Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1976, Side 63

Frjáls verslun - 01.06.1976, Side 63
Nýtt hverfi í Borgamesi og nýja íþróttahúsið. nú beðið með óþreyju eftir árangri. Búið er að vinna mik- ið í sambandi við tæknilegan undirbúning hitaveitunnar og eru miklar vonir bundnar við hana af heimamönnum. Leikskóli: Fyrir skömmu hófst hér bygging leikskóla. í þeim áfanga, sem nú er í bygg- ingu, verður hægt að hafa 80 börn á dag í dvöl og er þá fullnægt í bili þörfinni fyrir slíkt húsnæði. Hægt verður síðan að byggja við húsið, eftir því sem þörf er á. Leikskóli hefur verið rekinn hér í eldra húsnæði samfellt frá árinu 1974 og hafa verið þar um 55 börn daglega. Mikið er um það að konur hér vinni utan heimilis og hefur sú vinna aukist veru- lega með tilkomu leikskólans. Ætlunin er að nýi leikskólinn verði tilbúinn á næsta ári. Heilsugæslustöð: Á s.l. ári tók hér til starfa ný heilsu- gæslustöð og sameinuðust þá Borgarnes og Kleppjárnsreykja- læknishérað um rekstur henn- ar. Við stöðina starfa þrír lækn- ar, þrjár hjúkrunarkonur, meinatæknir, ljósmóðir auk annars starfsfólks. Tannlæknir hefur þar einnig aðstöðu. Með tilkomu heilsugæslustöðvarinn- ar má segja að orðið hafi bylt- ing i heilsugæslumálum í hér- aðinu. Gatnagerð: f sumar verður talsvert unnið að varanlegri gatnagerð, en þó einkum að undirbyggingu gatna og lögn- um. Lagning slitlags er meira látin sitja á hakanum vegna áformanna um hitaveitu. Hér er búið að vinna tiltölulega mik- ið við varanlega gatnagerð og eru aðalgötur steyptar, en olíu- möl lögð á íbúðagötur. Brúin yfir Borgarfjörð: Nú er unnið af fullum krafti að smíði brúarinnar yfir Borgar- fjörð. Með tilkomu hennar styttist leiðin til Snæfellsness og til Vestfjarða um HeydaJ um ca 25 km og allar leiðir t.il Norðurlands, Austfjarða og Vestfjarða um Bröttubrekku um rúma 7 km. Stytting vega- lengda innan kjördæmisins og bættar samgöngur hljóta að hafa mikil félagsleg áhrif og stuðla að eflingu byggða í kjör- dæminu. Vegalengdin milli Akraness og Borgarness stytt- ist um nær helming, eða nær 28 km. Þetta mun hafa í för með sér stóraukið samstarf þessara byggðarlaga á sviði félagsmála, heilbrigðismála, skólamála og atvinnumála. Eng- inn vafi er á að slíkt samstarf getur orðið þessum byggðarlög- um og kjördæminu öllu til verulegra hagsbóta. Vírnet hf. BORGAIÍBRAUT, BORGARNESI. Svartur galvaniseraður saumur. — Mótavír. — Bindivír. — Girðingarlykkjur. • Staurar og galvanhúðun á aðsendum hlutum allt að tveim m á lengd. Sími 93-7296, Borgarnesi. FV 6 1976 63

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.