Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Side 29

Frjáls verslun - 01.08.1977, Side 29
Mynd 3: Meðalvinnuvikulengd stjórnenda. 5 Tímafjöldi. eiga þeir að vita fullkomlega, hvaða ákvarðanir þeir mega taka án samráðs við þá. Þeir eiga að vita, hvaða upplýsingar yfirmenn þeirra vanhagar um. Þeim ætti einnig að vera kunn- ugt á hvaða tíma yfirmenn þeirra geta helzt gefið sér tíma til viðræðna og í hvaða málum þeir eiga að ráðfæra sig við þá. Sé þessum skilyrðum fullnægt, ættu undirmenn ekki að taka meiri tíma frá stjórnendum sín- um, en nauðsyn krefur. LOKAORÐ Ef marka má af niðurstöðum athugunarinnar hafa íslenzkir stjórnendur náð mjög mislangt við að bæta starfshætti sína. Helzt virðast stjórnendur þurfa að bæta skipulagningu vinnu- tímans og um leið halda dagbók um athafnir sínar í nokkurn tíma, sem þá yrði grundvöllur að skipulagningunni. Einnig mættu þeir taka upp deleger- ingu, eins og við verður komið. Ýmislegt virðist vera sameigin- legt með íslenzkum og erlend- um stjórnendum, eins og við mátti búast, þar sem eingöngu voru valin stór fyrirtæki. Þó athugunin geri ekki ann- að en snerta yfirborð þess efn- is, er fjallað var um, er það von mín að niðurstöður hennar hvetji til fleiri og ýtarlegri rannsókna á þessu sviði. þar sem um óplægðan akur er að ræða. Mynd 4: Tími, sem stjórnendur eyða innan eigin fyrirtfeekis. 3 3 3 Prósentuhlutfall af heildarvinnutíma. AthiUgun á starfsháttum stjórnenda. Spumingar. 1. Hve marga tíma vinn- ið þér að meðaltali á viku? 2. Hafið bér tíma til að framkvæma allt, sem yður finnst nauðsyn- legt? 3. Skipuleggið þér tíma yðar fyrirfram? 4. Hve miklum tíma eyð- ið þér innan fyrirtæk- isins? 5. Hve miklum tíma eyðið þér utan fyrirtækisins? 6. Hvað eyðið þér mikl- um tíma einn (%)? 7. Hvað fáið bér lengi að vera ótruflaður í einu, í lengsta Iagi, ef þér eruð einn? 8. Hverjar eru verstu truflanirnar? 9. Gerið þér eitthvað, sem einhverjir af ,undir- mönnum yðar gæti gert? 10. Gefið þér undirmönn- um yðar tiltölulega frjálsar hendur, eða þurfa þeir að ráðfæra sig mikið við yður? 11. Skiptið tíma yðar hlut- fallslega á eftírtaldar athafnir: langtímaáætl- anir, skammtímaáætl- anir, ákvarðanatökur, eftirlit, starfsmanna- mál, ráðleggingar og leiðbeiningar, upplýs- ingaskipti (munnleg). 12. Skiptið athöfnum yðar hlutfallslega milli eft- irfarandi tveggja at- riða: a) Athafnir sem varða daglegan rekstur. b) Aiíhafnir sem varða framtíðina. FV 8 1977 29

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.