Frjáls verslun - 01.04.1976, Síða 92
AUGLÝSING
GLSTAVSBERG hreinlætistæki
Samband ísl. samvinnufélaga
hefur flutt inn Gustavsberg
hreinlætistæki frá því árið
1959. Salan hefur aukist ár frá
ári og hlutdeild Gustavberg á
íslenskum markaði nú er um
60%. Gustavsberg hreinlætis-
tækin eru framleidd í Svíþjóð
hjá Gustavsberg Fabrikker, en
auk hreinlætistækja framleiðir
fyrirtækið ýmis konar postu-
línsvörur.
Framleiddar eru allar gerðir
hreinlætistækja s.s. handlaugar
með og án fótar, handlaugar í
borð, margar gerðir klósetta
bæði á vegg og gólf, baðker i 3
stærðum, sturtubotnar og ýms-
ar aðrar gerðir hreinlætistækja.
Tækin eru framleidd í 8 lit-
um, hvítu, beige, gulu, olíu-
grænu, brúnu, dökkbrúnu,
bleiku og bláu.
Stöðugt koma nýjungar í
byggingavörum á markaðinn og
SÍS fylgist vel með þeim, en
tilgangurinn er að geta boðið
viðskiptavinum það nýjasta og
bezta, sem á markaðnum er,
hverju sinni.
© - Þak- og veggplötur $
Nýlega fékk innflutnings-
deild Sambandsins einkaumboð
fyrir sænsku stálverksmiðjurn-
ar Norrbottens Járnverk í
Luleá í Norður Svíþjóð.
Plannja þak og veggplötur
eru framleiddar úr heit-galvani-
seruðum stálplötum, sem húð-
aðar eru með níðsterkri plast-
húð á annarri hliðinni og varn-
arlakki á hinni.
Töluvert hefur verið flutt inn
af þessum plötum á sl. tveim
árum til ýmiss konar fram-
kvæmda um land allt, t.d. í
frystihús, verslunarhús, félags-
heimili, íbúðanhús o.fl. Vegna
mikilla eftirspurna ákvað Sam-
bandið að fá einkaumboð fyrir
þessa vöru.
Framleiðsluvörur sænska fyr-
irtækisins Norrbottens Járn-
verk eru stálplötur í mörgum
gerðum og eru þær sérstaklega
hentugar til klæðningar á þök
og veggi og eru fáanlegar í
þykktum frá 0.4 mm til 1.1 mm
og þeirri lengd sem óskað er
upp í 18 m.
Nýkominn á markaðinn er
vegg-profill, Plannja 21V, sem
verður fáanlegur í þykktum
0.4, 0.5, 0.6 og 0.65 mm. Þessi
nýi vegg-profill er mjög
skemmtileg nýjung í fram-
leiðslu Norrbottens Járnverk og
verður seldur af lager í öllum
stærri kaupfélögum og víðar.
Ýmsir aukahlutir eru einnig
framleiddir t. d. mænir, horn
og til að setja í kringum
glugga, hurðir o. fl. Allir þétti-
listar, sem nauðsynlegir eru,
ásamt þaksaum og skrúfum.
88
FV 4 1976