Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Page 16

Frjáls verslun - 01.09.1977, Page 16
Graskögglaverksmidja í Brautarholti „Bændur og fyrirtæki þeirra eiga að sjá um landbúnaðar- framleiðsluna” — segir Páll Ólafsson í Brautarholti í tilefni af starfsemi ríkisrekinna grænfóðurverksmiðja — Það var árið 1950 er ég var við nám í S-Svíþjóð, að ég ók daglega framhjá mikilli byggingu, sem rekin var sem grasmjölsverksmiðja á stríðsárun um. Mér kom það oft í hug, hvort það mundi ekki vera til fjölbreytni fyrir íslenska landbúnaðarf ramleiðslu, að framleiða þessa vöru hér á landi, því það eina, sem við höfum ræktað með góðum árangri er gras. Þannig fórust Páli Ólafssyni, bónda í Brautarholti orð er F.V. ræddi við hann um grasköggla- verksmiðjuna, sem hann rekur í Brautarholti ásamt bróður sínum Jóni Ólafssyni og er nú sú eima í einkarekstri hér á landi. BYRJUÐU MEÐ FRAM- LEIÐSLU Á GRASMJÖLI 1963 Árið 1961 hóf Sambandið framleiðslu á grasmjöli á Hvolsvelli, en það voru þeir Helgi Þorsteinsson hjá Sam- bandinu og Jóhann Franksson, sem hrundu því verki í fram- kvæmd. Þegar við sáum, hve vel þeim tókst vaknaði áhuginn aftur hjá okkur bræðrunum og við reist- um okkar verksmiðju 1963 og byrjuðum framleiðslu á gras- mjöli. — Við ætluðum að reka grasmjölsverksmiðjuna ásamt mjólkurframleiðslunni, en við komumst fljótlega að því, að grasmjölsframleiðsla og mjólk- urframleiðsla fóru ekki saman, og við hættum við mjólkur- framleiðsluna, en jukum svína- rækt. Fyrsta árið framleiddum við 120 tonn, en þessa árs fram- leiðsla er 905 tonn. BÆNDUR EIGA AÐ SJÁ UM LANDBÚNAÐARFRAM- LEIÐSLU 1967 var gefinn frjáls inn- flutningur á tilbúnum fóður- Framleiðslan var 120 tonn fyrsta árið en er nú 905 tonn. blöndum til landsins. Við þessa hörðu samkeppni missti Sam- bandið áhugann og seldi ríkinu verksmiðju sí.na á Hvolsvelli. 1971 voru sett lög á Alþingi um grænfóðurverksmiðjur rikisins og Landnáminu falin uppbygg- ing þeirra. — Að mínum dómi eru þetta hörmulegustu lög sem sett hafa verið um íslenska landbúnaðar- framleiðslu á Alþingi, enda hefur ekki verið hægt að starf- rækja verksmiðjurnar eftir þeim lögum. Þar er ríkinu ætl- að að hafa algera forgöngu um byggingu grænfóðurverksmiðja með fjármagni skattborgarans, enda stóð nú ekki á samþykkt- um um byggingu slíkra verk- 16 FV 9 1977

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.