Frjáls verslun - 01.04.1976, Blaðsíða 18
Efnahagur Svía
-eftir dr. GuAmund Magnússon, prófessor
0 Land frjálshyggju
eða skipulagshyggju
Sem kunnugt er hafa Svíar
löngum verið hæstir Evrópu-
þjóða í tekjum á mann jafn-
framt því sem þeir hafa gengið
einna lengst vestrænna þjóða á
ýmsum sviðum félagsmála.
Mönnum hefur því að vonum
orðið tíðrætt um hagkerfi þeirra
og skoðanir oft verið skiptar
í þeim efnum. Þetta er skiljan-
legt að mörgu leyti ef menn
eru að leita að fyrirmynd eða
stoðum undir fyrirfram mynd-
aða skoðun, því að annars vegar
eru afskipti hins opinbera mæld
sem skatttekjur í hlutfalli við
þjóðarframleiðslu meiri en ann-
ars staðar, en á hinn bóginn
eru 90% iðnfyrirtækja í einka-
eign, 5% eign samvinnufélaga,
en aðeins 5% í eigu hins opin-
bera. Flestir viðskiptabankar
eru reknir af einkaframtakinu,
en stærsti bankinn er þó ríkis-
eign (eftir sameiningu Post-
banken og Kreditbanken 1974).
Auk þess gegnir hinn sameigin-
legi lífeyrissjóður allra lands-
manna, sem starfar í fjórurn
deildum, veigamiklu hlutverki.
ekki ósvipuðu því sem gerist.
um lífeyrissjóðakerfið hérlend-
is.
0 Af hverju hafa Svíar
engin gjaldeyris-
vandamál
Kunnur sænskur hagfræðing-
ur, Erik Lundberg, sem reynd-
ar kom hingað sem ráðgjafi á
fjórða áratugnum, ritaði eitt
sinn grein til útskýringar á því
hvers vegna Svíar þyrftu ekki
að glíma við gjaldeyrisvanda-
mál. Aðalástæðurnar taldi hann
hina hagstæðu samsetningu út-
flutningsins. Pappírsvörur og
trjávörur fylgja ekki alltaf
sömu hag'sveiflu og málmar og
málmiðnaðarvörur, en Svíar
flytja mikið út af þessum vör-
um. Þá virðast hráefni, en verð
þeirra sveiflast oft kröftugar en
fullunninna vara, vera álíka
álíka mikilvæg í útflutningi og
innflutningi Svía, þannig að
áhrifin á þjóðartekjur hafa
jafnast út að miklu leyti.
0 Einkenni síðustu
áratuga
í stórum dráttum má segja
að eftirfarandi hafi einkennt
efnahagsmál Svía síðustu 2-3
áratugi:
• — Hagvöxtur hefur að jafn-
aði verið ámóta og í öðrum
ríkjum OECD.
• —- All snöggar breytingar
hafa átt sér stað á útflutn-
ingi og einkaf j ármunamynd-
un og þar af leiðandi hafa
sveiflur í einstökum fram-
leiðslugreinum orðið tals-
verðar.
• — Nær fullnýtt afkastageta,
full atvinna og stöðugt efna-
hagslíf.
• — Nokkru meiri verðbólga
en meðaltal OECD-ríkja í
Evrópu.
• — Áberandi stöðugleiki í
vaxtarhraða mikilvægra
þjóð-hagsstærða, eins og
þjóðarframleiðslu, heildar-
fjármunamyndun og jafnvel
verðlagi og kauplagi.
• — Afar hliðstæð þróun út-
flutnings og innflutnings
bæði til skamms og langs
tíma og ótrúlega stöðug við-
skiptakjör.
0 Síðustu ár
Þrátt fyrir þann samdrátt,
sem varð á alþjóðamarkaði 1974
og 1975 tókst Svíum að við-
halda atvinnu og framleiðslu í
skjóli sterkrar innlendrar eftir-
eftirspurnar. Árið 1975 minnk-
aði útflutningur um u. þ. b.
Svíar eru miklir útflytjendur á pappírsvörum og trjávörum.
18
FV 4 1976