Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Qupperneq 39

Frjáls verslun - 01.08.1977, Qupperneq 39
Atvinnuvegirnir Þróun og horfur í ullar- og skinnaiðnaði Grein eftir Bergþór Konráðsson aðstoðarframkvæmdastjóra iðnaðardeildar Sambandsins Þróun íslensks iðnaðar var lengi framan af mjög hæg og byggðist að mes'tu á úrvinnslu land- búnaðar- og sjávarafurða. Handiðnaður var 'þó stundaður í talsverðum mæli í ígripum þegar vinna féll niður við annan starfa og ullar- og skinnavörur voru oft fluttar út í talsverðu magni. Nokkrar tilraunir voru gerðar fyrr á tímum til að koma verksmiðjuiðnaði á fót á íslandi og var ein merkasta tilraunin í þá átt „innréttingar" Skúla Magnússonar fógeta. í innréttingum var of- inn dúkur, unnin klæði, ýrnis konar, og sútuð skinn. Verksmiðjurekstur þessi lenti undir stjórn danskra einokunarkaupmanna skömmu eftir stofnsetningu þeirra árið 1750 og iðnaðarframleiðsla í innréttingum/ lagðist með öllu af undir aldamótin 1800. Verksmiðjuiðnaður fór seint af stað á íslandi en um alda- mótin var kominn upp vísir að verksmiðjurekstri t.d. tóvinnan á Akureyri. Eftirfarandi yfirlit um tölu framfærenda í nokkr- um iðngreinum árið 1920 gef- ur nokkuð glögga mynd af hvar þá var komið. TALA FRAMFÆRENDA í NOKKRUM GREINUM VERK- SMIÐJUIÐNAÐAR SAM- KVÆMT MANNTALI 1920: Tala fram- Iðngrein færenda Klæðaverksmiðjur 72 Lýsisbræðslur 56 Steinsteypu- og pipugerð 14 Gosdrykkja- og ölgerð 20 Sælgætisgerð 16 Smjörlíkisgerð 8 Til samanburðar má geta þess að árið 1974 voru 2.345 mannár unnin í vefjar-, fata- og skinnaiðnaði. Upp frá 1920 varð þróunin hraðari og á stríðsárunum seinni sköpuðust aðstæður er lögðu grundvöll að mesta vaxt- arskeiði í sögu íslensks iðnaðar. Framleiðsla iðnvara til út- flutnings var hins vegar lengst af lítil sem engin. Hlutur iðn- aðarframleiðslu í útflutningi hefur aukist jafnt og þétt á síð- ustu árum frá því að vera 3,4% árið 1968 uppí allt að 23,9% árið 1976. Heildarútflutningur nam 17.583 millj. kr. en þar af var ál og álmelmi um 70% eða 12.364 millj. kr. Ef ál og álmelmi er undan- skilið voru ullar- og skinnavör- ur 60,9% annars iðnaðarvöru útflutnings árið 1976 en útflutn- ingsverðmæti þeirra það ár var alls 3.117 milljónir króna. Af þessu má sjá að þótt hlutfall ullar- og skinnaiðnaðar í heild- arframleiðsluverðmæti iðnaðar hafi minnkað undanfarin ár. er hér um að ræða einn mesta vaxtarbrodd almenns útflutn- ingsiðnaðar og jafnframt iðn- grein sem á allt sitt undir að geta staðist hina hörðu sam- keppni á alþjóðlegum mörkuð- um. Enn er svigrúm til að auka mikið framleiðsluverðmæti í ullar og skinnaiðnaði miðað við að fullvinna þau hráefni, er nú eru flutt út óunnin eða hálf- unnin, auk þess sem möguleiki er enn á að auka magn og gæði hráefnisins. Það sem kemur til með að hafa úrslitaáhrif á þessa þróun verður hin marg- umrædda samkeppnisaðstaða ís- lenska ullar- og skinnaiðnað- arins. Vefja- og fataiðnaðurinn í nágrannalöndunum Samkeppnin erlendis í vef ja- og fataiðnaðinum hefur verið sérstaklega hatröm og hafa ,,há- launalöndin“ þar átt í vök að verjast. Þannig fækkaði störfum í vefja- og fataiðnaði um 400.000 í löndum Efnahags- bandalags Evrópu á árunum 1971 — 1975 en aukinn útflutn- ingur til þessara landa hefur valdið samdrætti og fjárhags- örðugleikum þrátt fyrir mikla opinbera styrki til þessa iðnað- ar í nær öllum löndum V-Evr- ópu. FV 8 1977 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.