Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1976, Síða 69

Frjáls verslun - 01.06.1976, Síða 69
Brynjólfur Sigurðsson, lektor, Otto Ottesen, pró- fessor, og Arni Vilhjálmsson, prófessor. Myndin var tekin þegar Otto Ottesen var staddur hér á landi í boði Við- skiptadeildar Háskóla íslands. andmæltu henni sem rangri. En prófessor Otto Ottesen sagði á- stæður þess vera einfaldar, því auglýsingastofur búa við það kerfi að fá um 20% þóknun af öllum auglýsingabirtingum, sem þýðir það, að auglýsinga- stofur hafa beinan hag af því að eyða meira heldur en þörf kref- ur. — Þess vegna geta fyrirtæki ekki treyst stofunum, heldur prófessor Otto Ottesen áfram, sérstaklega ekki meðan þetta kerfi er. Auglýsingastofurnar búa líka við þær aðstæður að vinna hugmyndir að auglýsing- um og hvernig þær eiga að vera fyrir hvern fjölmiðil, t.d. dag- blöð, útvarp, sjónvarp og tíma- rit t.d. Fyrirtækin verða því að vinna út frá því, í hvaða fjöl- miðli á að auglýsa og hvaða skilaboðum á að koma á fram- færi í hinum einstöku fjölmiðl- um. MISMUNUR MILLI FJÖL- MIÐLA — Það Verður að hafa það í huga að mismunur á milli fjöl- miðla er verulegur, segir Otto Ottesen, og auglýsingatexti, sem kemst til skila í dagblöðum er lítill, samkvæmt rannsóknum, en aftur á móti í sérritum er hægt að hafa mun meiri texta og það er einnig nauðsynlegt. — Sem dæmi má taka, að bílaauglýsing í sérriti með litl- um texta var lesin af 15% les- enda, en bílaauglýsing með miklum texta var lesin af 60% lesenda, samkvæmt könnun sem gerð var um þetta efni. Viðvíkjandi þeim rannsókn- um, sem Otto Ottesen hefur stjórnað má nefna að nú fyrir skömmu gerði hann úttekt á því, hvaða áhrif auglýsingar hafa í norskum fjölmiðlum. Kannað var, hvort lesendur blaða hefðu lesið viðkomandi auglýsingu, hvort þeim þætti hún trúverðug, hvort hún gæfi nægilegar upplýsingar til þess að viðkomandi hefði áhuga fyr- ir vörunni og hvort þeim líkaði auglýsingin eða ekki. Niður- stöður af rannsóknum verða kynntar og áformað er að halda rannsóknum af þessu tagi á- fram. BREYTING Á GREIÐSLU- FYRIRKOMULAGI Prófessor Otto Ottesen álítur, að breyta þurfi samningum á milli auglýsenda og auglýsinga- skrifstofa, þaranig að í stað þess að auglýsingastofurnar fái 20% af dreifingarkostnaði auglýsing- anna fái þær greiddar ákveðna þóknun fyrir starf sitt og að allur afsláttur renni beint til fyrirtækjanna. Þannig verði það að vera, ef skapast eigi traust milli þessara aðila. — Fyrirtækin verða þá einn- ig að gera sér betri grein fyrir þeim útgjaldalið, sem fólginn er í því að vinna að gerð hug- mynda og útfærslu þeirra fyrir hvern einstakan fjölmiðil. — Auglýsingastofur og aug- lýsendur eru ekki enn komnir á það stig að meta efni þeirra fjölmiðla sem þeir nota, þann- ig að efnið sé lesið af viðkom- andi hóp og gæði þess séu þann- ig, að viðkomandi hafi veruleg- an áhuga á ákveðnum f jölmiðli. Og Otto Ottesen heldur á- fram: — Þetta hefur bein áhrif á það hversu auglýsingin skilar sér. í góðu blaði skilar hún góð- um árangri, en í blaði sem ekki hefur efnisgæði skilar hún mun minni árangri. Á þetta stig eru auglýsingaaðilar ekki komnir enn, en þeir munu taka þetta í framtíðiranl verulega inn í sitt dæmi. OF MIKIL ÍHALDSSEMI — Auglýsingaaðilar eru of íhaldssamir. Þeir halda sér of mikið í það sem skilaði árangri í gær, á síðasta ári eða einhvern tíma áður, þrátt fyrir að betri leiðir séu til í dag. Þeir yngri eru þó frábrugðn- ir. Þeir hafa aðrar hugmyndir, en þeir sem eru eldri í hettunni. Ef til vill er það því að kenna, að starfsfólk á auglýsingastof- um fylgist ekki nægilega vel með, heldur ekki áfram að fræðast. Það sem skiptir máli er það, að auglýsingaupphæð þarf ekki að vera há vegna þess að síend- urtekin auglýsing skilar ekki sama árangri og fyrstu auglýs- iragarnar. Þær eru dýrmætastar og skila langmestum árangri, sagði prófessor Otto Ottesen að lokum. FV 6 1976 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.