Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1976, Side 68

Frjáls verslun - 01.06.1976, Side 68
„Auglýsingaaðilar eru of íhaldssamir44 „Þeir halda sér of mikið í það sem skilaði árangri í gær“ segir Otto Ottesen prófessor Nýlega var staddur hér á landi í boði viðskiptadeildar Háskóla íslands, prófessor Otto Ottesen frá Noregi. Hélt hann 8 fyrirlestra um auglýsingar, gildi þeirra og endurteknar auglýsingar, cn Otto Ottesen er gagnkunn'ugur öllum auglýsingamálum og heldur þeirri kenningu á lofti, að síendur- tekin auglýsing skili ekki sama árangri og fyrsta auglýsing. Otto kemur með margar nýjar hug- myndir og skýrir ýmis atriði á sviði auglýsinga- og markaðsmála, kemur inn á svið auglýsingaskrif- stofanna og bendir á mörg athyglisverð atriði er betur mættu fara. Prófessor Otto Ottesen hefur um margra ára skeið stundað rannsóknir á markaðs- og auglýsingamálum og komið með margar nýjar kenningar. Otto Ottesen á fundi Stjómunar- félags Islands mcð áhugafólki um auglýs- ingar. Prófessor Otto Ottesen er nú starfandi sem rektor við danska verslunarháskólann í Kaup- mannahöfn, auk þess sem hann er aðili að auglýsingastofu og ráðgjafi ýmissa fyrirtækja í Danmörku. — Hluti af starfi minu eru rannsóknarstörf, en í Dan- mörku höfum við rétt til þess að stunda rannsóknarstörf í 40% af þeim tíma sem við vinnum við háskólann, sagði Otto Ottesen. — Það gefur möguleika á að stunda sjálfstæðar rannsóknir og rannsóknir í samvinnu við fyrirtæki og félagasamtök. Þessi rannsóknarstörf hafa tví- mælalaust hagnýtt gildi fyrir aðila á sviði auglýsinga- og sölu- mála. NÝ KENNING Árið 1967 kom Otto með nýja kenningu á sviði markaðsmála og árið 1973 varði hann doktorsritgerð um nýja kenn- ingu á sviði auglýsinga, þar sem hann taldi að endurtekning auglýsinga væri ekki rétt þegar ákveðnu marki væri náð í sölu. Þessari kenningu var ekki vel tekið af auglýsingastofum, sem G8 FV 6 1976

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.