Frjáls verslun - 01.04.1976, Side 49
Skipasmíðar Svía
INIokkur óvissa framundan
hjá Kockums
Breyttar alþjóðareglur um mengunarvarnir kunna þó
að skapa aukin verkefni í framtíðinni
Rætt við Ólaf Sigurðsson, forstjóra
Þegar siglt er inn á höfnina í Málmey gnæfir þar yfir krani einn mikill, sem mun vera hinn stærsti
sinnar tegundar í heiminum. Þetta er lyftitækið, sem Kockums-skipasmíðastöðin notar til að lyfta
og flytja úr stað heila skipshluta í samsetningar kvínni í stöðinni. Kockums er gamalt og gróið fyrir-
tæki, stofnað 1840, og er nú meðal þekktustu fyrirtækja í Svíþjóð en stundar jafnframt framleiðslu
í Bandaríkjunum og Kanada.
Séð yfir skipasmíðastöð Kockums í Málmey. 350 þúsund tonna
olíuskip í smíðum. Til hægri er lyftikraninn Golíat.
Kockums er nefnilega ekki
aðeins skipasmíðastöð heldur
framleiðir fyrirtækið nú enn-
fremur margs konar vélar til
skógarhöggsvinnu, þannig að í
þeirri tækni er það 10 árum á
undan keppinautum vestan hafs
til dæmis. Þá smíðar Kockums
stóra vörubíla og á vegum þess
eru gerðar tilraunir með Stir-
ling-vélina svokölluðu. Þær hóf-
ust 1968, en vélin mun ganga
fyrir fljótandi eldsneyti eða
loftkenndu og á að gefa frá sér
mjög lítinn hávaða og valda lít-
illi sem engri mengun. Kannski
verður nafn Kockums einkan-
lega tengt þessari vél í fram-
tíðinni, en tilraunir beinast nú
að því að gera hana hæfa í
framleiðslu fyrir bílaiðnaðinn
og er miðað við að afl hennar
verði á bilinu 75-150 hestöfl.
Söluhorfur fyrir vélina eru
taldar góðar í lok þessa ára-
tugar eða byrjun hins næsta.
• SKIPASMÍÐAR í MEIRA
EN ÖLD
En hvað um það. Á íslandi
þekkja menn Kockums aðallega
vegna skipasmíðanna, minnugir
þess, að á atvinnuleysisárunum
1967-68 fóru stórir hópar ís-
lenzkra iðnaðarmanna í vinnu
hjá Kockums í Málmey. Fram-
an af fékkst Kockums við
margs konar vélsmíðar, en 1870
hófust skipasmíðarnar, sem
hafa verið aðalgrein fyrirtækis-
ins til skamms tíma. Á árunum
upp úr 1960 hóf fyrirtækið þó
starfsemi á þeim sviðum, sem
að framan voru rakin, til þess
að búa sig undir að mæta þeim
sveiflum, sem kynnu að verða
í alþjóðlegum siglingum.
í skipasmíðunum hefur Kock-
ums lagt áherzlu á að sér-
hæfa sig í stórum og tæknilega
mjög háþróuðum skipum eins
og risaolíuskipum og flutninga-
skipum fyrir jarðgas, svo að
dæmi séu nefnd. Kafbátar hafa
líka verið meðal verkefna
stöðvarinnar. Stöðin stendur
mjög vel að vígi tæknilega og
hefur fjárfest mikið í vélum
og tækjum auk margþættra
rannsókna og tilrauna, sem
Kockums hefur staðið fyrir. Er
nú hægt að smíða allt að 700
þús. tonna skip í stöðinni.
Goliat-kraninn mikli, sem
nefndur hefur verið, er eitt
þessara fullkomnu og nýstár-
legu tækja, sem Kockums hef-
ur fest kaup á, og er hann
greinilega stolt stöðvarinnar af
ummælum starfsmanna að
dæma. Þessi krani getur lyft
allt að 1600 tonnum og lyfti-
hæð er 105 metrar, en sjálfur
er kraninn 140 metrar og veg-
FV 4 1976
49