Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.11.1978, Blaðsíða 23
Kristinn Sigtryggsson framkvæmdastjóri manna stjórn, auk þess sem aöal- fundur kýs tvær fastanefndir til þess að gera tillögur aö leiðbein- andi reglum á sviöi endurskoöun- ar og reikningshalds. Einnig er starfandi í félaginu sérstök nefnd, sem hefur það hlutverk aö láta uppi fyrir félagsins hönd rökstutt álit um hvers konar fyrirspurnir varöandi grundvallaratriði reikn- ingslegs og endurskoðunarlegs eðlis, sem fyrir félagið kynnu að vera lagðar af Alþingi, fram- kvæmdavaldi ríkisins, dómstólum og einstökum félagsmönnum. Einnig fellir nefndin úrskurði í þeim málum, sem til hennar kann að vera vísað varðandi reglur um samskipti félaga í F.L.E. Félag löggiltra endurskoðenda heldur auk aðalfundar, mánaðar- lega fundi yfir vetrartímann þar sem tekin eru fyrir ýmis vandamál líðandi stundar. Auk þess stendur félagið fyrir ráðstefnum og náms- skeiðum fyrir félagsmenn. F.V.: — Svo virðist sem endur- skoðendur vinni störf sín að miklu leyti í kyrrþey. Er mikil þörf fyrir þessa stétt á islandi? Kristinn: — Endurskoðandi þarf í sambandi viö starf sitt að hafa aðgang aö bókhaldi og öllum skjölum umbjóðenda sinna, ásamt fundargeröum o.fl. er varðar fjár- hagslega afkomu þeirra. Á honum og starfsfólki hans hvílir því skil- yrðislaus þagnarskylda um allt það, sem hann kann aö fá vit- neskju um í starfi sínu, varðandi umbjóðendur sína. Það má því ef til vill orða þaö svo að þessi störf séu unnin að miklu leyti íkyrrþey. Til þess að gera okkur grein fyrir þörfinni fyrir þessa stétt manna hér, skulum við fyrst athuga að hverju endurskoðun beinist. Það skýrist ef til vill best með því að lesa eftirfarandi áritun á ársreikn- ingi ákveðins hlutafélags. ..Ársreikning þennan fyrir hluta- félagið X höfum við endurskoðað. Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning fyrir árið 1977, efnahagsreikning 31. desember 1977, fjármagnsstreymi árið 1977 og skýringar nr. 1-23. Við fram- kvæmd endurskoðunarinnar voru gerðar þær kannanir á bókhaldi og bókhaldsgögnum, sem við töldum nauðsynlegar. Það er álit okkar, aö miðað við viöteknar reikningsskilavenjur, gefi ársreikningurinn glögga mynd af rekstri félagsins á árinu 1977, efnahag þess 31. desemþer 1977 og fjármagnsstreymi 1977.“ Reykjavík, 14. mars 1978. Á þessari áritun sjáum við að endurskoðunin þeinist að því, að gefa vottun um að ársreikningur- inn sé spegilmynd þess sem gerð- ist á árinu og stööunni í árslok. Eða m.ö.o. að stjórnendur séu hér ekki að gefa villandi upplýsingar, t.d. til að fegra afkomuna gagnvart lánastofnunum eða hluthöfum. Eftir því sem fyrirtækin stækka og erfiðara verður fyrir hluthafa og aöra hagsmunaaöila að hafa yfir- sýn yfir það sem er að gerast, verður þáttur endurskoðandans mikilvægari til þess að skapa traust í viöskiptum. Mér virðist því að þörfin fyrir þessa stétt manna sé alltaf að aukast hér á sviði end- urskoðunarstarfa, en auk þess veita endurskoðendur viðskipta- mönnum sínum ýmsa aðra mikil- væga þjónustu eins og ég nefndi áðan, svo sem við bókhald, skatt- skil og ýmis konar ráðgjöf. F.V.: — Nú berast fréttir frá Bandaríkjunum um mikinn tölvu- þjófnað. Hvernig eru endurskoð- endur undir það búnir að hafa eft- irlit með tölvubókhaldi og notkun tölva, sem nú fer vaxandi? Geta klókir tölvusvindlarar leikið á ykkur eins og aðra? Kristinn: — Eins og við höfum þegar vikið að hér að framan, er megintilgangur starfa okkar sem endurskoðenda, að gefa vottun um réttmæti reikningsskila, en ekki að koma í veg fyrir misferli. Stjórn hvers fyrirtækis er ábyrg fyrir því að í fyrirtækinu sé virkt innra eftirlit, er tryggi þannig skiptingu valds og ábyrgðar að misferli séu fyrirbyggð. Hins vegar byggjum við endurskoðun okkar aö verulegu leyti á þessu innra eftirlitskerfi, sé það til staðar, og framkvæmum að öðru leyti það umfangsmiklar kannanir á bók- haldinu að líklegt má telja að veruleg misferli komist upp við endurskoöun. Þegar um stór tölvukerfi er að ræða láta endurskoðendur er- lendis nú í auknum mæli útbúa fyrir sig sérstök forrit til þess að 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.