Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1976, Side 49

Frjáls verslun - 01.04.1976, Side 49
Skipasmíðar Svía INIokkur óvissa framundan hjá Kockums Breyttar alþjóðareglur um mengunarvarnir kunna þó að skapa aukin verkefni í framtíðinni Rætt við Ólaf Sigurðsson, forstjóra Þegar siglt er inn á höfnina í Málmey gnæfir þar yfir krani einn mikill, sem mun vera hinn stærsti sinnar tegundar í heiminum. Þetta er lyftitækið, sem Kockums-skipasmíðastöðin notar til að lyfta og flytja úr stað heila skipshluta í samsetningar kvínni í stöðinni. Kockums er gamalt og gróið fyrir- tæki, stofnað 1840, og er nú meðal þekktustu fyrirtækja í Svíþjóð en stundar jafnframt framleiðslu í Bandaríkjunum og Kanada. Séð yfir skipasmíðastöð Kockums í Málmey. 350 þúsund tonna olíuskip í smíðum. Til hægri er lyftikraninn Golíat. Kockums er nefnilega ekki aðeins skipasmíðastöð heldur framleiðir fyrirtækið nú enn- fremur margs konar vélar til skógarhöggsvinnu, þannig að í þeirri tækni er það 10 árum á undan keppinautum vestan hafs til dæmis. Þá smíðar Kockums stóra vörubíla og á vegum þess eru gerðar tilraunir með Stir- ling-vélina svokölluðu. Þær hóf- ust 1968, en vélin mun ganga fyrir fljótandi eldsneyti eða loftkenndu og á að gefa frá sér mjög lítinn hávaða og valda lít- illi sem engri mengun. Kannski verður nafn Kockums einkan- lega tengt þessari vél í fram- tíðinni, en tilraunir beinast nú að því að gera hana hæfa í framleiðslu fyrir bílaiðnaðinn og er miðað við að afl hennar verði á bilinu 75-150 hestöfl. Söluhorfur fyrir vélina eru taldar góðar í lok þessa ára- tugar eða byrjun hins næsta. • SKIPASMÍÐAR í MEIRA EN ÖLD En hvað um það. Á íslandi þekkja menn Kockums aðallega vegna skipasmíðanna, minnugir þess, að á atvinnuleysisárunum 1967-68 fóru stórir hópar ís- lenzkra iðnaðarmanna í vinnu hjá Kockums í Málmey. Fram- an af fékkst Kockums við margs konar vélsmíðar, en 1870 hófust skipasmíðarnar, sem hafa verið aðalgrein fyrirtækis- ins til skamms tíma. Á árunum upp úr 1960 hóf fyrirtækið þó starfsemi á þeim sviðum, sem að framan voru rakin, til þess að búa sig undir að mæta þeim sveiflum, sem kynnu að verða í alþjóðlegum siglingum. í skipasmíðunum hefur Kock- ums lagt áherzlu á að sér- hæfa sig í stórum og tæknilega mjög háþróuðum skipum eins og risaolíuskipum og flutninga- skipum fyrir jarðgas, svo að dæmi séu nefnd. Kafbátar hafa líka verið meðal verkefna stöðvarinnar. Stöðin stendur mjög vel að vígi tæknilega og hefur fjárfest mikið í vélum og tækjum auk margþættra rannsókna og tilrauna, sem Kockums hefur staðið fyrir. Er nú hægt að smíða allt að 700 þús. tonna skip í stöðinni. Goliat-kraninn mikli, sem nefndur hefur verið, er eitt þessara fullkomnu og nýstár- legu tækja, sem Kockums hef- ur fest kaup á, og er hann greinilega stolt stöðvarinnar af ummælum starfsmanna að dæma. Þessi krani getur lyft allt að 1600 tonnum og lyfti- hæð er 105 metrar, en sjálfur er kraninn 140 metrar og veg- FV 4 1976 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.