Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1977, Page 83

Frjáls verslun - 01.02.1977, Page 83
AUGLYSING BÍLAR SKRIFSTOFIJVÖRLR OG BIJIXIAÐLR JOFLR HF.: - SKODA AMIGO - Betri gerast bílar ekki Jöfur hf., (Tékkmeska bif- reiðaumboðið) er nú að hefja innflutning á nýrri gerð Skoda bifreiða, Skoda 105/120 „Amigo“. Skoda „Amigo“ er arftaki hinna vinsælu Skoda 100/110, en af þeirri gerð hafa 1.800 bifreiðir verið fluttar til landsins á undanförnum árum, en einmitt þessi gerð var mest sclda bifreiðin hér á landi s.l. ár. Nú keraur Skoda með nýja bifreið sem ekki er aðeins gjör- breytt í útliti, heldur uppfyllir allar nútíma kröfur um öryggi og þægindi í akstri, án þess þó að breyta frá þeirri megin- stefnu að bjóða fram bifreið sem fy.rst og fremst er hag- kvæm í rekstri. Slíkt er ekki lítilsvert á tímum stöðugt bækkandi verðlags. Farþega- og farangursrými hefur aukist til muna, og inn- réttingar allar eru hannaðar með tilliti til fyllsta öryggis og þæginda farþeganna. Farþega- rýmið er sérstablega styrkt en samstæðurnar bæði aftan og framan eru hannaðar þannig að þær draga verulega úr höggi við árekstur. Vélarstærð hefur verið auk- in nokkuð en um tvær mis- munandi vélarstærðir er að velja, 1.046 c.c. (rúmsm.) og 1.174 c.c., en þrátt fyrir þessa stækkun er meðalbenzíneyðsl- an hin sama og áður, eða að- eins frá 7 lítrum á 100 km. til 8,6 lítra á 100 km., eftir vélar- stærð. Skoda „Amigo“ býður upp á fjölmargar tækninýjungar, sem of langt mál væri að rekja hér. Flestar tilheyra þær auknum öryggisráðstöfunum og má t.d. nefna aflhemla, en hemlakerf- ið er tvöfalt með diskahemlum á framhjólum, og þannig mætti lengi telja. Hingað til lands verða flutt' ar þrjár gerðir af Skoda Amigo, Amigo 105, Amigo 120 L og Amigo 120 LS en munurinn milli þessara gerða felst í mis- munandi vélarstærðum, inn- réttingum og ýmsum öðrum búnaði. Aætlað verð er kr. 880.000 fyrir AMIGO 105, kr. 950.000 fyrir AMIGO 120 L og kr. 1.000.000 fyrir AMIGO 120 LS. Skoda Amigo er bifreið sem hentar öllum þörfum fjölskyld- unna.r, 5-manna, 4-dyra, rúm- góður, sparneytinn. Sannkall- aður fjölskylduvinur og ein- mitt þess vegna er hann kall- aður „AMIGO“. FV 2 1977 85

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.