Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1976, Qupperneq 85

Frjáls verslun - 01.04.1976, Qupperneq 85
Grindavík Með beztu fiskimið í heimi fyrir utan Okkar bátafloti fullfær um að ná í fisk inn á Selvogsbanka í Grindavík er eitt af stærri fiskvinnsluhúsunum, Fiskanes hf. Það er í eigu fjögurra manna, Dagbjarts Einarssonar, Björgvins Gunnarssonar, Kristjáns Finnbogasonar og Williards Ólasonar. Hjó þeim leggja upp tveir bátar af minni gerðinni og þrír stórir. Sjálfir gera þeir út Geirf'uglinn og Grindvíking, en fiskinn verka þeir í salt og skreið. — Þetta er sjötta árið, sem við verkum fisk sagði Dagbjartur Einarsson framkvæmdastjóri Fiskaness hf. í spjalli við blaðamann FV, þegar hann var á ferðinni í Grindavík fyrir stuttu. Dagbjartur sagði, að afla- brögðin væru búin að vera með eindæmum léleg í vetur og gætu ekki verri verið. Inn í húsið væru komin 1000 tonn, en um 1500 tonn á sama tíma í fyrra. — Þetta er svona yfir alla línuna hér í Grindavík. Segja má að hjá okkur sé um 30% minni afli en var í fyrra. — Ég held að það verði ekki langt í hrun hér í Grindavík bæði í útgerð og fiskvinnslu, þar sem þetta er þriðja vertíðin í röð sem kemur svona léleg og ef þessi vertíð er spegilmynd af framtíðinni er Ijóst að ein- hvers staðar fer að kreppa að og menn heltast úr lestinni fyrr en seinna. Hér er alveg það sama á ferð- inni og síldarævintýrið forðum. Fiskurinn er búinn. Menn trúa því ekki. Vona alltaf að ein- hvers staðar leynist eitthvað, en það er bara óskhyggja. Ég álít, að fi’amundan sé mesta fátækt sem við höfum komist í kynni við á þessari öld. Við lifðum af, að síldin kláraðist, því þá var farið í Norðursjóinn. Nú er það þorsk- urinn sem einnig er búinn og þá höfum við ekki í önnur hús að venda. „Svarta skýrslan“ er örugglega eins svört og sagt er. — Hefur verið reynt að fá einhverja fyrirgreiðslu hjá hinu opinbera til að forða hruni? — Já, það hefur verið reynt, en ég held að það gangi seint og að ráðamenn hafi ekki gert sér grein fyrir hvernig ástandið er. Við erum álitnir 2. flokiks menn, þegar á að fá einhverja Dagbjartur Einarsson. fyrirgreiðslu. Við höfum ekki fallið inn í þessa byggðajafn- vægisstefnu ennþá, alla vegana er farið fínt í það. — Hvað um annan iðnað hér í Grindavík? — Það hefur lítið verið hugs- að um annan iðnað hér. Ég álit að þungamiðjan í þessu öllu saman sé, að við sem búum í Grindavík með bestu fiskimið í heimi hér fyrir utan, eigum að vera í fiskvinnslu og engu öðru. — Enn það er verið að drepa okkur með þessu skuttogaraæði út um allt land, það hefði verið nær að beina þessum plássum úti á landi, sem eru fjærst fiskimiðunum, inn á aðrar brautir. —- Hingað hefur fiskurinn komið á Selvogsbankann í gegnum aldirnar til að sinna lögmálum náttúrunnar og hefur okkar bátafloti verið fullfær að ná í hann þangað. Nú hefur okkur verið ráðlagt að fá okkur skuttogara, en það er ekki vandamálið. — Vandamálið er, að þegar skuttogararnir fá ekki stóra fiskinn fara þeir í þann smáa, á þau svæði þar sem uppeldis- fiskurinn heldur sig. Þarna er verið að klippa á lögmál nátt- úrunnar og einnig lífæð þjóð- arinnar. Það var því mesta ó- happaverkið, sem hægt var að gera að kaupa alla þessa skut- togara. Allt í lagi að fá nokkur skip en þessi sefjun, sem átt hefur sér stað er algjör skrípa- leikur. — Að lokum vil ég, — sagði Dagbjartur, — taka undir með Kristjáni Friðrikssyni, að friða eigi fyrir togveiðum svæðið frá Straumnesi og að Eystra-Horni. Og þó ekki væri friðað nema að Langanesi skilar það sér mjög fljótt aftur. Það þarf enginn að halda að fiskurinn verði elli- dauður fyrir norðan, þó ekki komi þar troll í sjó í nokkur ár. FV 4 1976 81
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.