Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Side 39

Frjáls verslun - 01.08.1977, Side 39
Atvinnuvegirnir Þróun og horfur í ullar- og skinnaiðnaði Grein eftir Bergþór Konráðsson aðstoðarframkvæmdastjóra iðnaðardeildar Sambandsins Þróun íslensks iðnaðar var lengi framan af mjög hæg og byggðist að mes'tu á úrvinnslu land- búnaðar- og sjávarafurða. Handiðnaður var 'þó stundaður í talsverðum mæli í ígripum þegar vinna féll niður við annan starfa og ullar- og skinnavörur voru oft fluttar út í talsverðu magni. Nokkrar tilraunir voru gerðar fyrr á tímum til að koma verksmiðjuiðnaði á fót á íslandi og var ein merkasta tilraunin í þá átt „innréttingar" Skúla Magnússonar fógeta. í innréttingum var of- inn dúkur, unnin klæði, ýrnis konar, og sútuð skinn. Verksmiðjurekstur þessi lenti undir stjórn danskra einokunarkaupmanna skömmu eftir stofnsetningu þeirra árið 1750 og iðnaðarframleiðsla í innréttingum/ lagðist með öllu af undir aldamótin 1800. Verksmiðjuiðnaður fór seint af stað á íslandi en um alda- mótin var kominn upp vísir að verksmiðjurekstri t.d. tóvinnan á Akureyri. Eftirfarandi yfirlit um tölu framfærenda í nokkr- um iðngreinum árið 1920 gef- ur nokkuð glögga mynd af hvar þá var komið. TALA FRAMFÆRENDA í NOKKRUM GREINUM VERK- SMIÐJUIÐNAÐAR SAM- KVÆMT MANNTALI 1920: Tala fram- Iðngrein færenda Klæðaverksmiðjur 72 Lýsisbræðslur 56 Steinsteypu- og pipugerð 14 Gosdrykkja- og ölgerð 20 Sælgætisgerð 16 Smjörlíkisgerð 8 Til samanburðar má geta þess að árið 1974 voru 2.345 mannár unnin í vefjar-, fata- og skinnaiðnaði. Upp frá 1920 varð þróunin hraðari og á stríðsárunum seinni sköpuðust aðstæður er lögðu grundvöll að mesta vaxt- arskeiði í sögu íslensks iðnaðar. Framleiðsla iðnvara til út- flutnings var hins vegar lengst af lítil sem engin. Hlutur iðn- aðarframleiðslu í útflutningi hefur aukist jafnt og þétt á síð- ustu árum frá því að vera 3,4% árið 1968 uppí allt að 23,9% árið 1976. Heildarútflutningur nam 17.583 millj. kr. en þar af var ál og álmelmi um 70% eða 12.364 millj. kr. Ef ál og álmelmi er undan- skilið voru ullar- og skinnavör- ur 60,9% annars iðnaðarvöru útflutnings árið 1976 en útflutn- ingsverðmæti þeirra það ár var alls 3.117 milljónir króna. Af þessu má sjá að þótt hlutfall ullar- og skinnaiðnaðar í heild- arframleiðsluverðmæti iðnaðar hafi minnkað undanfarin ár. er hér um að ræða einn mesta vaxtarbrodd almenns útflutn- ingsiðnaðar og jafnframt iðn- grein sem á allt sitt undir að geta staðist hina hörðu sam- keppni á alþjóðlegum mörkuð- um. Enn er svigrúm til að auka mikið framleiðsluverðmæti í ullar og skinnaiðnaði miðað við að fullvinna þau hráefni, er nú eru flutt út óunnin eða hálf- unnin, auk þess sem möguleiki er enn á að auka magn og gæði hráefnisins. Það sem kemur til með að hafa úrslitaáhrif á þessa þróun verður hin marg- umrædda samkeppnisaðstaða ís- lenska ullar- og skinnaiðnað- arins. Vefja- og fataiðnaðurinn í nágrannalöndunum Samkeppnin erlendis í vef ja- og fataiðnaðinum hefur verið sérstaklega hatröm og hafa ,,há- launalöndin“ þar átt í vök að verjast. Þannig fækkaði störfum í vefja- og fataiðnaði um 400.000 í löndum Efnahags- bandalags Evrópu á árunum 1971 — 1975 en aukinn útflutn- ingur til þessara landa hefur valdið samdrætti og fjárhags- örðugleikum þrátt fyrir mikla opinbera styrki til þessa iðnað- ar í nær öllum löndum V-Evr- ópu. FV 8 1977 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.