Frjáls verslun - 01.09.1977, Síða 61
sinnum og er nú orðin helmingi
útbreiddari en nokkuð annað
uppsláttarrit. í ritinu er að
finna víðtækari upplýsingar um
fyrirtæki og stofnanir í land-
inu, en í nokkru öðru riti. Bók-
in hefur stöðugt verið endur-
bætt og aukið við þær upplýs-
ingar, sem hún hefur að geyma.
Nýjasta útgáfan er yfir 800
blaðsíður og hefur stækkað um
200 síður frá næstu útgáfu á
undan.
Ritstjóri íslenzkra fyrirtækja
er Hrönn Kristinsdóttir.
MIKLAR VINSÆLDIR
SJÁVARFRÉTTA
Athuganir á frekari blaðaút-
gáfu héldu áfram og sýndu að
mikil þörf var fyrir tímarit á
sviði sjávarútvegs. Fyrir fimm
árum var því tímaritið Sjávar-
fréttir stofnað, en það fjallar
um sjávarútveg á breiðum
grundvelli. Þar birtast greinar
um útgerð, fiskvinnslu, mark-
aðsmál, tækninýjungar og
fleira, en sérstök áhersla hef-
verið lögð á að skýra frá rann-
sóknum í þágu sjávarútvegs.
Það er skoðun útgefenda að
þeim hafi ekki verið gerð næg
skil að undanförnu. Ágæt sam-
vinna hefur tekist við starfs-
menn Hafrannsóknarstofnunar
og Rannsóknastofnun sjávarút-
vegsins, eni hjá þeim báðum eru
mjög færir menn á sínu sviði
og hafa margir þeirra skrifað
greinar í blaðið. Sérfræðingar
um sjávarútvegsmál á íslandi
búa oft yfir meiri þekkingu en
starfsbræður þeirra erlendis.
Ritstjóri Sjávarfrétta er
Steinar J. Lúðvíksson.
REKSTRARÖRÐUGLEIKAR
ÍÞRÓTTABLAÐSINS
LEYSTIR
Fyrir fjórum árum var gerð-
ur samningur við íþróttasam-
band íslands um að P'rjálst
framtak tæki að sér útgáfu á
íþróttabiaðinu. Blaðið hafði átt
við mikla rekstrarörðugleika
að stríða og tap á útgáfunni
numið milljónum árlega, sem
var alvarlegur baggi fyrir ÍSÍ
Blaðið er eftir sem áður mál-
gagn allrar íþróttahreyfingar-
innar og þeirra 57 þúsund
manna, sem eru aðilar að ÍSÍ,
og nýtur trausts íþróttamanna
og annarra, sem fylgjast með
iþróttamálum.
Útgefendur hafa lagt á það
áherslu að gera blaðið nýtísku-
legra, en fyrst og fremst er
reynt eftir föngum, að sinna
þeim félagslegu þörfum, sem
íþróttasamband íslands telur
nauðsynlegar á hverjum tíma,
svo sem iþróttakennslu, bættri
iþróttaaðstöðu og fjáröflun fyr-
ir íþróttahreyfinguna, auk ann-
arra mála.
Ritstjórar íþróttablaðsins eru
Sigurður Magnússon, fulltrúi
ÍSÍ og Steinar J. Lúðvíksson.
5.500 ÁSKRIFENDUR ÁÐUR
EN IÐNAÐARBLAÐIÐ
KOM ÚT
Á síðasta ári, í upphafi iðn-
kynningarárs, var gerð könnun
á málefnum iðnaðarins og kom
í ljós að góður markaður var
fyrir blað um iðnaðarmál. Iðn-
aðarmenn, iðnverkafólk og iðn-
rekendur sýndu þessu svo ó-
venjulegan áhuga, að 5.500
manns voru orðnir áskrifendur,
áður en blaðið kom út i fyrsta
sinn. Blaðið hefur nú komið
út fjórum sinnum og er enn
verið að finna blaðinu æskilegt
form, sem notað verður sem
rammi í framtíðinni. „Þegar
byrjað er á nýju blaði er geysi-
lega uppörvandi að finna svo
FV 9 1977
(5)