Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Page 97

Frjáls verslun - 01.08.1977, Page 97
En ég spýtti á ennið á henni og þá kom þetta sama hljóð og þegar hún spýtir á straujárnið til að athuga, hvort það sé orð- ið heitt. — Hvernig gengur það svo með söngæfingarnar hjá henni dóttur þinni? — Fínt. Röddin verður alltaf meiri og meiri. í fyrstu var það bara fólkið í næsta húsi, sem kvartaði. En nú er allt heila hverfið brjálað. — • — Ég skyldi þetta alls ekki. Ná- granni minn var kominn efst upp í flaggstöngina í garðinum hjá sér, alveg upp á topp. Svo kastaði hann út löngu málbandi og bað son sinn að grípa hinn endann. — Hvað í ósköpunum ertu að gera, maður?, kallaði ég. Hvernig stendur á því að þú leggur ekki flaggstöngina nið- ur og mælir lengdina? — Liggur það ekki í augum uppi? Geturðu ekki séð að það er hæðin, sem ég er að mæla en ekki lengdin? — Hann er bara að gá, hvort konan hans noti sömu stærð og ég. — Þetta gengur alls ekki lengur, öskraði bankastjórinn hinn æstasti, þegar hann kom heim í kvöldmatinn. Nú rek ég bílstjórann minn. Hann hefur komið mér í beina lífshættu minnst þrisvar sinnum. —• Æ, nei, ljúfurinn. Gefðu honum einn sjens enn. — Þú verður að vera fljótari að ákveða hvað þú ætlar að hafa í matinn. Milli vinkvenna: — Afhverju í ósköpunum ætlarðu að giftast honum? — Af því að ég elska hann svo heitt. — Það er engin ástæða. Það er bara afsökun. — Jæja, Pétur minn, sagði kennslukonan. — Getur þú nefnt mér eitthvað, sem er gegnsætt. — Gluggarúða. — Alveg rétt Pétur. En hvað er enn gegnsærra en hún? — Brotir. gluggarúða. — Já, en mamma, ef það er storkurinn, sem kemur með litla bróður, hvað í ósköpunum er þá fyrir pabba að gera? Anna gamla ákvað að fá sér hænsni til að hugsa um í ell- inni, í fyrsta skipti, sem hún prófaði það. Svo komu börnin og barnabörnin í heimsókn til þess að sjá búreksturinn. — Mamma mín, sagði sonur- inn, sem hafði svolítið vit á hænsnarækt. — Þú hefur keypt tíu hana og bara eina hænu. Þetta ætti að vera öfugt. — Veit ég það, væni minn. Mér þykir vænt um dýr, sér- stáklega hænuna og mér finnst að hún eigi að njóta lífsins jafnvel og ég gerði, þegar ég var ung. FV 8 1977 97

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.