Frjáls verslun - 01.09.1977, Síða 74
ISLENZK
FATAFRAM-
LEIBSLA
ÁLAFOSS:
50 þúsund úlpur hafa
verið framleiddar
— margþætt tramleiðsla á ullarvörum
Framleiðsla Álafoss á ullar-
vörum er orðin mjög margþætt,
og verður sífellt fjölbreyttari,
en hins vegar fer stærsti hluti
framleiðslunnar til útflutnings,
aðeins % fer á innanlandsmark-
að, og er það fyrst og fremst
lopi og prjónabaml, og auk þess
sér Álafoss hátt á öðrum tug
prjónastofa fyrir bandi.
Álafoss hefur alla tíð lagt
mikla áherzlu á mikið úrval af
prjónabandi, en bandið er selt
í verzlunum víðsvegar um land-
ið og til þess að fólk geti prjón-
að sem flestar flíkur úr prjóna-
bandinu, heldur fyrirtækið
uppi víðtækri útgáfustarfsemi,
með kynstrunum öllum af upp-
skriftum.
I haust kom á markaðinn ný
tegund af ullarbandi svonefnd-
ur „trölllopi", sem hefur slegið í
gegn, þar sem ákaflega fljótlegt
er að prjóna úr ,,trölllopa“. Þá
hefur fyrirtækið fikrað sig í
að lita lopabandið, þannig að
nú er ekki eingöngu um sauða-
litina að ræða, og hefur litaði
lopinn reynst mjög vinsæll.
Þá er Álafoss einnig með
mikinn vefnað, eins og t.d.
klæði í kápur, og alullaráklæði
til útflutnings. Nú er komin ný
tegund af áklæði á markaðinn
frá fyrirtækinu, og hefur feng-
ið feykigóðar undirtektir er-
lendis. Þá hefur olíuhækkun á
erlendum mörkuðum ugglaust
hjálpað til, að ullaráklæði njóta
á ný sífellt meiri vinsælda, á
sama tíma og það dregur úr
notkun á gerviefnum.
EINA TEPPAVERKSMIÐJAN
Gólfteppaframleiðsla hefur
alla tíð verið nokkuð snar liður
í framleiðslunni hjá Álafossi,
og hefur öll framleiðslan farið
á innainlandsmar'kað. Sem stend-
ur er Álafoss með einu teppa-
verksmiðjuna í landinu, hinai'
hafa allar gefist upp fyrir er-
lendri samkeppnd. Fyrir nokkr-
um árum kom Álafoss með rya-
teppi á markaðinn og hafa þau
reynst mjög vinsæl hjá ungu
fólki, sérstaklega. Þótt aðrar
innlendar teppaverksmiðjur
hafi drukknað í flóði erlendra
gólfteppa þá hefur Álafoss tek-
izt að halda óbreyttu sölu-
magni. Öll teppi frá Álafoss eru
úr ull, en innfluitu teppin eru
flest öll úr blönduðum efnum.
Fjórða framleiðslulínan hjá
Álafoss er fatagerð, og fer fram-
leiðslan að verulegu leyti til út-
flutnings. Árlega er skipt um
snið cg útlit og þessi föt ná sí-
fellt meiri vinsældum á erlend-
um mörkuðum. Þar til nú síð-
ustu árin, þýddi ekki að bjóða
fslendingum þessi föt ,en við
horf íslendiniga til þessara fata
hefur nú breyt/.t, eftir að þau
hafa fengið alþjóðlega viður-
kenningu. Ein flík frá Álafoss
er klassísk á íslenzkum mark-
aði, en það er ,,Álafossúlpan“,
sem selzt upp árlega sama
hversu mikið er saumað af
henni. Þessi úlpa ‘hefur nú ver-
ið í framleiðslu í 25 ár, og að
meðaltali hafa verið saumuð
2000 stykki á ári, eða alls yfir
50 þús. úlpur. lllpan er mjög
vinsæl hjá skólafólki og eins
fullorðnum og einnig má nefna
að Slökkvilið Reykjavíkur not-
ar þessar úlpur.
Álafoss rekur nú eigin verzl-
un að Vesturgötu 2 í Reykjavík
og hefur verið sl. tvö ár á þeim
stað. í þessari verzlun fást
flestar framleiðsluvörur Ála-
fcss cg til að breikka línuna, er
verzlunin nú með háklassíska
gjafavöru á boðstólum, svona
tii þess að allt drukkni ekki í
ull.
74
FV 9 1977