Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Síða 53

Frjáls verslun - 01.08.1977, Síða 53
eins og verðlagsgrundvöllur á hráefnum o.fl., að ég reikna því með að við þurfum að fresta viðræðum fram í nóvember desember. F.V.: Ef við víkjum svo að markaði fyrir dýrari ullarvörur. Hvað heldur þú að hann sé háð- ur tízk.unni? Hvað er hægt að treysta á liann? Er hætt við að dýru prjónavörurnar verði úr tízku einn góðan veðurdag? Hjörtur: — Þetta er atriði, sem við verðum að gæta okkar mjög vel á. Við getum lært mik- ið af reynslu Mexíkana og Perú- búa, sem á sínum tíma komu fram með ,,þjóðlegar“ vörur, sem flæddu yfir Bandaríkin með tugmilljóna sölu í tvö, þrjú ár. En svo datt hún niður því að framleiðendurnir höfðu ekki haft hugsun á að fylgja þessu eftir með nýjungum. Það er því full ástæða fyrir okkur að vera á varðbergi hvað hönnunarmálin snertir og reyna að sjá sveiflurnar fyrir. Við getum alveg búizt við að okk- ar þjóðlegu sauðalitir fari úr tízku og sala á þeim vörum verði í lágmarki en markaður- inn muni þess í stað byggjast á alls kvns lituðum fatnaði. Sem sagt dýru ullarvörurnar eru mikið háðar tízkunni en ef við fylgjumst nógu vel með tel ég að við getum aukið okkar er- lendu markaði á þeirri vöru. Ullarvörur verða alltaf í tízku en hönnun okkar þarf helzt að vera feti framar keppinautun- um. F.V.: — Hve vel eruð þið á veei staddir í hönnunarmál- um? Hjörtur; — Hjá okkur starf- ar sérstök hönnunardeild. sem er í nánu sambandi við erlenda hönnuði. sem framleiða vissan hluta af sýnishornum okkar. bæði í Bandaríkjunum og Evr- ónu. Þetta á að veita okkur vit- neskiu um hvað er að gerast á þessum mörkuðum. Gangur mála er sá. að við er- um núna farnir að huga miög alvarleea að sýnishornum fvrir árið 1978. f nóvember næst- komandi þurfa þau að vera til- búin. F.V.: — Uintalsverð atukning hefur orðið á útflutningi ullar- vöru til Efnahagsbandalagsins. Hvaða lönd er þar aðallega um að ræða? Hjörtur: — Þýzkaland er orð- ið langstærsti kaupandi á ís- lenzkum ullarvörum í Evrópu. Síðan koma Danmörk, Svíþjóð og Noregur, sem eru góðir og vaxandi markaðir. Tollar í Efnahagsbandalagslöndunum hafa verið lagðir niður og Sam- bandið ákvað því að setja á stofn skrifstofu í Kaupmanna- höfn, með starfsmanni frá iðn- aðardeildinni. Þar getur hann fylgzt með þróuninni á Norð- urlöndunum og suður í Þýzka- landi og öðrum nálægum lönd- um. Hann á að fylgjast með verðlagi og afla allra upplýs- inga um hvað er að gerast auk þess sem hann á að stunda sölu- starfsemi. F.V.: — Bindið 'bið aðallega vonir við Þýzkaland? Hjörtur: — Fyrir utan Norð- urlöndin eru vonirnar bundnar við Þvzkaland, Austurríki. Svisc og iafnframt erum við ný- húnir að ná töluverðri sölu til Beneluxlandanna. Þar er fyrir skömmn tekinn til starfa um- boðsmaður. =em virðist ætl.a að ná góðum árangri. F.V.: — Á undanförnum ár- um hefur einna mest verið rætt u m sölu á tízkuvörunum til Bandaríkjanna. Hvernig er á- standið á þeim markaði? Hjörtur: — Ég er þeirrar skoðunar. að við eigum mikla möguleika í Bandaríkjunum. Mér finnst sjálfsagt að sá akur verði plægður eins og mögulegt er vegna þess að þar er kaup- geta fvrir hendi og við ættum að geta selt á góðu verði. En ég er reyndar þeirrar skoðunar, að V-EvrÓDa, sem liggur nær okkur. eigi eftir að taka betur við sér og árangurinn að verða eftir því. Vestur-Evróna er þess vegna ekki síður þýðingarmik- ill markaður en Bandaríkin. F.V.: — Eru horfur á að með nólitískum aðgerðum verði hægt að tryggja okk,ur betri kjör fyrir ullarvörur í Banda- ríkjunum en nú er? Hjörtur: — Þetta atriði hefur verið til vandlegrar athugunar og markvisst að því unnið. Ef árangur næst, myndi aðstaða okkar í Bandaríkjunum gjör- breytast frá því sem nú er. Toll- arnir vestan hafs eru hvorki meira né minna en frá 22-23% og upp í 45% á ullar- og skinnafatnaði. Eins og er verð- ur vart mikillar eftirspurnar eftir skinnum í Bandaríkjunum en tollarnir eru alvarleg hindr- un. Það er von okkar að henni verði rutt úr vegi. F.V.: — Að undanförnu hef- ur verið Iátinn í Ijós vaxandi uggur vegna samkeppni er- Icndra aðila um framleiðslu á „íslenzkum“ ullarvörum, þ. e. að þær séu framleiddar erlend- is úr íslenzku hráefni og seld- ar í samkeppni við framleiðend- ur hér heima. Hvers,u alvarlegt mál er þetta fyrir ullarvöruiðn- aðinn á Islandi? Hjörtur: — Við höfum á- hyggjur af eftirlíkingum og því að vörur eru auglýstar 100% íslenzkar ullarvörur en ein- hvers staðar má svo finna miða, þar sem stendur með smáu letri: Made in Denmark, Made in Puerto Rico o.s.frv. Þarna er verið að stæla okkar hefð- bundna mynstur og tilfellið er, að við höfum tapað verulegri sölu á handprjónuðum vörum vegna þessara keppinauta. Varðandi Puerto Rico er það áhyggjuefni, að á ullarbandinu, sem flutt er út héðan til vinnslu þar vestra eru viss tollafríðindi vegna aðgerða bandarískra stjórnvalda til að minnka at- vinnuleysi. Þetta veldur því að framleiðslan verður mun ódýr- ari þarna suður frá en hér heima. Það er líka byrjað að selja ullarband til S-Kóreu, sem síð- an framleiðir fatnað og selur á sömu mörkuðum og við, þannig að samkeppnin vex stöðugt. Mér er sagt, að verðmunurinn á bessari erlendu framleiðslu og okkar eigin vörum á Banda- ríkjamarkaði sé um 30%. FV 8 1977 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.