Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1976, Side 31

Frjáls verslun - 01.04.1976, Side 31
nauðsynlegt að halda sérein- kennum sínum til að geta við- haldið áhrifum sínum í sænsk- um stjórnmálum. Hefur flokk- urinn fremur sýnt tilburði í þá átt að vingast við jafnaðar- menn og hefur verið sammála þeim um mikilvægustu þætti efnahagsstefnunnar. # Kratar ánægðir Sven Dahlin, starfsmaður þingflokks jafnaðarmanna, var bjartsýnn á útkomu þingkosn- inganna fyrir flokk sinn og benti á að dágott ástand í efna- hagsmálum yrði til að styrkja stöðu flokksins í kosningunum. Hægt væri að benda á almenn- ar kjarabætur, sem numið hefðu 7% árið 1974 og aftur 6% í fyrra þegar skattar væru frá- dregnir. Væri þetta athyglis- verður árangur á tímum olíu- kreppu og annarra efnahags- örðugleika, sem hrjáð hafa hinn vestræna heim. Atvinnu- leysi er nú 2% í Svíþjóð en síð- an kosningar fóru síðast fram hafa 200 þús. manns tekið upp störf að nýju eftir að hafa ver- ið atvinnulausir um sinn. Um 100 þús. skólanemendur undir 25 ára aldri eru árlega atvinnu- lausir þegar skólagöngu lýkur. Sérstök áherzla er lögð á mál- efni þeirra í stefnuskrá jafnað- armanna og er gert ráð fyrir sérstökum opinberum styrkjum til sveitarfélaga og fyrirtækja er ráða unga fólkið í vinnu í stað starfskrafta, sem látnir verða gangast undir viðbótar- þjálfun í starfi sínu. Þá er auk- in þátttaka starfsmanna í stjórn fyrirtækja og fimm vikna al- mennt orlof meðal helztu bar- áttumál þeirra. Sven Dahlin sagði, að stjórn jafnaðarmanna- flokksins hefði sætt gagnrýni fyrir spillingu vegna langrar stjórnarsetu, sem þó væri ekki á rökum reist, því að flokks- samtökin í bæjum og héruðum veittu ríkulegt aðhald, sem næði alla leið upp í ríkisstjórn- ina og mönnum liðist ek'ki að leika neinar brellur og skara eld að sinni köku í skjóli pólit- ískrar aðstöðu sinnar. Var í þessu sambandi rifjuð upp saga af Tage Erlander, fyrrverandi forsætisráðherra, sem átti að hafa haft frímerki fyrir eigin rei'kning í skrifborðsskúffunni í forsætisráðuneytinu, og sleikt sjálfur utan á bréf, sem hann var að senda trúnaðarmönnum sínum í flokknum í stað þess að senda þennan póst á reikning ráðuneytisins. Sven Dahlin sagði, að skipan framboðslista í kosningunum yrði senn ákveðin. Nokkrir gamalkunnir þingmenn eins og Gunnar Lange og Torsten Nils- son, fyrrverandi utanríkisráð- herra, myndu hætta þing- mennsku og ný andlit bætast í Per Olaf Sundman. Verður að heiman í kosningabaráttunni. hópinn, væntanlega allmargar konur en þær eru 30 nú í þing- liði jafnaðarmanna af 156 þing- mönnum. # Hloderatar í mestri sókn Um úrslit kosninganna vildi talsmaður jafnaðarmanna ekki spá, en taldi, að borgaraflokk- arnir myndu leggja mikla á- herzlu á að ná málamyndasam- stöðu um einhver mál fyrir kosningar. Hann taldi, að Mode- rata samlingspartiet væri í mestri sókn af flokkunum en stjórn borgaraflokkanna yrði aldrei starfhæf nema um skamma hríð, ef svo færi að þeir kæmust í þá aðstöðu að mynda nýja ríkisstjórn að kosn- ingum loknum. Per Olof Sundman, rithöf- undur, situr á þingi fyrir Cent- erpartiet. Hann sagði, að full- yrðingar jafnaðarmanna um vöxt Moderata samlingspartiet væru blekking, því að jafnað- armenn vildu gjarnan nota hægri stefnu þeirra, sem eins konar grýlu á sænska kjósend- ur. Per Olof ætlar að gefa kost á sér til þingframboðs á nýjan leik en hefur líka ákveðið að verða ekki heima meðan kosn- ingabaráttan stendur yfir. Þægilegt hlutskipti það. f stað þess að halda framboðsræður á fundum ætlar hann að vinna að gerð ‘kvikmyndar norður á Svalbarða en hún verður byggð á sögu hans „Loftsiglingin", sem á sínum tíma hlaut bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs. — En um hvað munu kosningarnar snúast, Per Olof? # Skattpíningin í Svíþjóö „Fyrst og fremst um skatt- píndnguna í Svíþjóð. Hér er fólk öllum stundum að reikna út skattana sína, — 50, 60, 80 eða meir en 100% af tekjunum eins og dæmið hennar Astrid Lindgren sannar“, sagði rithöf- undurinn og þingmaðurinn. Sænska „velferðarríkið“ er dýrt í rekstri. Fjárlögin eru upp á 110,2 milljarða sænskra króna. Þar af renna 31 milljarð- ur til heilbrigðis- og félagsmála, 14,8 til menntamála og 10,6 til varnarmála. Hluta af skattpíningunni vildi Per Olof rekja til breyt- inganna 1968—1969, þegar sölu- skatti var breytt í virðisauka- skatt í Svíþjóð. Þá var komið á 1 % launaskatti vegna taps í skattheimtu það árið. Skattur- inn átti að gilda í eitt ár en var framlengdur og hækkaður í 2% í staðinn. Launaskattar og alls konar aukaálögur eru mjög íþyngjandi fyrir fólk, sem starf- ar sjálfstætt og þiggur ekki laun hjá öðrum. Svo er til dæmis um rithöfunda, sem samkvæmt sænskri skilgrein- ingu eru atvinnurekendur. Per Olof sagðist ekki geta gert FV 4 1976 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.