Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1976, Qupperneq 45

Frjáls verslun - 01.04.1976, Qupperneq 45
gfi? é gæðaflokki. Tveggja manna herbergi með baði kostar allt frá kr. 90 fyrir manninn, ef miðað er við verð í Stokkhólmi. Fyrir þá, sem ekki ferðast um akandi í bíl, en vilja sjá sig eitthvað um, eru járnbraut- arlestir heppilegustu samgöngu- tækin. Þær eru þægilegar og hreinlegar og í boði eru ýmis konar afsláttarfargjöld fyrir fjölskyldur. Ef að minnsta kosti þrír í fjölskyldu ferðast saman meir en 50 km leið fá börn á aldrinum 6 til 12 ára 25% afslátt af hálfu fari, en for- eldrarnir borga 25% af fullu fargjaldi. Sem dæmi um ferða- tíma með lest má nefna að ferð milli Málmeyjar og Stokkhólms tekur 6 klukkustundir, Stokk- hólms til Narvik í Noregi 20 tíma og milli Málmeyjar og Gautaborgar er ferðatíminn í lest 4 klukkustundir. Fullt far- gjald á þeirri leið er kr. 90. Ekki verða hér raktir allir möguleikar til skemmtilegra ferða um Svíþjóð, en bent að- eins á fáein atriði. Sé ekið með vesturströndinni í grennd við Gautaborg gefast tækifæri til að heimsækja ágætar bað- strendur. Meðfram allri strand- lengjunni til Málmeyjar eru lít- il og skemmtileg sjávarþorp og bæir, í norðri er ströndin klett- ótt, en sendin þegar sunnar dregur. Siglingar eru mikið stundaðar á þessum slóðum og böð í hreinum og hlýjum sjó yfir sumarmánuðina. í nágrenni MáJmeyjar, á Skáni, eru meir en 200 hallir af ýmsum stærðum, sem áhuga- vert er að skoða. Þegar farið er norður frá Málmey í áttina til Gautaborgar er farið um Blekinge eða Karlskrona og ströndinni fylgt til Kalmar. Til Ölands er hægt að aka á lengstu brú í Evrópu og margir myndu líka taka ferjuna til Gotlands. Á þessari leið er Kohnárden, svokallaður safari-dýragarður DDQ 00 D □ 0 D » e J fyrir utan Nörrköping, þar sem suðræn viUidýr leika lausum hala innan girðingar, en skoð- endurnir fara um í bílum. f Stokkhólmi er að sjálfsögðu ótal margt að sjá af söfnum og sögufrægum byggingum. Veit> ingastaðir eru þar f jölmargir og enginn fer þaðan án þess að heimsækja einhvern matsölu- staðinn í kjöllurunum í gamla bænum. En frá Stokkhólmi er líka tilvalið að fara í siglingu um skerjagarðinn. Slíkar ferðir eru farnar misjafnlega langar alla daga og eru ógleymanlegar. Frá Stokkhólmi má svo halda í norðvestur inn í land, til Dal- anna og Vermalands. Dalirnir eru skógi vaxnir og liggja um- hverfis Siljan-vatn í hjarta Sví- þjóðar. Það tekur 6 klst. að komast á þessar slóðir í bíl, en 4V2 í lest. Þarna klæðist fólk litskrúðugum þjóðbúningum á hátíðis- og tyllidögum og alls konar aðrar fornar venjur eru enn ríkulega í heiðri hafðar á þessum slóðum. Þarna komu fyrstu túristarnir í lok 18. ald- ar og listmálarar sunnan úr Evrópu lögðu þangað leið sína að sumarlagi. í Vermalandi eru gamlar hefðir ekki síður í hávegum hafðar. Jónsmessan er mikil há- tíð, sem haldið er upp á með næturlöngum söng og dansi. Þetta hérað landsins varð frægt af Gösta Berlings Saga eftir Selmu Lagerlöf og skáldin Erik Gustaf Geijer og Gustaf Frö- ding áttu líka uppruna sinn að rekja á þessar slóðir. Jamtland og Hárjedalen á miðjum Skandinavíuskaganum eru líka eftirsóttir ferðamanna- staðir og skógar og hlíðar norð- ur í Lapplandi hafa og mikið aðdráttarafl. En hér er aðeins gerð fátækleg tilraun til að gefa hugmynd af fáeinum möguleik- um til að gera fyrirtaks sumar- leyfisferð til Svíþjóðar. FV 4 1976 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.