Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Side 78

Frjáls verslun - 01.09.1977, Side 78
--------------------- AUGLÝSING------- MODEL MAG4SÍM: Selja vöruna á 20% lægra en I fataverzlunum verði Model Magasín, Tunguhálsi 9 framleiðir dömufatnað, barna- fatnað og herrafatnað fyrir innanlandsmarkað og auk þess fatnað úr ofnum íslenskum ull- ardúk fyrir Álafoss til útflutn- ings, en 60% af framleiðslunni er til útflutnings. Aðallega eru framleiddar á innanlandsmarkað dragtir, stak- ar buxur og úlpur á dömur, en nú í vetur er einnig framleidd- ur herrafatnaður eins og úlpur, buxur og sportjakkar. Á börn- in eru frameiddar buxur og úlpur. Nýlega opnaði Model Maga- sín eigin verslun að Laugavegi 61, þar sem framleiðslan er seld á sama verði og í verk- smiðjunni á 20% lægra verði, en gerist í fataverslunum. Þann- ig er hægt að fá dömudragt., jakka, pils, buxur og vesti úr flaueli á aðeins 20 þúsund kr. en einnig er unnt að kaupa hverja flík staka, og úr öðrum efnum. Model Magasín selur ein- göngu sína vöru í eigin versl- un og verksmiðju, og allar flík- urnar eru hannaðar og fram- leiddar hjá fyrirtækinu. Geysilega mikið hefur verið framleitt af sjóliðajökkum, sem hafa verið mjög vinsælir und- anfarið. Einnig eru komnar á markaðinn dömudragtir, en slíkur fatnaður á áreiðanlega eftir að verða allsráðandi í tísku kvenna í vetur og næsta sumar. Mikið af þeim herrasport- jökkum sem framleiddir eru eru með leðri á vösum og oln- bogum, og á það einnig við um dömujakkana, og virðist sú tíska vera að ryðja sér mjög til rúms. Tweed efni eru eink- um vinsæl um þessar mundir, en Model Magasín notar eink- um vönduð þýsk, ensk og frönsk efni í framleiðslu sina. Model Magasín framleiðir einnig allan fatnað á flugfreyj- ur og hlaðfreyjur Flugleiða og einkennisfatnað fyrir starfsfólk á söluskrifstofum félagsins er- lendis. Model Magasín hefur starfað frá því árið 1960 og fyrri hluta þessa árs unnu 20—25 manns hjá fyrirtækinu. AUGLÝSEMDLR ATHUGID: Sérblað um Bretland kemur út í lok nóvember. Kynnið brezkar vörur fbjáls veuzlum auylysingadeild sími 82300 78 FV 9 1977

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.