Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Qupperneq 61

Frjáls verslun - 01.08.1977, Qupperneq 61
búsáhöld. Baðstofan á Rifi er verslun sem selur ýmsar gjafa- vörur, leikföng og málverk. Eigandi hennar er Jóhannes Jóhannesson. — Hvað snertir framkvæmd- ir á vegum hreppsins, þá er íþróttahússbygging , einna stærsta átakið sem unpið hef- ur verið að að undanförnu. Hef- ur það fyrirtæki legið á hreppn- um í ein 10 ár. í húsinu er sund- laug, sem íþróttagólf verður lagt yfir á vetrum. Sundlaugin var tekin í notkun sl. vetur en gólfið verður lagt á núna á næstunni. Ætti það að verða til- búið til íþróttakennslu fljótlega eftir að skólar byrja. Hér er svo búið að steypa plötu undir nýjan grunnskóla. Húsið verð- ur 1160 fermetrar á einni hæð og kemur byggingin til með að kosta um 1505 milljónir. Haldið verður áfram með bygginguna á næsta ári, en hún verður trú- lega okkar stærsta átak á kom- andi árum. GATNAGERÐIN — Nokkuð er alltaf um gatnagerðarframkvæmdir hjá okkur. Núna er verið að undir- búa eina götu á Rifi undir mal- bik og fyrirhugað að leggja á eina götu á Hellissandi. — Vatnsveituframkvæmdir hafa staðið yfir nokkur síðustu ár og er vatnsveitan að komast í nokkuð gott horf. Fram- kvæmdum er þó ekki alveg lokið. — Nú í haust á að hefja bygg- ingu 3 leiguíbúða á vegum hreppsins og eru það þær fyrstu af 8 íbúðum sem við höfum fengið heimild til að byggja. — Hafnarframkvæmdir á Rifi eru aðallega á vegum ríkisins, sagði Samúel. en þær hafa orð- ið sveitarfélaginu til góðs og gjörbreytt allri aðstöðu til út- gerðar hér. Félagsheimilið Röst, Hellissandi: Eitt fárra samkomu- húsa á Snæfellsnesi — mikið um dansleiki og veizluhöld auk kvikmyndasýninga og funda Það hús á Hellissandi sem að jafnaði er mest um að vera í heitir Röst og er félagsheimili staðarins. Frjáls verslun hitti framkvæmdastjóra hússins, Hafstcin Jónsson að máli og bað hann að fræða lesendur blaðsins um húsið og starfsem- ina þar. — Röst er búin að vera í notkun áð hluta síðan 1963, segði Hafsteinn — en húsið var fullbyggt 1966 í því formi sem það er nú. Neshreppur á húsið að tveimur þriðju hlutum, en Kvenfélagið ,Ungmennafélagið, Leikfélagið og Verkalýðsfélag- ið eiga þriðjung. Hreppurinn sér að öllu leyti um reksturinn og er ég einn í föstu starfi við húsin en alltaf er eitthvað af lausráðnu fólki við ýmis störf. Hvað starfsemina snertir, þá eru hér 3—4 kvikmyndasýning- ar á viku. Myndir eru sýndar svona tvisvar til þrisvar eftir því hvernig aðsókn er. Þá eru hér dansleikir, árshátíðir, veisl- ur og funda'höld. í kvöld er hér t.d. mikil hátíð hjá félagasam- tökum af Vesturlandi með öll- um tegundum veitinga. Á sumrin eru hér dansleikir öðru hverju. Sýslumaður Snæfells- og Hnappadalssýslu heldur allt- af fund á vorin með forstöðu- mönnum samkomuhúsa í sýsl- unni og er þá ákveðið um fjölda dansleikja og skiptingu þeirra milli húsanna. Eru yfir- leitt haldnir tveir dansleikir í einu á nesinu. Á 17. júní og sjómannadaginn er þó frjálst að halda dansleiki. Ákvæði þessi gilda bara fyrir laugar- daga, svo þess vegna gætum við verið með dansleiki hvert föstudagskvöld eða sunnudags- kvöld. Við erum að vonast til að fá breytinguar á þessu fyrir- komulagi. Sum húsin nota sér aldrei réttindi sín til dans- leikjáhalds og getum við sem alltaf notum réttinn hugsað okkur að nota þessa daga. DANSLEIKIR VEL SÓTTIR — Röst leigir venjulega út réttinn til dansleikjahalds, sagði Hafsteinn, — og eru Hafsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri. leigutakarnir yfirleitt vinsælar hljómsveitir eða félög. Dans- leikir eru vel sóttir hér, enda er Röst eina stóra samkomu- húsið á norðanverðu nesinu að frátöldu húsinu í Stykkishólmi. FV 8 1977 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.