Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Qupperneq 74

Frjáls verslun - 01.09.1977, Qupperneq 74
ISLENZK FATAFRAM- LEIBSLA ÁLAFOSS: 50 þúsund úlpur hafa verið framleiddar — margþætt tramleiðsla á ullarvörum Framleiðsla Álafoss á ullar- vörum er orðin mjög margþætt, og verður sífellt fjölbreyttari, en hins vegar fer stærsti hluti framleiðslunnar til útflutnings, aðeins % fer á innanlandsmark- að, og er það fyrst og fremst lopi og prjónabaml, og auk þess sér Álafoss hátt á öðrum tug prjónastofa fyrir bandi. Álafoss hefur alla tíð lagt mikla áherzlu á mikið úrval af prjónabandi, en bandið er selt í verzlunum víðsvegar um land- ið og til þess að fólk geti prjón- að sem flestar flíkur úr prjóna- bandinu, heldur fyrirtækið uppi víðtækri útgáfustarfsemi, með kynstrunum öllum af upp- skriftum. I haust kom á markaðinn ný tegund af ullarbandi svonefnd- ur „trölllopi", sem hefur slegið í gegn, þar sem ákaflega fljótlegt er að prjóna úr ,,trölllopa“. Þá hefur fyrirtækið fikrað sig í að lita lopabandið, þannig að nú er ekki eingöngu um sauða- litina að ræða, og hefur litaði lopinn reynst mjög vinsæll. Þá er Álafoss einnig með mikinn vefnað, eins og t.d. klæði í kápur, og alullaráklæði til útflutnings. Nú er komin ný tegund af áklæði á markaðinn frá fyrirtækinu, og hefur feng- ið feykigóðar undirtektir er- lendis. Þá hefur olíuhækkun á erlendum mörkuðum ugglaust hjálpað til, að ullaráklæði njóta á ný sífellt meiri vinsælda, á sama tíma og það dregur úr notkun á gerviefnum. EINA TEPPAVERKSMIÐJAN Gólfteppaframleiðsla hefur alla tíð verið nokkuð snar liður í framleiðslunni hjá Álafossi, og hefur öll framleiðslan farið á innainlandsmar'kað. Sem stend- ur er Álafoss með einu teppa- verksmiðjuna í landinu, hinai' hafa allar gefist upp fyrir er- lendri samkeppnd. Fyrir nokkr- um árum kom Álafoss með rya- teppi á markaðinn og hafa þau reynst mjög vinsæl hjá ungu fólki, sérstaklega. Þótt aðrar innlendar teppaverksmiðjur hafi drukknað í flóði erlendra gólfteppa þá hefur Álafoss tek- izt að halda óbreyttu sölu- magni. Öll teppi frá Álafoss eru úr ull, en innfluitu teppin eru flest öll úr blönduðum efnum. Fjórða framleiðslulínan hjá Álafoss er fatagerð, og fer fram- leiðslan að verulegu leyti til út- flutnings. Árlega er skipt um snið cg útlit og þessi föt ná sí- fellt meiri vinsældum á erlend- um mörkuðum. Þar til nú síð- ustu árin, þýddi ekki að bjóða fslendingum þessi föt ,en við horf íslendiniga til þessara fata hefur nú breyt/.t, eftir að þau hafa fengið alþjóðlega viður- kenningu. Ein flík frá Álafoss er klassísk á íslenzkum mark- aði, en það er ,,Álafossúlpan“, sem selzt upp árlega sama hversu mikið er saumað af henni. Þessi úlpa ‘hefur nú ver- ið í framleiðslu í 25 ár, og að meðaltali hafa verið saumuð 2000 stykki á ári, eða alls yfir 50 þús. úlpur. lllpan er mjög vinsæl hjá skólafólki og eins fullorðnum og einnig má nefna að Slökkvilið Reykjavíkur not- ar þessar úlpur. Álafoss rekur nú eigin verzl- un að Vesturgötu 2 í Reykjavík og hefur verið sl. tvö ár á þeim stað. í þessari verzlun fást flestar framleiðsluvörur Ála- fcss cg til að breikka línuna, er verzlunin nú með háklassíska gjafavöru á boðstólum, svona tii þess að allt drukkni ekki í ull. 74 FV 9 1977
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.