Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1976, Qupperneq 39

Frjáls verslun - 01.06.1976, Qupperneq 39
Haukur Eggertsson ásamt samstarfsfólki. verðsprengingar, en þegar úr rættist, háði of lítið húsnæði starfsemi fyrirtækisins. S.l. ár fluttum við hingað að Höfða- bakka 9 og höfum þar yfir 2000 nr gólfflöt. Þá var farið inn á nýjar brautir í fram- leiðslunni, ýmsar nýjar vélar teknar í notkun, en sumar af þeim eldri lagðar til hliðar eða hent. Flutningar og slík endur- bygging kostar mikið fé og fyr- irhöfn, og kemur að sjálfsögðu niður á rékstrinum í bili. En nú er allt á fullri ferð að nýju, svo að hvað verkefni áhrærir, er útlit fyrir, að þau muni verða nægjanleg. F.V.: — Gætir lítilla áhrifa af erlendri samkcppni í þessari grein? Haukur: — Erlend sam- keppni gagnvart okkur er tals- vert mikil, sérstaklega þegar um stærri viðfangsefni er að ræða. Okkar megin framleiðsla er plastpokar og aðrar umbúðir úr plastfilmum. Hvað viðkem- ur almennum viðfangsefnum eru hinir erlendu keppinautar nokkuð hættir að leita á mark- aðinn, en samt er vel fylgst með verðum, og yfirleitt er það Krafa, að innlendu verðin séu lægri. En ásóknin er miklu meiri í stóru viðfangsefnin. Hinir erlendu aðilar hafa oft boðið hér á verði, sem vart mun þekkjast í þeirra heima- landi. Þar kemur einnig til greina, að flest af slíkum vör- um eru án nokkurs innflutn- ingstolls, og má þar t. d. nefna umbúðir um útflutningsvorur af hvaða tagi sem er, og áburð- arsekki. Þetta leiðir oft til þess, að íslenzk fyrirtæki, í þessari grein sem öðrum, verða af við- komandi verkefnum. Alla vega hefur það mikil áhrif á verð- myndunina, því að hin erlendu verð eru þá notuð til að þrýsta hinum niður. Mér hefur fundist skilningur sumra hinna stærri kaupenda ekki alltaf hafa verið nægur. Má vera, að þar gæti að ein- hverju vantrúar á íslenzka framleiðslu. En þetta er þó verulega að breytast, enda er t. d. tæknileg samkeppnisað- staða okkar nú allt önnur með endurnýjuðum og fullkomnari vélakosti. F.V.: — Hvernig lítur sanian- burður við svipuð fyrirtæki er- lendis út varð'andi hráefnis- kaup, orkukaup og aðra rekstr- arþætti auk opinberrar fyrir- greiðslu við ið'naðinn, sem fyr- ir hendi er t. d. á Norðurlönd- um? Haukur: — Efniskaupin eru ekki vandamál. Allir vilja selja. Hitt er annað mál, að seljendur plastefna eins og við notum, eru stórir efnaiðnaðar- hringar, sem hafa með sér sam- stöðu um verð. Hin stóru er- lendu umbúðafyrirtæki eiga miklu auðveldara með að ná hagstæðu verði, og það gerir okkar aðstöðu erfiðari. Á því byggjast einnig undirboðin gagnvart minni rekstri eins og okkar. Undirboð, „dumping“, hafa margsinnis átt sér stað hérlend- is, og þar á meðal gagnvart Plastprent. Er mér tjáð, að und- irboðsákvæðum tollalaganna hafi aðeins einu sinni verið beitt hérlendis. í öðrum iðnað- arlöndum er slíkum lögum beitt ótæpt, ef óeðlilega er sótt að einhverjum greinum þeirra iðn- aðar. Hér hefur enginn trú á þvi, að það þýði að fara af stað með slík mál. Óhrekjanlegar sann- anir geta verið torsóttar, og skaðinn þá skeður löngu áður en að þær fengjust. F.V.: — Margir standa í þeirri trú að gnægð fallvatna á Islandi geri það sjálfkrafa að verkum, að raforka sé mjög ódýr hér miða'ö við önn,ur lönd, þar sem menn verða t. d. að brenna olíu til að framleiða rafmagn. Hver er staðreyndin í þessu efni? Haukur: — Skoðanir okkar um orkumálin fara saman. ís- land er land fallvatna og ódýrr- ar orku, enda mundu erlendir orkuneytendur ekki leita héi aðstöðu, ef svo væri ekki. Hins vegar greiðir íslenzkur fram- leiðsluiðnaður hæstu gjöld fyrir raforku, sem þekkjast a. m. k. í Vestur-Evrópu. Ég hef fengið ljósrit af raf- magnsreikningi dansks fyrir- tækis, sem er í sömu grein og Plastprent. Það var fyrir olíu- hækkunina. Þá greiddi það fyr- ii-tæki nákvæmlega helmingi minna fyrir eininguna en við. Og eftir því sem ég bezt veit, greiða þeir ennþá verulega lægra verð, þrátt fyrir það, að Danir verða að framleiða sína raforku með olíu. Og ekki bætir nú úr skák hið svokallaða verðjöfnunar- gjald, og síðan söluskattur á allt saman. Mér er ljóst, að það eru fleiri en ég, sem þurfa að taka á öllu sínu umburðarlyndi til að hlusta í þögn á stjórn- FV 6 1976 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.