Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Síða 28

Frjáls verslun - 01.08.1977, Síða 28
innan fyrirtækisins? Ef dæma á af svörum við sjöundu spurn- ingu, virðist sá tími ekki ýkja mikill. Aðeins tveir fengu að vera ótruflaðir lengur en þrjá- tíu mínútiu: í einu, væru þeir einir. Tíminn, sem leið á milli truflana, hjá hinum stjórnend- unum var frá þrjátíu mínútum og allt niður í fimm mínútur. Af þessu má sjá, að viss verk, sem stjórnendur þurfa að vinna, yrðu aldrei framkvæmd, ef þeir gerðu ekki einhverjar ráðstaf- anir til að verða ekki truflaðir. Verk, sem tekur e.t.v. fjóra til fimm tíma, er ekki ætið hægt að framkvæma með því að vinna við það fimmtán mínút- ur á dag í þrjár til fjórar vik- ur. Það getur verið nauðsynlegt að fá tveggja til þriggja klukku- stunda vinnufrið í einni ,lotu. Sumir stjórnendur nota það úr- ræði að taka vinnu með sér heim á kvöldin. Það er slæm lausn. Eftir fullan vinnudag eru afköstin orðin léleg vegna þreytu. Kvöldtíminn nýtist því mjög illa. Hins vegar getur það verið góð lausn að mæta einum til tveim tímum fyrr til vinnu á morgnana, en annað starfs- fólk. Tveir tímar fyrst á morgn- ana geta reynst drjúgari en fjórir til fimm tímar á kvöld- in. Allir. sem svöruðu áttundu spurningu voru sammála um að síminn væri það, sem truflaði þá oftast. En eins og einn bætti við: Hann er jú nauðsyn. Bankastjóri einn í Bandaríkj- unum sá þó ráð við símanum, sem honum reyndist vel. Ef hann var að vinna mikilvægt verk, eða fékk mikilvægar heimsóknir, fyrirskipaði hann einkaritara sínum að láta hann ótruflaðan í einn og hálfan tíma, nema konan hans éða for- setinn hringdi, en skrifá hjá sér allar hringingar. Að þeim tíma liðnum eyddi hann síðan hálftíma í að hringja í alla þá, sem hringt höfðu á meðan hann lokaði sig af. Hann sagðist ekki enn hafa fengið svo mikilvæga símhringingu, að hún gæti ekki beðið i niutíu mínútur. Þessar niðurstöður eru ekki ósvipaðar þeim, sem Carlson fékk í Svíþjóð og H. Luijk fékk í Hollandi. Stjórnendur þeir, sem H. Luijk athugaði voru t.d. truflaðir af símhringingum fjórum sinnum á klukkustund og þrisvar af utanaðkomandi heimsóknum. HVE MIKLUM TÍMA EYÐIR STJORNANDINN EINN? Athugað var hve miklu af vinnutímanum stjórnendur eyddu einir. Hjá einstökum stjórnendum fór sá hluti niður i 5% af vinnutimanum, en allt að 60% hjá öðrum. Meðaltalið var 27,5%. Sú niðurstaða er heldur lægri en í athugun Rose- mary Stewart, þar sem meðai- talið var 34%. Margar ástæður geta legið að baki þessa mikla mismunar milli stjórnenda. Líklega verður þar þyngst stærð fyrirtækisins og er það fyllilega í samræmi við niðurstöðurnar. Stjórnandi stærsta fyrirtækisins í athugun- inni eyddi minnstum tíma einn (5%). Stjórnandi minnsta fyr- irtækisins eyddi hins vegar mestum tíma einn, eða um 60%. Eftir því sem fyrirtækið er stærra eru fleiri, sem þurfa að ráðfæra sig við stjórnandann. Einnig stækkar oft stjórnunar- spönnin um leið og starfsmönn- um fjölgar. Annað atriði, sem getur ráð- ið því, hve miklum tíma stjórn- andinn þarf að eyða með undir- mönnum sínum er. hvort fyrir- tækið sé miðstýrt eða ekki. Sé fyrirtækið mjög miðstýrt, eyðir stjórnandinn mun meiri tíma með undirmönnum sínum, held- ur en hann myndi gera væri það dreifstýrt. Miðstýring var án undantekningar mjög lítii í öllum þeim fyrirtækjum, sem athuguð voru og fengu undir- menn yfirleitt mjög frjálsar hendur um ákvarðanatöku. SKIPTING VINNUTÍMANS Því miður treystu aðeins fjór- ir stjórnendur sér til að svara elleftu og tólftu spurningu. Einn þeirra hafði áður gert yf- irlit um tímaráðstöfun sína, en hinir þrír notuðu ágizkanir. Svörin fjögur eru því ekki næg- ur grundvöllur frekari úr- vinnslu og verður ekki gerð nánari grein fyrir þessari skipt- ingu hér. Til að geta svarað slíkum spurningum nákvæmlega, er að sjálfsögðu nauðsynlegt að halda dagbók yfir tímaeyðslu sína. íslenzkir stjórnendur virðast því margir vera „perfeotionist- ar“, þar sem þeir slepptu að svara spurningunum, fyrst þeir gátu ekki svarað með ná- kvæmni. „DELEGERING“ og SKIPULAGNING Nú eru margir eflaust orðnir óþreyjufullir eftir að fá svar við spurningunni: Höfðu allir nægan tíma? Með svari við þeirri spurningu er tvímæla- laust komið inn á merkustu niðurstöður athugunarinnar. Sex af fjórtán svöruðu því til að þeir hefðu yfirleitt tíma til að framkvæma öll knýjandi verkefni á réttum tíma. Hinir átta höfðu ekki nægan tíma til að komast yfir verkefni sín. En nú væri fróðlegt að vita, hvort þessir 6 fyrrnefndu hefðu ekki fleira sameiginlegt en það eitt að hafa nægan tíma. Ef litið er á svörin við þriðju og níundu spurningu kemur í ljós, að sjö af fjórtán skipu- leggja tíma sinn og jafn margir nota deiegeringu í miklum mæli, þ.e. gera mjög lítið af því sem er í verkahring undir- manna þeirra. Allir þeir, sem hafa nægan tíma skipuleggja tíma sinn fyrirfram. Fimm þeirra nota einnig delegeringu eins og mögulegt er. Að auki vinna tveir þeirra stystan vinnutíma af þeim, sem spurð- ir voru, þ.e. fjörutíu tíma. Það er því augljóst, að skipu- lagning vinnutímans og deleger- ing eru mikilvæg tæki, sem stjórnandinn verður að notfæra sér, ef hann ætlar að nota tíma sinn vel. Hverja ákvörðun skal taka á sem lægstu stjórnunarstigi. Vegna aukins iaunakostnaðar eftir því sem ofar dregur í stjórnunarstiganum ætti enginn að vinna störf. sem næsti und- irmaður gæti leyst af hendi með jafn góðum árangri. Til að undirmenn eyði ekki of miklu af tíma yfirmanna sinna 28 FV 8 1977
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.