Frjáls verslun - 01.04.1976, Síða 45
gfi?
é
gæðaflokki. Tveggja manna
herbergi með baði kostar allt
frá kr. 90 fyrir manninn, ef
miðað er við verð í Stokkhólmi.
Fyrir þá, sem ekki ferðast
um akandi í bíl, en vilja sjá
sig eitthvað um, eru járnbraut-
arlestir heppilegustu samgöngu-
tækin. Þær eru þægilegar og
hreinlegar og í boði eru ýmis
konar afsláttarfargjöld fyrir
fjölskyldur. Ef að minnsta kosti
þrír í fjölskyldu ferðast saman
meir en 50 km leið fá börn
á aldrinum 6 til 12 ára 25%
afslátt af hálfu fari, en for-
eldrarnir borga 25% af fullu
fargjaldi. Sem dæmi um ferða-
tíma með lest má nefna að ferð
milli Málmeyjar og Stokkhólms
tekur 6 klukkustundir, Stokk-
hólms til Narvik í Noregi 20
tíma og milli Málmeyjar og
Gautaborgar er ferðatíminn í
lest 4 klukkustundir. Fullt far-
gjald á þeirri leið er kr. 90.
Ekki verða hér raktir allir
möguleikar til skemmtilegra
ferða um Svíþjóð, en bent að-
eins á fáein atriði. Sé ekið með
vesturströndinni í grennd við
Gautaborg gefast tækifæri til
að heimsækja ágætar bað-
strendur. Meðfram allri strand-
lengjunni til Málmeyjar eru lít-
il og skemmtileg sjávarþorp og
bæir, í norðri er ströndin klett-
ótt, en sendin þegar sunnar
dregur. Siglingar eru mikið
stundaðar á þessum slóðum og
böð í hreinum og hlýjum sjó
yfir sumarmánuðina.
í nágrenni MáJmeyjar, á
Skáni, eru meir en 200 hallir
af ýmsum stærðum, sem áhuga-
vert er að skoða. Þegar farið
er norður frá Málmey í áttina
til Gautaborgar er farið um
Blekinge eða Karlskrona og
ströndinni fylgt til Kalmar. Til
Ölands er hægt að aka á lengstu
brú í Evrópu og margir myndu
líka taka ferjuna til Gotlands.
Á þessari leið er Kohnárden,
svokallaður safari-dýragarður
DDQ
00 D
□ 0 D
» e
J
fyrir utan Nörrköping, þar sem
suðræn viUidýr leika lausum
hala innan girðingar, en skoð-
endurnir fara um í bílum.
f Stokkhólmi er að sjálfsögðu
ótal margt að sjá af söfnum og
sögufrægum byggingum. Veit>
ingastaðir eru þar f jölmargir og
enginn fer þaðan án þess að
heimsækja einhvern matsölu-
staðinn í kjöllurunum í gamla
bænum. En frá Stokkhólmi er
líka tilvalið að fara í siglingu
um skerjagarðinn. Slíkar ferðir
eru farnar misjafnlega langar
alla daga og eru ógleymanlegar.
Frá Stokkhólmi má svo halda
í norðvestur inn í land, til Dal-
anna og Vermalands. Dalirnir
eru skógi vaxnir og liggja um-
hverfis Siljan-vatn í hjarta Sví-
þjóðar. Það tekur 6 klst. að
komast á þessar slóðir í bíl, en
4V2 í lest. Þarna klæðist fólk
litskrúðugum þjóðbúningum á
hátíðis- og tyllidögum og alls
konar aðrar fornar venjur eru
enn ríkulega í heiðri hafðar á
þessum slóðum. Þarna komu
fyrstu túristarnir í lok 18. ald-
ar og listmálarar sunnan úr
Evrópu lögðu þangað leið sína
að sumarlagi.
í Vermalandi eru gamlar
hefðir ekki síður í hávegum
hafðar. Jónsmessan er mikil há-
tíð, sem haldið er upp á með
næturlöngum söng og dansi.
Þetta hérað landsins varð frægt
af Gösta Berlings Saga eftir
Selmu Lagerlöf og skáldin Erik
Gustaf Geijer og Gustaf Frö-
ding áttu líka uppruna sinn að
rekja á þessar slóðir.
Jamtland og Hárjedalen á
miðjum Skandinavíuskaganum
eru líka eftirsóttir ferðamanna-
staðir og skógar og hlíðar norð-
ur í Lapplandi hafa og mikið
aðdráttarafl. En hér er aðeins
gerð fátækleg tilraun til að gefa
hugmynd af fáeinum möguleik-
um til að gera fyrirtaks sumar-
leyfisferð til Svíþjóðar.
FV 4 1976
45