Frjáls verslun - 01.04.1976, Side 57
Hjá Kockums er mikið lagt upp úr góðum aðbúnaði fyrir starfs-
menn. Þetta er sundlaugin í félagsmiðstöð starfsfólks.
sig. Sagði Ólafur, að ástandið
hefði mjög mikið batnað eftir
breytingarnar, sem eru víðtæk-
ar. Kockums væri stór og ó-
persónulegur vinnustaður, en
það gæfi vinnunni mjög aukið
gildi, ef starfsmennirnir gætu
tekið þátt í ráðagerðum um
fjárfestingar og allt, sem varð-
aði starfsaðstöðuna. Hópar
starfsmanna ræða um endur-
nýjun véla og tilboð, sem ber-
ast í því sambandi. Hagræðing-
armál eru rædd ítarlega og
kvað Ólafur starfsmennina hafa
sýnt mjög jákvæða afstöðu til
allrar nýbreytni, sem horfði til
aukinnar hagræðingar. Að vísu
er ekki hægt að segja upp
starfsmönnum úr fyrirtækinu
samkvæmt lögum, en hins veg-
ar er t. d. núna ráðgert að
fækka starfsmönnum um 350
og verður það gert með því að
endurráða ekki í stöður, þegar
þær losna. Þetta hefur líka í
för með sér flutning manna
milli starfa og endurþjálfun af
þeim sökum. Fulltrúar starfs-
manna eru aðilar að öllum þess-
um ráðagerðum. Fyrirtækið
borgar þeim laun fyrir að starfa
þannig að málum félaga sinna
og veitir þeim skrifstofuað-
stöðu. Launin eru þau sömu og
mennirnir hefðu fyrir iðn sína
í smíðaskálunum.
• TRÚNAÐUR RÍKIR
Á fyrirtækinu hvílir meira
að segja kvöð um að mennta
fulltrúa starfsmanna að því
marki, að þeir geti fylgzt með
öllum rekstrarþáttum, þar á
meðal bókhaldi. Ólafur kvað
fullan trúnað ríkja í þessurn
þrönga hópi forstjóra og for-
ystumanna starfsfólks og enn-
fremur í hinni svokölluðu fyrit'-
tækisnefnd, sem hittist fimm
sinnum á ári, en þar eiga sæti
sex fulltrúar fyrirtækisins og
sex frá starfsmönnum. Þar er
gefin skýrsla um rekstur fyrir-
tækisins og einstök atriði henn-
ar rædd frá ýmsum hiiðum. Á
þessum fundum hafa verið
rædd vandamál, sem hlytust af
því að pantanir bærust ekki og
forstjórarnir hafa skýrt fjár-
hagsafkomu og fjárfestingar.
Þetta fyrirtæki veltir 1500 millj-
ónum sænskra króna og bróð-
urparturinn af 9 milljón króna
hagnaði í fyrra var notaður til
aukinnar uppbyggingar.
„Með atvinnulýðræði af
þessu tagi hefur með samráði
við starfsmennina verið komið
í veg fyrir mörg vandamál, sem
voru gríðarlega erfið viðfangs
áður,“ sagði Ólafur Sigurðsson.
,,Það er ljóst að með betri ai-
mennri menntun vill fólk njóta
annars hlutskiptis en að selja
bara 8 stunda vinnu á dag. Það
vill hafa áhrif á gang fyrirtæk-
isins og finna einhverja mein-
ingu með starfinu. Allir geta
spurt og eiga kröfu á að fá
svar. En skerist í odda gera all-
ir aðilar sér ljóst, að ábyrgðin
hvílir á okkur forstjórunum."
• KRÖFUR UM AÐ GENGIÐ
SKULI LENGRA
Það eru uppi háværar kröfur
í Svíþjóð, að gengið verði enn
lengra á braut atvinnulýðræðis
en þarna er um að ræða. Starfs-
mennirnir vilja taka ábyrgðina
á sig líka. Sérfræðingar sænska
alþýðusambandsins hafa sett
fram áætlanir sínar um að viss
hluti af arði fyrirtækja renni í
sjóð í eigu starfsmanna, sem
notaður verði til kaupa á hluta-
bréfum. Þannig muni starfs-
mennirnir eiga fyrirtækin og
ráða þeim eftir 20-30 ár, en í
sumum þegar eftir 5-10 ár. Þess-
ar hugmyndir eru mikið rædd-
ar í Svíþjóð um þessar mund-
ir.
Þjónusta við starfsmennina
hefur verið aukin og það má
segja að fá vandamál geti kom-
ið upp hjá starfsmanni á vinnu-
stað eða í einkalífi hans, að
þjónustumiðstöð starfsmanna-
haldsins sé ekki boðin og búin
að kafa til botns í kjarna vand-
ans, hvort sem hann er heilsu-
farslegur eða félagslegur og
reyna að uppræta hann. Lækn-
isþjónusta er í skipasmíðastöð-
inni, félagsráðgjöf, fræðslunám-
skeið eru haldin, ferðaþjónusta
stunduð og útvegun húsnæðis
og túlkunaraðstoð er í boði fyr-
ir erlenda starfsmenn.
Þannig mætti enn lengi telja.
Um 1200 útlendingar starfa
hjá Kockums-skipasmíðastöð-
inni, flestir frá Júgóslavíu,
Finnlandi, Portúgal og Dan-
mörku. Alls eru starfsmenn-
irnir af 30 þjóðernum og nú
munu um 30 íslendingar vinna
í skipasmíðastöðinni.
Á atvinnuleysisárunum 1967-
1968 voru um 200 íslendingar
ráðnir til Kockums, aðalleg'a
trésmiðir vegna þess að þá voru
í smíðum tvö stórskip ætluð
til flutninga á fljótandi gasi.
Það þurfti að einangra geyma
þessa með tréverki og trésmiðir
fengust ekki til þeirrar vinnu í
Svíþjóð. Þá var leitað til Finna
og Norðmanna, en þar var held-
FV 4 1976
53