Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Page 61

Frjáls verslun - 01.08.1977, Page 61
búsáhöld. Baðstofan á Rifi er verslun sem selur ýmsar gjafa- vörur, leikföng og málverk. Eigandi hennar er Jóhannes Jóhannesson. — Hvað snertir framkvæmd- ir á vegum hreppsins, þá er íþróttahússbygging , einna stærsta átakið sem unpið hef- ur verið að að undanförnu. Hef- ur það fyrirtæki legið á hreppn- um í ein 10 ár. í húsinu er sund- laug, sem íþróttagólf verður lagt yfir á vetrum. Sundlaugin var tekin í notkun sl. vetur en gólfið verður lagt á núna á næstunni. Ætti það að verða til- búið til íþróttakennslu fljótlega eftir að skólar byrja. Hér er svo búið að steypa plötu undir nýjan grunnskóla. Húsið verð- ur 1160 fermetrar á einni hæð og kemur byggingin til með að kosta um 1505 milljónir. Haldið verður áfram með bygginguna á næsta ári, en hún verður trú- lega okkar stærsta átak á kom- andi árum. GATNAGERÐIN — Nokkuð er alltaf um gatnagerðarframkvæmdir hjá okkur. Núna er verið að undir- búa eina götu á Rifi undir mal- bik og fyrirhugað að leggja á eina götu á Hellissandi. — Vatnsveituframkvæmdir hafa staðið yfir nokkur síðustu ár og er vatnsveitan að komast í nokkuð gott horf. Fram- kvæmdum er þó ekki alveg lokið. — Nú í haust á að hefja bygg- ingu 3 leiguíbúða á vegum hreppsins og eru það þær fyrstu af 8 íbúðum sem við höfum fengið heimild til að byggja. — Hafnarframkvæmdir á Rifi eru aðallega á vegum ríkisins, sagði Samúel. en þær hafa orð- ið sveitarfélaginu til góðs og gjörbreytt allri aðstöðu til út- gerðar hér. Félagsheimilið Röst, Hellissandi: Eitt fárra samkomu- húsa á Snæfellsnesi — mikið um dansleiki og veizluhöld auk kvikmyndasýninga og funda Það hús á Hellissandi sem að jafnaði er mest um að vera í heitir Röst og er félagsheimili staðarins. Frjáls verslun hitti framkvæmdastjóra hússins, Hafstcin Jónsson að máli og bað hann að fræða lesendur blaðsins um húsið og starfsem- ina þar. — Röst er búin að vera í notkun áð hluta síðan 1963, segði Hafsteinn — en húsið var fullbyggt 1966 í því formi sem það er nú. Neshreppur á húsið að tveimur þriðju hlutum, en Kvenfélagið ,Ungmennafélagið, Leikfélagið og Verkalýðsfélag- ið eiga þriðjung. Hreppurinn sér að öllu leyti um reksturinn og er ég einn í föstu starfi við húsin en alltaf er eitthvað af lausráðnu fólki við ýmis störf. Hvað starfsemina snertir, þá eru hér 3—4 kvikmyndasýning- ar á viku. Myndir eru sýndar svona tvisvar til þrisvar eftir því hvernig aðsókn er. Þá eru hér dansleikir, árshátíðir, veisl- ur og funda'höld. í kvöld er hér t.d. mikil hátíð hjá félagasam- tökum af Vesturlandi með öll- um tegundum veitinga. Á sumrin eru hér dansleikir öðru hverju. Sýslumaður Snæfells- og Hnappadalssýslu heldur allt- af fund á vorin með forstöðu- mönnum samkomuhúsa í sýsl- unni og er þá ákveðið um fjölda dansleikja og skiptingu þeirra milli húsanna. Eru yfir- leitt haldnir tveir dansleikir í einu á nesinu. Á 17. júní og sjómannadaginn er þó frjálst að halda dansleiki. Ákvæði þessi gilda bara fyrir laugar- daga, svo þess vegna gætum við verið með dansleiki hvert föstudagskvöld eða sunnudags- kvöld. Við erum að vonast til að fá breytinguar á þessu fyrir- komulagi. Sum húsin nota sér aldrei réttindi sín til dans- leikjáhalds og getum við sem alltaf notum réttinn hugsað okkur að nota þessa daga. DANSLEIKIR VEL SÓTTIR — Röst leigir venjulega út réttinn til dansleikjahalds, sagði Hafsteinn, — og eru Hafsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri. leigutakarnir yfirleitt vinsælar hljómsveitir eða félög. Dans- leikir eru vel sóttir hér, enda er Röst eina stóra samkomu- húsið á norðanverðu nesinu að frátöldu húsinu í Stykkishólmi. FV 8 1977 61

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.