Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.11.1978, Blaðsíða 9
Drífa Pálsdóttir, lögfræðingur, tók 1. nóvem- ber s.l. við starfi lögfræðings mæðrastyrks- nefndar, en það er starf sem konur eingöngu hafa annast. Starfið felur í sér, að sögn Drífu, lögfræði- legar leiðbeiningar fyrir efnalitlar mæður, end- urgjaldslaust. Helst eru það leiðbeiningar og ráðleggingar á sviði sifja- og erfðaréttar, t.d. viðvíkjandi skilnað hjóna og umráðarétt yfir börnum svo og sambúöarslit. Drífa Pálsdóttir er fædd 8. apríl 1945 í Reykjavík. Hún varð stúdent frá Menntaskól- anum á Laugarvatni 1966, en hélt síðan til Þýskalands, og stundaði nám í þýsku við há- skólann í Munchen. 1972 innritaðist Drifa í lagadeild Háskóla Islands og lauk þaðan lög- fræðiprófi á s.l. vori. Drífa sagöi, að lögfræðingur mæðrastyrks- nefndar væri til viðtals einu sinni í viku hverri á mánudagsmorgnum, og þá gætu þær konur, sem á lögfræðilegum leiðPeiningum þurfa að halda leitað til hennar annað hvort í gegnum síma, eða með beinum viðtölum. Mæðrastyrksnefnd hefur nú verið starfrækt í fimm áratugi, eða frá 1928. Starfssvið hennar má segja að sé tvíþætt. Annars vegar er rekin orlofsstarfsemi, þar sem konum er boðið til or- lofsdvalar í eina viku að Flúðum í Hruna- mannahreppi, en um 40 konur hafa tekið þátt í þessum orlofsdvölum á hverju ári. Hinn þátturinn í starfi mæðrastyrksnefndar er jólasöfnun, en þá hefur verið leitað til fyrir- tækja og annarra um fjárstuðning. Bæði ein- staklingar og fjölskyldur, sem hafa átt í erfið- leikum eða eru illa staddar, hafa síðan notið góðs af þessari jólasöfnun nefndarinnar með framlögum. Hjálmar R. Bárðarson, siglingamálastjóri var á síðasta fundi aðildarríkja alþjóðasamþykktar um varnir gegn mengun hafsins vegna losunar úrgangsefna og annarra efna í það, endurkjör- inn formaður í þessari alþjóðasamþykkt. Fyrir nokkrum vikum var Hjálmar einnig end- urkjörinn til eins árs í sérnefnd, sem fjallar um öryggi fiskiskipa. Þessi nefnd undirbjó al- þjóðasamþykkt um öryggi fiskiskipa, sem eru 24 m að lengd og þar yfir, og var það fyrsta alþjóðasamþykkt sem gerð var í heiminum um öryggi fiskiskipa. Á fundi aðildarríkjanna að alþjóðasamþykkt- um sem haldinn var í aðalstöðvum IMCO, Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar í London voru á dagskrá ýmis mikilvæg mál er varða varnir gegn mengun hafsins. Voru t.d. settar reglur um kröfur varðandi eyðingu efna með brennslu um borð í skipum. Einnig var rædd tillaga Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar um reglur og kröfur varðandi takmarkaða losun geislavirkra efna í hafið. Hjálmar R. Bárðarson, siglingamálastjóri er fæddur 8. júní 1918 á ísafirði. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1939. Fór hann síðan til verkfræðináms í Danmörku árið 1940, og lauk prófi 1946. Starfaði hann að því loknu sem verkfræðingur á skipasmíðastöö í Danmörku, og vann einnig um tíma hjá brezkri skipasmíðastöð við stöðugleikaútreikninga á togurum. Að störfum erlendis loknum fór Hjálmar að starfa hjá Stálsmiðjunni hf. og teiknaði þá m.a. dráttarbátinn Magna, fyrsta stálskip íslendinga, og vann að fjölmörgum öðrum verkefnum. 1954 varð hann skipaskoðunarstjóri og einnig skipaskráningarstjóri. 1970 var Siglingamála- stofnun ríkisins sett á fót og voru þessi embætti þá sameinuð undir siglingamálastjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.