Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1976, Síða 21

Frjáls verslun - 01.06.1976, Síða 21
MarkaðsverzUin í Bandaríkjunum. Þessar verzlanir hafa haft á boðstólum mikið úrval alls kyns varnings, sem seldur hefur verið á lágu verði. Sums staðar þurfa viðskiptamenn að kaupa við- skiptakort til að njóta beztu kjara. um að sýna peningaveldi sitt. Tímabilið var kallað „Gullöld- in“ og „Óhófstíminn“. Hjá þeim auðugustu birtist þetta í skemmtisnekkjum, búgörðum, partíum og fjáraustri sem stað- festi mikil peningaráð en ekki góðan smekk. Skömmu upp úr síðustu aldamótum kallaði hag- fræðingurinn Thorstein Veblen þessa tilburði „sýndarneyzlu", sem fólst í að sýna getu til að sólunda auðæfum á svo hrika- legan hátt. § Þörf fyrir fleiri kaupendur Þegar framleiðsluvél lands- ins komst á fulla ferð jókst þörfin fyrir að ná til stórra hópa kaupenda. Auglýsinga- gerð varð sérhæfð atvinnugrein, upphaflega fyrir tilstuðlan blað- anna. Bandarískum fréttablöð- um fjölgaði úr 72 árið 1790 í rúmlega 5000 árið 1860 og vöxt- ur þeirra varð stöðugt háðari auglýsingunum. Það var árið 1869 sem N.W. Ayer, stofnandi fyrsta auglýsingafyrirtækisins í Bandaríkjunum, sérhæfði sig í að selja auglýsingapláss í dag- blöðum. Þegar þessum viðskipt- um hans óx fiskur um hrygg, fór Ayer að kaupa dálkaplássið í blöðunum sjálfur í heildsölu og seldi síðan viðskiptavinum sínum. Áður en langt um leið hóf Ayer að gera auglýs- ingaáætlanir og kaupa rými í dagblöðum til að hrinda þeim í framkvæmd. Nýjar aðferðir við smásölu kröfðust nýrrar auglýsinga- tækni. Fyrsti „verzlunarprins- inn“ í Ameríku, Alexander T. Stewart, írskur innflytjandi, breytti hefðbundrium starfsað- ferðum smásölunnar. Árið 1823 opnaði hann verzlun í New York, þar sem hann gerði til- raun með að bjóða vörur á föstu verði og kom til móts við óskir kaupenda. Síðar kom Stewart upp undir einu þaki einni verzlun, sem var samsafn sérverzlana eins og þær höfðu gerzt. Þetta var fyrsta verzl- unarmiðstöðin í nútímaskiln- ingi. Hún varð svo fræg, að eiginkona Abrahams Lincoln, forseta, keypti hjá Stewart ýmsar vörur til að flikka upp á innbúið í Hvíta húsinu. # IXIýjar verzlunar- miöstöðvar John Wanamaker í Phila- delphia sá þá miklu möguleika, sem fólust í þessum nýju verzl- unarháttum. Árið 1865 bauð hann viðskiptavinunum trygg- ingu fyrir endurgreiðslu, ef varan líkaði ekki. Árið 1878 stofnaði hann mikla verzlunar- miðstöð í byggingu, sem áður hafði verið notuð sem vöruhús í þágu Pennsylvania-járnbraut- arfélagsins. Síðar meir tók Wanamaker við rekstri Stewart- verzlunarinnar í New York og fór að heyja samkeppni við hin- ar miklu verzlunarmiðstöðvar Macys og Gimbels. Auglýsingar í blöðum og timaritum jukust í takt við þessa þróun og varð aukningin 80% á áratugnum 1880—90. Verzlanir lýstu vörum sinum, sýndu myndir af þeim og birtu verðlista í stórblöðunum svo að kaupendur gætu valið úr vör- um og borið saman verð heima hjá sér áður en farið væri á búðarráp. Jafnframt þessu átt- uðu kaupmenn sig á að búðar- ferðirnar gátu verið grundvöll- ur fyrir góða auglýsingu. F.W. Woolworth, sem setti á stofn keðju verzlana á níunda ára- tug síðustu aldar og kunnar urðu fyrir lágt vöruverð, á- minnti framkvæmdastjóra sína um að auglýsingarnar þeirra væru í búðargluggunum og á borðum verzlananna. Athafna- sömustu kaupmennirnir skreyttu verzlanir sínar til að gera verzlunarferðina skemmti- lega reynslu fyrir kaupendur og buðu upp á sérstakar skemmtidagskrár eftir árstíð- um, t.d. með kórsöng fyrir jólin. Útsölur voru hafnar til þess að losna við gamlar birgðir og laða að kaupendur, þegar sala lá annars niðri. „Gefið frúnni það sem hún vill“ voru hvatningar- orð eins smásalans og gáfu góða raun. Samtímis því að verzlunar- miðstöðvar blómguðust í stór- borgunum og eftirlíkingar þeirra í smærri bæjunum, ruddi nýtt verzlunarform sér til rúms. Þetta voru sérverzlanir sem hlutafélög áttu í allmörg- um bæjum og þorpum. Það voru svonefndar keðjuverzlanir í eigu Great Atlantic & Pacific Tea Company, sem stofnað hafði verið 1858. Upphaflega seldi það te og kaffi á lágu FV 6 1976 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.