Frjáls verslun - 01.04.1976, Qupperneq 25
Dýr velferð. Svíar greiða mikið fyrir samneyzluna. Enn skal geng-
ið lengra í þá átt. Dagheimilisvist fyrir öll börn er stefnumarkið
nú.
ar væru greiddir. Þrátt fyrir
áralangar umræður á þingi og
öðrum opinberum vettvangi
virðist þó skattasaga Astrid
Lindgren hafa haft meiri áhrif
en nokkuð annað á stjómvöld.
sem hafa heitið lagfæringum á
skattakerfinu. Þó að skattar
skáldkonunnar séu langt frá því
að vera dæmigerðir vonast
hinn almenni Svíi, sem borgar
45-50% af launum sínum í opin-
ber gjöld, til þess að minna
verði framvegis tekið af hon-
um.
# Búið í leiguhúsnæði
Lágmarkslaun iðnverka-
manna í Svíþjóð eru nú 42 þús-
und krónur yfir árið. Opin-
berir embættismenn í hærri
stöðum og kennarar við æðri
menntastofnanir hafa laun á
bilinu 75 þús. til 85 þús. á ári
og nú geta menn margfaldað
með 40 ef þeir ætla að reikna
út upphæðir í íslenzkum krón-
um. Þeir sjá þó aldrei nema
helminginn af þessum upphæð-
um eða heldur minna. Almennt
búa Svíar í leiguhúsnæði og
fyrir 4-5 herbergja íbúð spöl-
korn fyrir utan Stokkhólm eru
greiddar 1050 kr. á mánuði í
húsaleigu. Að auki borga leigj-
endur 100 kr. í Ijós og hita yfir
mánuðinn. Það er ennfremur
hægt að kaupa sér eignarrétt
að vissu marki yfir húsnæði,
þannig að nánustu erfingjar
geti haldið íbúðum. Slíkur rétt-
ur kostar 170 þús. krónur fyr-
ir 90 fermetra íbúð en síðan
borga menn 350 kr. á mánuði
í rekstur. Möguleikar eru á
lánum til 15 ára vegna slíkra
kaupa. Vilji menn eignast ein-
býlishús eru þau vissulega fáan-
leg en kosta frá 300 þús. krón-
um og upp úr eftir stærð og
umhverfi. Utborgun gæti hugs-
anlega verið 50 þús. krónur en
afgangurinn á 40 ára láni með
jöfnum afborgunum og 8V2 til
9 V2 % vöxtum, sem eru fastir
í 10 ár en síðan endurskoðaðir.
# Verðbólguþróun
Þótt efnahagsástandið í Sví-
þjóð sé sýnu betra en víðast
annars staðar í iðnríkjum
heimsins kvartar almenningur
þar undan verðhækkunum og
verðbólguþróun, sem rýrir verð-
gildi sparifjárins. Þannig segja
fjármálasérfræðingar að verð-
lag hafi frá marzmánuði 1975
til marz í ár almennt hækkað
í Svíþjóð um 11% — verð á
nauðsynjavörum þó enn meira
eða um 13,5%.
Nordiska Kompagniet í
Stokkhólmi er eitt glæsilegasta
vöruhús á Norðurlöndum. Þar
fæst allur hugsanlegur varn-
ingur undir einu þaki, og af
því öllu skína efnisgæði og
vönduð vinnubrögð, sem Svíar
virðast öðru fremur leggja
höfuðáherzlu á í sambandi við
innkaup sín. Við gengum þarna
um nokkra stund og tókum
niður fáein verð til fróðleiks.
í húsgagnadeildinni var þriggja
sæta sófi með tauáklæði á 2886
kr., borðstofuborð á 2080 kr.,
borðstofustóll á 640 kr., hús-
bóndastóll með leðuráklæði á
2750 kr. 0 g standlampi án
skermis á 430 kr. í heimilis-
tækjadeild voru litsjónvarps-
tækin, 26 tomma, á rúmar 4000
kr., en tæki fyrir svart/hvíta
mynd á tæpar 1300 kr. Sjálf-
virk þvottavél fyrir 3-4 kg.
kostar rúmar 2000 kr. í fata-
deildinni voru svo karlmanna-
föt fyrir 700-800 kr. og herra-
skór á 200 kr.
Og til þess að gera þetta yfir-
lit enn ítarlegra má nefna að
kílóið af kjötfarsi í sænsk-
um matvöruverzlunum kostar
24,15, mjólkurlítrinn 1,47, sex
egg 3,30, djúpfrystur þorskur,
400 gr., 6,60, og 500 gr. af
smjöri 6,68. Séu menn í þeim
hugeiðingum að kaupa sér nýj-
an sænskan bíl kostar t. d.
Volvo 244 DL kr. 35,900.
# Fólkið í landinu
En víkjum nú aðeins frá lífs-
ins gæðum og hugum eilítið að
fólkinu, sem í Svíþjóð býr.
Frá 1750 til 1974 fjölgaði
Svíum að meðaltali um 7%0 á
ári. A hverjum hundrað árum
tvöfaldaðist íbúafjöldinn eða
því sem næst, úr 1,8 millj. 1750
í 3,5 millj. 1850 og 7 millj.
1950. í janúar 1975 voru íbúar
í Svíþjóð 8,2 milljónir talsins.
Konur eru fleiri í Svíþjóð en
karlar, 1002 á hverja 1000 karl-
menn. Þetta ræðzt af lengri lif-
endalíkum kvenna, sem verða
að meðaltali 77 ára en karlarn-
ir 72. Að 39 ára aldursmark-
inu eru karlarnir fleiri en kon-
FV 4 1976
25