Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Side 35

Frjáls verslun - 01.09.1977, Side 35
gíróseðla í stað aíborgunar- víxla. Og ég held að þróunin hljóti að verða sú að gíróseð- illinn leysi víxilinn af hólmi á þessu sviði, að minnsta kosti í þeim afborgunarviðskiptum, sem við þekkjum bezt milli verzlana og einst.aklinga. — Hvað vinna margir hjá pcstgíróstofunni? — Við erum 30 talsins. Og innan skamms vænkast okkar hagur heldur betur, hvað hús- næðismálin varðar. Ég er nú hér í gömlu lögreglustöðinni sem eins konar útlagi, því ann- að starfsfólk vinnur í húsi Pósts og síma við Austurvöll. Og þar liggur við, að hver sitji ofan á öðrum. En nú er verið að útbúa 500 fermetra hæð fyrir okkur í Ármúla 6 og vonandi flytjumst við þangað um áramótin. BREYTINGAR Á GÍRÓ- SEÐLINUM — En hvað er hæft í því, að þið séuð að breyta gíróseðlin- um? — Það er rétt. Samstarfs- nefnd um gíróþjónustu er að undirbúa breytingu. Sá seðill, sem nú er í notkun, er þeirrar makalausu náttúru, að hann má nota til allra hluta; til að millifæra, taka út af eigin reikningi, leggja inn á reikn- inginn, borga, þó þú hafir ekki reikning og fá greiðslu, þó þú hafir ekki reikning. Þessi seðill er því talsvert flókinn og þær breytingar, sem nú eru í bígerð, ganga út á einföldun hlutanna. Útkoman verður líklegast sú, að við verðum með 4—5 gerðir seðla eftir greiðslutegundum og neðst á þeim verður svo rák fyrir töluvuletur, eins og nú er komið á ávísanir. Við verðum nú að handvinna allt í kringum þetta, en með nýju seðlunum ætlum við að koma þessu öllu í tölvu. Þessi handavinna er orðin afskaplega mikið starf og tímafrekt og til dæmis sást alls ekki í starfsfólkið fyrir seðla- haugunum, þegar verkfall BSRB leystist á dögunum. ©Húsgagnaverzlun Reykjavíkur hf. Brautarholti 2 — Símar 11 Brautarholti 2 — Símar 11940 -12691 ATHUGIÐ! Spira svefnsófinn kominn aftur. Fjölbreytt húsgagnaúrval á tveimur hæðum. Húsgagnaverzlun Reykjavíkur hf. FV 9 1977 35

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.