Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Page 33

Frjáls verslun - 01.09.1977, Page 33
í peningum, en mest held ég þó að hafi verið svo, að menn greiddu hreint ekki neitt orlof. Nú held ég að stór hluti laun- þega sé mjög ánægður með núverandi fyrirkomulag og þyki gott að fá þetta 100— 200.000 krónur til orlofsins, að ég nú ekki tali um toppana, sem fá allt að 'hálfri milljón. Og því er ekki að neita, að margir koma af fjöllum, þegar þeir fá þennan glaðning. í sambandi við orlofið er rétt að taka fram að í fyrra var fyrsta árið, sem við greiddum vexti af orlofseign, að vísu ekki háa, eða 5%, en þeir eru þó betri en engir. — Getið jiið fylgzt með því að allir atvinnurekendur greiði orlofið? —■ Já. Við eigum að geta fylgzt vel með því. Þetta er allt í tölvu hjá okkur, skrá yfir launþega og skrá yfir launagreiðendur. Hins vegar höfum við hingað til látið fyrirtæki í friði með orlofsgreiðslur, ef engir starfs- menn kvarta, því satt að segja höfum við haft alveg nóg með hitt. En nú er orðin breyting hér á, því talvan skrifar út alla þá launagreiðendur, sem ekki standa í skilum á gjalddögum. Og við göngum svo í málið og kippum því í lag. — Eru það margir launa- greiðendur, sem trassa orlofs- greiðslur? — Það er ekki stór hópur, en hann er dálítið þrjózkur. Öll stór og almennileg fyrirtæki greiða orlofið skilvíslega. — Hvaða ráð hafið þið á þá þrjózku? — Við göngum í málið með lögtökum og látum, þannig að ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að þegar upp er stað- ið, þá sleppi enginn fram hjá O'kkur. 1,5 MILLJÓN GÍRÓSEÐLAR — Veizt þú, hver velta gíró- kerfisins er? — Ég veit bara um okkar hluta; póstsins á ég við. Heild- arinn- og útborganir á árinu 1976 námu 18,6 milljörðum króna. — Nokkra hugmynd um, hvað mikið fer í gegn um banka og sparisjóði? — í upphæðum nei. En árið 1976 voru seldir 1.524.000 gíró- seðlar og þar af vorum við með 838.000, eða 55%. Og hlutur okkar hefur batnað á þessu ári, því fyrstu níu mánuðina voru seldir 1.359.000 seðlar og þar af vorum við með 870.000 eða 64%. — Hvað þarf ég að gera til að fá gíróreikning? — Þú labbar þig bara inn ó næsta pósthús og fyllir út um- sóknareyðublað með rithandar- sýnishorni. Svo kemur þetta til okkar og við sendum þér ýms gögn, eins og reglugerðina um gíróþjónustu Pósts og sima og fleira. — Þarf ég ekkert að leggja inn á reikninginn til að opna hann? — Nei. Ekki krónu og það kostar ekkert að opna gíró- reikning. Þetta byggist allt á því að við borgum heldur ekk- ert út af reikningum, ef engin innistæða er fyrir hendi. — En gíróseðillinn sjálfur. Hann kostar eitthvað? — Já. Giróseðillinn kostar 60 krónur. Við veitum svo magn- afslátt, sem er 10% við 5000 stykki og 20% við 10.000 stykki. Líknarfélögum veitum við allt að 40% afslátt, en þau eru líka alveg sér á parti. — Hver er meðalnotkunin? — Það er hreint ómögulegt að gefa upp einhverja meðal- notkun. Menn nota þetta svo misjafnlega mikið, en notkun til dæmis Pósts og síma hleypur á tugum þúsunda seðla yfir ár- ið og þessi líknarfélög, sem yfirleitt eru með happdrætti einu sinni á ári, nota þetta frá 30 og upp í 80.000 seðla. En notkunin er svo hlaupandi eftir einstaklingum og fyrirtækjum, að það er hreint ómögulegt að siá fram einhverri tölu sem meðalnotkun. Annars erum við í þessu spjalli búnir að nefna bæði reikningafjöldann og seðlafjöldann, þannig að þeir, sem vilja, geta reiknað út frá því, ef slíkt reikningsdæmi seg- ir þeim eitthvað. GÍRÓSEÐLAR í STAÐ AFBORGUNARVÍXLA — Ég hef heyrt því fleygt að notkun gíróseðla við afborg- unarkaup fari vaxandi? — Það er rétt. Það hefur orð- ið talsverð aukning á notkun QO oo Nú vinna 30 manns við póstgíróþjónusituna. í fyrra voru seldir 1,5 milljónir gíróseðla og þar af var póstgíróþjónusta með 55%. FV 9 1977

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.