Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Side 14

Frjáls verslun - 01.09.1977, Side 14
„Viðbótarbygging og breytingar á jlugstoðvarbyggingunv.i verða eign ráðuneytisins jafnóðum og verkið vinnst.“ Úr samningi utanríkisráðuneytisins og íslenzks markaðar hf. 9. júní 1970. Samningurinn er undir- ritaður af Emil Jónssyni, þáv. uitánríkisráðherra, Páli Ásgeiri Tryggvasyni og Einari Elíassyni f.h. fslenzks markaðar hf. eignamatsnefndar né því mót- mælt á nokkurn hátt. Njarðvíkurhreppur leggur svo fasteignaskatt á bygging- una fyrir árið 1973 og sendi hann flugmálastjórninni á Keflavíkurflugvelli, sem greiddi skattinn orðalaust. En þegar reikningurinn fyrir fasteignagjöld 1974 barst flug- málastjórninni var hann ekki greiddur umyrðalaust. í bréfi flugmálastjórnar 6. ágúst 1974 til sveitarstjóra Njarðvíkur- hrepps segir m.a.: „Eigi er dreginn í efa réttur Njarðvíkur- hrepps til að leggja fasteigna- skatt á flugstöðvarbygginguna. En þar fylgir böggull skamm- rifi“. Síðar er vitnað til sveit- arstjórnarlaga og sagt, að varn- arliðið hafi innt af hendi gagn- vart flugvallarsvæðinu mörg þau verk, sem sveitarfélögum sé lögskylt að annast. „Nú þeg- ar Njarðvíkurhreppur hefur hafið innheimtu á fasteigna- gjöldum af flugstöðvarbygging- unni, er það álit vort, að hon- um beri einnig skylda til að greiða þann kostnað sem ein- göngu er vegna fasteignarinnar og varniarliðið inn'heirnti af oss“. Lætur flugmálastjórn síðan fylgja með reikninga, sem hún hefur greitt vamarliðinu fyrir afnot af holræsum, vatnsnotk- un og sorphreinsun og óskar eftir því að þeir verði teknir sem greiðslur upp í álögð fast- eignagjöld. Hreppsnefnd Njarðvíkur- hrepps tók þetta bréf fyrir á fundi 29. ágúst 1974 og sam- þykkti að taka ekki tillit til kröfunnar um skuldajöfnun og „innheimta umræddan fast- eignaskatt að fullu“. FASTEIGNASKATTS- SKYLDU MÓTMÆLT. FLUGSTÖÐIN ÚRSKURÐUÐ Á NAUÐUNGARUPPBOÐ Eftir tilskyldar innheimtu- tilraunir, sem reyndust árang- urslausar, bregður Njarðvíkur- hreppur á það ráð að biðja um uppboð á flugstöðvarbygging- og er uppboðsbeiðnin send lög- reglustjóranum á Keflavíkur- flugvelli 19. desember 1974. Þorgeir Þorgeirsson, lögreglu- stjóri, setur svo uppboðsrétt Keflavíkurflugvallar. Höfuðdrættirnir í málflutn- ingi aðila voru eftirfarandi (þessi samantekt er tekin úr úrskurði yfirfasteignamats- nefndar. Sjá síðar): „Njarðviíkurkaupstaður telur ríkissjóði skylt að svara fast- eignaskatti af flugstöðvarbygg- ingunni til bæjarsjóðs Njarð- vikurkaupstaðar. Fasteign þessi sé i Njarðvíkurkaupstað og sé eign ríkissjóðs, eins og meðal annars komi fram af því, að byggingin sé skráð eign rikis- sjóðs í fasteignamati og ríkis- sjóður hafi tryggt hana bruna- tryggingu.11 „Flugmálastjórnin á Kefla- víkurflugvelli telur riíkissjóði óskylt að svara fasteignaskatti af flugstöðvarbyggingunni. Er sú afstaða fyrst og fremst studd þeim rökum, að bandaríska rík- ið sé eigandi byggingarinnar, en ekki íslenzka ríkið. Þá sé réttarstaða Keflavíkurflugvall- ar mjög sérstæð og með þeim hætti, að sveitarfélög geti ekki krafizt fasteignaskatts af fast- eigreum þar. Einnig sé vafa- samt, að flugstöðvarbyggingin geti talizt fasteign, þar sem lóðarréttindi skorti. Fasteigna- mat byggingarinnar sé heldur ekki löglegt, þar sem hún hafi ekki verið metire í aðalmati og verið metin af millimatsmönn- um án samráðs við þá aðila, sem um slík málefni eiga að fjalla, og aðila, sem málið varð- ar.“ Þorgeir Þorgeirsson kveður upp úrskurð sinn 19. júní: 1975. Hann kemst að þeirri niður- stöðu að flugstöðvarbyggingin heyri til fasteigna“ í almenn- um skilningi þess hugtaks og skipti engu hvort henni séu ákveðin sérstök lóðarréttindi, eða litið á hana sem varanlegan hluta stærri fasteignar“. Flug- stöðvarbyggingin „hefur verið virt sérstaklega til fasteigna- mats og fullnœgir að því leyti ákvæðum laga um álagningu fasteignaskatts“. „Sú sérstaða ríkir á Keflavíkurflugvelli, að öll mannvirkjagerð þar er háð leyfi ríkisvaldsins og bundin þörfum og framkvæmd varn- arsamningsins og millilanda- flugs þannig að öll varanleg mannvirkjagerð er annað hvort á vegum varrearliðsins og eign Bandaríkjanna eða á vegum íslenzka ríkisins og þá í þess eigu“. Og: „Bygging sú, sem hér um ræðir er nú algerlega rekin af íslenzka rikinu í þágu milli- landaflugs og allsendis óvið- komandi framkvæmd varnar- samnings íslands og Bandaríkj- anna, enda hefur varnarliðið síðan reist sérstaka byggingu til að rieka þá starfsemi, sem það áður starfrækti í flug- stöðvarbyggingunni viðkom- andi herflugi.“ Niðurstaða Þorgeirs er svo þessi: „Að öllu þessu virtu. verður að telja að umrædd mannvirki séu nú algerlega á ábyrgð íslenzka ríkisins og því ekki undanþegin skatti sam- kvæmt varniarsamningnum“. ÞVÍ ÚRSKURÐAST:: „Krafa Njarðvíkurhrepps um að flugstöðvarbyggingin á Keflavikurflugvelli verði seld á nauðungaruppboði skal ná fram að ganga." NJARÐVÍKURHREPPUR BÆTIR UM BETUR Á fundi 12. ágúst 1975 sam- þykkir hreppsnefnd Njarðvík- urhrepps „að leggja fasteigna- 14 FV 9 1977

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.