Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.09.1977, Blaðsíða 20
fyrir þann minni, ef hann hef- ur vaxtalausan reikning í stærri bankanum, sem nemui' 10 til 20% af lánsupphæðinni. Þetta er ekki gert með neyt- endalán, sem greidd eru með afborgunum, þar sem vextir á þeim eru hærri og ekki heldur með veðlán, til húsakaupa og fleira. Vaxtalausar innistæður í bönkum hafa í raun þau áhrif, að auka tekjur bankans af því fé, sem bankinn lánar. Ef fyrir- tæki fær eina milljón dollara að láni með 6 prósent vöxtum, en verður að skilja eftir 20% af því sem innstæðu, þýðir það í raun að fyrirtækið borgar 60 þúsund dollara fyrir að fá afnot af 800 þúsund dollurum, en ekki einni milljón, eins og lán- ið hljóðar á. Þetta þýðir, að sjálfsögðu, að raunverulegir vextir eru ekki 6 prósent held- ur 7,5 prósent. Viðskiptavinir bankanna lita venjulega svo á að þetta sé að- eins leið til að hækka vextina. Bankarnir vilja orða þetta öðru- vísi cg segja að fyrirtæki sem sé nógu stöndugt til að fá að láni eina milljón hljóti að vera nógu stórt til að eiga tvö hundr- uð þúsund króna inneign. Áður fvrr gat fyrirtækið haft einhver not af þessum 200 þúsundum í rekstri sínum, en það færist mjög í vöxt að ekki megi snerta við þeirri upphæð. En hversvegna hækka bank- arnir einfaldlega ekki vextina? Bankamenn segja að það tengi bankann og fyrirtækið nánari böndum ef bæði sé um lán og inneign að ræða, og í öðru lagi virðist bankinn því stærri, sem innlán eru meiri og stærð skipt- ir bankamenn máli. # Ganga kaupum og sölum f Bandaríkjunum eru margir litlir og meðalstórir bankar. Þeir ganga kaupum og sölum, eins og önnur fyrirtæki. Al- gengt er að einstaklingur fái lán á hagstæðum vöxtum, til að kaupa hlutabréf í banka, langt umfram það, sem hann annars fengi, gegn því að flytja inn- eignir bankans til þess banka, sem lánar féð, strax og hann hefur náð yfirtökunum í bank- anum, sem hann er að kaupa. Þetta kann að líta sakleysis- lega út, í fljótu bragði, en í framkvæmd neyðir þetta bank- ann, sem keyptur var, til að skipta við bankann, sem lán- aði einstaklingnum fé til kaup- anna, án þess að nokkur vissa sé fyrir því að sá banki veiti bestu þjónustuna. Bert Lance hefur verið sak- aður um að flytja innstæður banka síns í Georgíu þrisvar sinnum á milli stærri banka, til mótvægis við ný lán, sem hann notaði til að greiða eldri lán, sem komin voru í gjalddaga. Bankamenn óttast að það mikla umtal, sem orðið hefur um fjármál Lance geti orðið til þess að settar verði mjög strangar reglur um þessa hluti og til þess mega þeir ekki hugsa. • Trygging fyrir persónulegum lánum Ef bankar tækju alltaf þá vexti, sem það kcstaði að lána fé, yrðu allar slíkar innistæð- ur óþarfar. Þá þyrfti ekki að nota annarra manna fé, til að tryggja lán til einstaklinga, sem stjórna bönkum. En það eru ekki aðeins bankamenn, sem hafa notað annarra fé til að tryggja lán sín. Algengt er að menn sem ráða yfir lífeyris- sjóðum eða sjóðum félagasam- taka, noti þá sem tryggingu fyr- i-r persónulegum lánum. Þó að ekki hafi sannast á Lance neitt saknæmt athæfi, virðist mál hans hafa upplýst það, að bankamenn noti fé banka, til að auðgast sjálfir, sem gerist að sjálfsögðu á kostnað bankans, sem stofnun- ar. Það er því auðskilið hvers- vegna bankamenn hafa lítinn hug á að breyta þessu fyrir- komulagi . Argentína: Ríkisrekin fyrirtæki seld einka- aðilum Gífurlegur taprekstur hjá ríkisfyrirtækjum veldur stefnubreytingu Ríkisstjórn Argentínu til- kynnti 15. september síðastlið- inn, að hún hefði ákveðið að selja 370 ríkisfyrirtæki og selja eignarhlut sinn í 400 öðrum fyrirtækjum, þar sem ríkið á minnihluta hlutabréfa. Segir ríkisstjórnin 'þetta gert vegna gífurlegs tapreksturs þessara fyrirtækja. Þessi ráðstöfun er gerð sam- kvæmt nýjum lögum ,sem snúa við langri þróun þjóðnýtingar i landinu. Forseti Argentínu, Jorge Videla, tilkynnti að op- inber þjónustufyrirtæki, svo sem járnbrautir og vatnsveitur, yrðu áfram í ríkiseign. Öll önn- ur rikisfyrirtæki og eignarhlut- ar ríkisins í fyrirtækjum yrðu sett á markaðinn um næstu áramót. # Þrystingur frá almenningi Efnahagsráðherra landsins sagði að þessi „byltingarráðstöf- 20 FV 9 1977
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.