöl- miðlar flytja gjarnan fréttir af olnbogabörnum þjóðfélagsins og leita jafnvel uppi það sem af- laga fer. Sænskt þjóðfélag gengur lengra en flest önnur í að sinna sérþörfum af ýmsu tagi með miklum myndarbrag. Stundum finnst manni jafnvel of langt gengið. Umræða um mengunarvanda- málið og takmörk hagvaxtar fékk betri hljómgrunn í Svía- ríki en víðast hvar. Þetta er skiljanlegt. Hagsæld var þar meiri en annars staðar, ekki orðið seinna vænna að grípa i taumana og stjórnmálaflokk- arnir fundu málefni sem skír- skotaði til allra. Síðan var deilt hart um hve langt ætti að ganga í smáatriðum, eins og hvort reisa ætti 11 kjarnorku- rafstöðvar eða 13. UMFANG HINS OPINBERA OG STJÓRN EFNAHAGS- MÁLA Flestum er kunmugt hve stór hluti þjóðartekna Svia fer um hendur hins opinbera. Stjórn- arandstaðan hamraði á því í áraraðir að skattaáþjánin væri orðin lamandi og sænskt at- vinnulíf mundi leggjast í rúst vegna sívaxandi gjalda, hærri launa og versnandi samkeppn- isaðstöðu út á við. Þeir sem vilja kynna sér þró- un þessara mála ættu að lesa endurminningar Tage Erland- ers og Bertils Ohlins sem svara hvorum öðrum eftir iþví sem ný bindi koma út. Óhætt er að segja að sú skoðun sósíaldemó- krata að eftirspurn eftir sam- neyslu og opinberri þjónustu hvers konar mundi vaxa í hlut- falli við þjóðartekjur og ríflega það á sumum sviðum, hafi reynst rétt. Þess vegna yrði skilningur fyrir auknum um- svifum hins opinbera. Þetta var lí'k-a auðveldara á meðan þjóð- artekjur jukust jafnt og þétt. Þegar þjóðarframleiðsla stóð í stað eða minnkaði var ekki unnt að halda sama striki. Ef auka átti opinber umsvif meira, varð beinlínis að draga úr einkaútgjöldum fremur en aukningu þeirra. Því er jafnvel fjármálaráðherra Svía farinn að tala um að lengra sé vart hægt að ganga í sköttum. En skattbyrðin segir ekki ein alla söguna. Mestu máli skiptir hvað skattborgararnir fá í stað- inn. Fjallað er um efnahag Svía í annarri grein hér í blaðinu og verður því ekki fjölyrt um þá hlið málsins. FV 4 1976 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.