Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Page 67

Frjáls verslun - 01.09.1977, Page 67
Kort sem Sólarfilma hefur gefið út með einni af Reykjavíkur- myndum Jóns Helgasonar, biskups. 8 kort með myndum úr Þj óðmin j asaf ninu í haust hafa komið út átta kort með myndum af málverk- um og munum úr Þjóðminja- safninu, sem Sólarfilma hefur haft náið samstarf við. Fjögur kortanna eru af vatnslitamynd- um eftir W.G. Fowles o.g mál- verki eftir H. Aug. G. Schiött, svo eitthvað sé nefnt. Fjöldi fyrirmynda hefur ver- ið keyptur erlendis frá til birt- ingar og útgáfu hér á landi, og á mörgum kortum eru ljós- myndir úr Reykjavík og viða annars staðar að af landinu. sem gefnar hafa verið út á jóla- kortum . Surtseyjargosið breytti fyrirtækinu — Surtseyjargosið varð eig- inlega til þess, að þetta breytt- ist úr hreinni hjástund í alvöru- fyrirtæki. Teknar voru fjöl- margar myndir af gosinu og gefnar út litskuggamyndir. Nú í ár koma á markaðinn litskuggamyndir og kort af Mý- Eitt af nýju kortunum eftir Ragnar Lár. vatnseldum hinum nýju eins og þeir hafa verið nefndir. Það er víst að Sólarfilma hef- ur unnið mikið landkynningar- starf með Hfgfj1-1 litskugga- mynda, sem f|o2jhargir ferða- menn hafa k^Jaliá ferðum sín- um um landið c0 flutt með sér til fjarlægra staða. Sólarfilma lætur gera ýmsa smáminjagripi fyrir útlendinga eins og smáflögg, merki á föt, upptakara, lyklahringi og myndbréf að ógleymdum fjór- um litprentuðum bæklingum. Bæklingarnir eru vandaðir með texta á þremur tungumál- um um Reykjavík, eldfjöllin, Þingvelli og ísland almennt. — Vistmenn í Bjarkarási sjá um alla frágangsvinnu og pakkningu á kortunum og sjá að öllu leyti um að klippa niður filmurnar í litskuggamynda- rammana, sagði Birgir. Kortamarkaðurinn þróaðastur í Bandaríkjununi — Kortamarkaðurinn er einna þróaðastur í Bandaríkj- unum, þar sem kortaútgáfa er íalvöru stórbissness, sagði Birg- ir, er farið var inn á útgáfu korta í heiminum almennt. — Fyrirtækið Holmark í Bandaríkjunum er með þeim þekktustu í þessum bransa, og ég vissi að fyrir nokkrum ár- um unnu eitthvað um 200 manns eingöngu við að hanna kcrt hjá þessu fyrirtæki. Beiðnir um sérprenlanir beras’t Ýmsar beiðnir um sérprentan- ir berast Sólarfilmu. Nýlega voru sérprentúð jólakort fyrir Norræna húsið með mynd, úr Þjóðminjasafninu, en þau eru prentuð á öllum Norðurlanda- málunum. Sömuleiðis hefur Kvenfé- lagasamband íslands látið sér- prenta kort fyrir sig, og dæmi eru þess, að einstaklingar láti sérprenta fyrir sig kort. Um þessar mundir er verið að teikna fyrir fyrirtækið sér- stök þakkarkort fyrir ýmis tækifæri t.d. stórafmæli. Sækja kaupst'efnur einu sinni á ári — Sólarfilmufólk sækir vöru- sýningar erlendis einu sinni á ári, sagði Birgir, er komið var inn á þau mál. Ég sakna þess, að ekki skuli vera hér raun- verulegar innlendar kaupstefn- ur, þar sem innkaupastjórar ut- an af landsbyggðinni geta gert sín innkaup. Þannig væri fyrst hægt að kanna viðbrögð mark- aðarins, og fara síðan að fram- leiða, en ekki framleiða fyrst og selja síðan. — Við höfum sótt vörusýn- ingar í Frankfurt í Þýskalandi og Birmingham í Englandi. Mikið gagn er af slíkum vöru- sýningum, og fjölmargt þar að finna sem við höfum áhuga á. Með vaxandi eigin útgáfu- starfi höfum við leitað eft- ir beinu samstarfi við nokkur fyrirtæki á þessu sviði í nær- liggjandi löndum, sagði Birgir Þórhallsson að lokum. ! FV 9 1977 (57

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.