Frjáls verslun - 01.04.1976, Blaðsíða 75
Keflavík
Suðurnesin vanþróuð
atvinnulega séð
segir Hákon Kristinsson í Stapafelli
í Keflavík hafði blaðamaður
FV samband við Hákon Krist-
insson, en hann rekur verzlun-
ina Stapafcll. Hákon er einnig
formaður Kaupmannafélags
Keflavíkur og nágrennis.
Hákon var beðinn um að
segja hvernig þróunin í versl-
unarmálum byggðarlagsins
hefði verið síðustu árin.
Hákon sagði, að ef litið væri
til baka hefðu orðið miklar
breytingar á verslun hér í
Keflavík. Þar kemur einkum
tvennt eða þrennt til.
í fyrsta lagi hefði verið mjög
lífleg verzlun hér um vetrar-
vertíðirnar. Þá var þar einnig
mikið af aðkomufólki og allir
hefðu haft næga peninga. En á
sumrin fóru svo allir norður og
austur í síldina og dofnaði þá
yfir öllu, svo hér var mjög ó-
hagstætt að reka traust verzl-
unarfyrirtæki. Nú hefur orðið
sú heillavænlega breyting á, að
frystihúsin hér hafa jafnari at-
vinnu, sem unnin er af okkar
fólki og skapar það stöðugri
verzlun.
í öðru lagi hefur sú mikla
vinna á Vellinum einnig haft
áhrif á þessa þróun.
— Ég vil þó taka fram, að við
erum ekki sáttir við þá þróun
sem er í viðskiptum við varnar-
liðið og starfslið flugvallarins.
Kemur þar tvennt til. Varnar-
liðið hefur leyfi til að röka
verzlun við herinn og útlend-
ingana á Vellinum. Innlend
verktakafélög hafa aðstöðu til
að sniðganga okkur, því þeir
hafa heimild til að flytja inn
Hákon í verzlun sinni Stapa-
felli.
tollfrjálst til sinna fram-
kvæmda þar.
— Við viljum líka átelja það,
að báðir þessir aðilar skuli ekki
beina sínum viðskiptum til
okkar kaupmannanna á Suður-
nesjum, heldur skuli fyrirtæki
í Reykjavík sitja að þeim.
— Þá þykir okkur á skorta í
sambandi við uppbyggingu og
viðgang mála hér á Suðurnesj-
um hvað atvinnulífið er fábrot-
ið. Að vísu erum við ánægðir
með mikla atvinnu og þrótt í
útgerðinni, þó hún eigi við
tímabundna erfiðleika að etja.
Einnig er allt gott um þessa
miklu atvinnu á flugvellinum
að segja.
Ég vil alveg sérstaklega vara
við því að þegar þessu tvennu
sleppir, sagði Hákon — þá vant-
ar hér fleiri og fjölbreyttari
iðn- og handverksfyrirtæki.
Suðurnesin eru vanþróað svæði
atvinnulega séð, að þessu leyti.
Ef varnarliðið hverfur héðan
einn góðan veðurdag er sú
grein atvinnulífsins í rúst og
menn munu standa uppi at-
vinnulausir í umvörpum. For-
ráðamenn atvinnulífsins og
sveitarfélaganna hafa ekki ver-
ið á verði við uppbygginguna
vegna atvinnunnar á flugvell-
inum, en við hana hlýtur að
vera stórt spurningamerki.
— Þegar ég kom hingað til
Keflavíkur, sagði Hákon voru
hér þrjár ketilsmiðjur, sem nú
eru horfnar, og tvær skipa-
smíðastöðvar, sem standa í stað,
FV 4 1976
71