Frjáls verslun - 01.11.1978, Page 25
sannreyna þá þætti sem þeir þurfa
að byggja á í tölvukerfinu. Því ætti
misferli að vera jafn finnanlegt
innan tölvukerfis eins og hvers
annars kerfis. Hins vegar fer það
eftir virkni kerfisins hversu fljótt
það gefur viövörun.
Þessi þáttur endurskoðunar-
starfanna er að vísu nýr hér hjá
okkur og mjög er mismunandi
hvað endurskoðendur hafa haft
mikil kynni af tölvum og notkun
þeirra. Öll þekking og reynsla
kemur hér að nokkru gagni, en víst
er að í þessum tilvikum getum við
notfært okkur reynslu hinna er-
lendu starfsbræðra okkar og með
aðstoð kerfisfræðinga tel ég víst
að eftirlitskerfi af þessu tagi verði
komin í notkun hér innan tíðar til
þess að leysa af hólmi eldri end-
urskoðunaraðferðir að þessu leyti.
F.V.: — Nú heyrist stundum að
á tímum óðaverðbólgu geti hefð-
bundin reikningsskil gefið al-
ranga mynd af hag og stöðu fyrir-
tækja vegna þeirrar skekkingar,
sem verðbólgan veldur. Til að
koma í veg fyrir skekkjur af þessu
tagi hefur verið beitt „vísitölu-
reikningsskilum“ eða „gang-
verðsreikningsskilum“ (current
cost accounting). Er farið að beita
þessum aðferðum hérlendis?
Kristinn: — Verðbólgan er
gömul ,,Grýla“ og vitað er að
Bandaríkjamenn voru farnir að
velta þessu vandamáli fyrir sér upp
úr 1930, án þess að frekar væri þá
aðhafst. Nú síðustu árin hefur hins
vegar mikill skriður komist á þessi
mál, einkum í Bretlandi og Banda-
ríkjunum og ef til vill hefur olíu-
verðbólgan átt sinn þátt í því. Ekki
hafa þessi lönd þó ennþá tekið
upp almenna notkun reiknings-
skila, sem eru leiðrétt vegna áhrifa
verölagsbreytinga, þar sem menn
greinir enn á um aðferðir í þessu
sambandi. Hér á landi hefur þegar
verið unnið nokkuð starf við at-
huganir á þessum málum, m.a.
hefur próf. Árni Vilhjálmsson fylgst
náið með framvindu þessara mála
og ritað um þau. Þá hefur einn af
starfsmönnum okkar hér, Símon
Ásgeir Gunnarsson, viðskipta-
fræðingur, lokið kandidatsritgerð
við viðskiptadeild Háskóla íslands
um vísitölureikningsskil. Hann tel-
ur þessi reikningsskil eiga mikið
erindi til okkar islendinga, enda er
önnur eins verðbólga og hér geis-
ar vandfundin annars staðar. Ef til
vill verða gerðar tilraunir með vísi-
tölureikningsskil fyrir einhverja
aðila fyrir árið 1978, en víða þarf
að breyta bókhaldi fyrirtækja til
þess að þetta sé framkvæmanlegt.
Gangverðsreikningsskil virðast
mun erfiðari í framkvæmd.
F.V.: — Telur þú að íslenzk
fyrirtæki hafi almennt góða reglu
á bókhaldi sínu og er mikið um að
stjórnendur fyrirtækja hér á landi
beiti bókhaldinu sem stjórntæki?
Kristinn: — Bókhald hjá fyrir-
tækjum hér fer nú batnandi ár frá
ári. Þegar ég hóf störf á þessari
endurskoðunarskrifstofu 1963 var
bókhald fyrst og fremst fært af illri
nauðsyn vegna skattauppgjörs hjá
miklum þorra fyrirtækja. Með
bættri menntun á viðskiptasviði og
aukinni þekkingu stjórnenda, fer
þeim fyrirtækjum fjölgandi ár frá
ári, sem hafa gott bókhald og þeim
stjórnendum, sem gera sér grein
fyrir mætti vel skipulagðs bók-
halds við stjórnun.
F.V.: — Þær raddir heyrast að
endurskoðendur aðstoði fólk og
fyrirtæki við að svíkja undan
skatti. Ef svo er gætirðu þá í lokin
bent okkur á göt í skattalögunum?
Kristinn:— Hvað eru skattsvik?
Skattsvik eru ekkert annað en
þjófnaður. Ef þú svíkur undan
skatti ertu valdur að því að við hin
þurfum að borga þeim mun meira.
Ríkið þarf sitt ekki satt?
En af einhverjum ástæðum lítur
þjóðfélagið ekki svona á þetta.
Skattsvik þykja sjálfsögð sjálfs-
bjargarviðleitni á meðan smáþjóf-
unum, sem stela nokkrum krónum
fyrir brennivíni er umsvifalaust
stungið inn. Hér er eitthvað ósam-
ræmi í hlutunum, sem ef til vill
mætti laga. Ekki þó með allsherjar
fangelsun landsmanna, heldur
með réttlátri löggjöf og áróðri sem
geri almenningi betur Ijóst eðli
þessara mála.
Störf okkar á sviði skattamála
beinast hins vegar að því að
tryggja það að umbjóðendur okkar
greiði ekki hærri skatta en lög-
gjafinn ætlast til með setningu
laganna.
ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS
ÚTIBÚ - SEYÐISFIRÐI
Annast hvers konar innheimtur og önnur venjuleg bankaviðskipti.
Símar: 97-2208 og 2308
25