Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1976, Page 47

Frjáls verslun - 01.11.1976, Page 47
ar: Á leið vörunnar frá framleiðanda og þangað til h'ún kemur í hendur neyt- andans eru vissulega mikl- ir möguleikar á að hún geti mengast. Telja verður þennan þátt þýðingarmest- an og flóknastan frá eftir- litslegu sjónarmiði. Eitt af hjálpartækjunum, sem not- að er til að fylgjast með þessum þætti, er sýnitaka, en ýmis önnur athugun er nauðsynleg, s.s. allt hrein- læti við meðferð vörunnar, hitastig 'hennar, hreinsun og sótthreinsun á tækjum og áhöldum o.s.frv. Ef all- ir gættu fyllsta þrifnaðar við tilbúning neyzluvara, þær geymdar við rétt hita- stig, tæki, ílát og áhöld, sem notuð eru, væru laus við óæskilegan gerlagróð- ur, þá gæti heilbrigðiseftir- litið verið í orlofi mest allt árið. III. Húsnæði, tæki og búnaður: Húsakynni þarf að athuga með tilliti til almenns við- halds, loftræstingar, dag- legrar ræstingar, umgengni o.s.frv. Hér undir heyrir einnig athugun á kæli- og frystigeymslum, ennfrem- ur matstofu, búningsher- bergjum og snyrtiherbergj- um starfsfólks. Búnaður, tæki og áhöld, þurfa að vera heil og óskemmd, úr réttum efnum, og síðast en ekki síst hrein og sótt- hreinsuð nægilega oft, þannig að sýklar eða bakt- eríur berist ekki í matvæl- in. IV. Starfsfólk: Svíar hafa mál- tæki, sem segir: „Detihánd- er med hánder“, eða „hætta á höndum“. Ef starfsfólk gerði sér al- mennt grein fyrir því að aðalsmitleið sýkla í mat- inn er frá höndum þess, þá gætti án/ efa meiri þ.rifnað- ar í meðferð neysluvöru. Talið er að um 5. hver maður gangi með staphilo- cocca aurius sýkilinn, sem er algengasti matareitrun- arsýkillinn, í koki, munni eða nefi, án þess að vita af því eða kenna sér nokíkurs meins. Salmonellusýkillinn skiptist í yfir 100 stofna, þ.á.m. taugaveiki- og tauga- veikibróðursýklainia. Teg- und þessi er talin vera hættulegasti matareitrun- arvaldurinn og getum við hýst ’hann og borið niður af okkur án þess að vera veik. Það verður því aldrei nógsamlega brýnt fyrir starfsfólki að gæta fyllsta þrifnaðar í starfi sínu, þvo sér rækilega um hendurn- ar eftir notkun salernis og eftir þörfum, og vera að öðru leyti hreint og snyrti- legt til fara. Þórhallur Halldórsson. — Berast margar kvartanir uim skemmdar vörur og hve al- gengt er að hér komi upp mat- areitranir? — Alltaf er nokkuð um að kvartanir berist yfir lélegri vöru eða skemmdri, en miðað við reynslu undanfarinna ára, þá er sá fjöldi ekki mikill. Varðandi matareitranir þá komu upp tvær matareitranir á s.l. ári og urðu hátt í 1000 manns veikir í öðru tilvikinu. Fyrir utan þessi tvö tilfelli, þá er langt síðan matareitrunar ihefur orðið vart hér í borg af seldum mat, svo heilbrigðiseft- irlitinu sé kunnugt. — Hefði verið hægt að koma í veg fyrir matareitranir þess- ar að þínu áliti? — Ef matareitrun kemur upp í fyrirtæki, þá er það yfirleitt fleira en eitt atriði eða tilvik, sem veldur, og svo var einnig i þessi skipti. Það er mitt álit, að í báðum tilvikunum hafi sjálf- sagðar reglur um hreinlæti og rétta meðferð vörunnar verið þverbrotnar. — Viltu nefna einhverjar leiðir til úrbóta í sambandi við þessar hugleiðingar þínar? — Lang árangursríkast til að fá fram úrbætur á þessu sviði, væri stóraukin fræðsla og upp- lýsingastarfsemi. Á ég þar við fræðslu til þeirra, sem við mat- væli vinna, en einnig tel ég rétt, að almenningi verði veitt viss fræðsla og upplýsingar um þessi mál, þannig að nieytand- inn verði betur hæfur til að gegna sínu þýðingarmikla hlut- verki sem eftirlits- og aðhalds- aðili. f þessu sambaindi e.r rétt að vekja athygli á því, að nokkrir aðilar, þ.á.m. Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur- borgar, hafa látið búa til nokkr- ar stuttar fræðslu- og áróðurs- myndir, er varða heilbrigðis- og hollustuatriði, til birtingar í sjónvarpi. Myndir þessar sjást nú ekki lengur og er á- stæðan sú, að sjónvarpið tekur jafmmikið gjald fyrir að sýna þær eins og auglýsingamyndir. Auk átaks í fræðslu- og upp- lýsingamiðlun til starfsmanna í matvælaiðnaði og almennings er orðið mjög aðkallandi að endurskoða laga- og reglugerða- ákvæði, er lúta að eftirliti með framleiðslu og sölu neyzluvara í landinu. Allt að sex ráðuneyti gefa út reglur, er varða þetta svið og dæmi má finna um, að ákvæði þessara tilskipama stangist á. í tveimur aðalgreinum matvæla- iðnaðarins, þ.e. fiskverkunar- húsum og kjötverkunarstöðv- um, geta eigendur átt von á allt að fjórum opinberum eftir- litsaðilum til að fylgjast með og gefa fyrirmæli til úrbóta um meira og minna sömu hlutina. 45 FV 11 1976
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.