Frjáls verslun - 01.11.1978, Qupperneq 29
menn í pósthúsi þingsins fá þrjár
og hálfa milljón króna í laun á ári,
fyrir 28 stunda vinnuviku. Lög-
regluliö þingsins er stærra en
borganna Oakland eöa Nashville
og er einn lögreglumaöur á hvern
starfsmann þingsins. Lögreglu-
menn hafa lítið að gera annað en
að snatta fyrir þingmenn eða lesa
blöðin.
Ödýr ferðalög og matur
Þingmenn eiga kost á miklum
ferðalögum. Sem dæmi má nefna
að árið 1975 fóru 308 þingmenn í
ferðir úr landi í opinberum erinda-
gerðum, í 544 skipti. Svo vill til að
meira en helmingur þessara ferða
voru til Evrópu, þar sem búa 7 til
átta prósent mannkyns, en aóeins
um 5 prósent til Suður- og Aust-
ur Asíu, þar sem helmingur mann-
kyns á heima. Venjulega ferðast
þingmenn í opinberum flugvélum.
En þar sem þær eru yfirleitt stórar,
er litið svo á aö ekkert sé því til
fyrirstöðu að þeir taki fjölskyldu
eða nána vini með. Það er hvort
sem er rúm í flugvélinni. Þingmenn
fá 75 dollara á dag, sem kallað er
fé til að greiða uppihald, en þar
sem allur kostnaður er greiddur
fyrir þá, eru þetta í raun vasapen-
ingar. Þá er það siöur að þing-
menn og samferðafólk þeirra þurfi
ekki að fara í gegn um tollskoðun
og flytur því oft heim með sér ó-
trúlegustu hluti.
Þjónusta sem þingmönnum er
veitt, er margvísleg. Öldunga-
deildarþingmenn borða í einum í-
burðarmesta matsal, sem til er í
Bandaríkjunum. Gólfteppin eru
þykk og risastórar Ijósakrónur úr
kristal hanga í loftum. Þar sem
salurinn er inni í miðju húsi eru
gervigluggar úr lituðu gleri, upp-
lýstir utanfrá, en það besta er þó
verðið. Þar er hægt að fá humar
fyrir þúsund krónur, sem kostar að
minnsta kosti þrisvar sinnum
meira í venjulegu veitingahúsi og
varla eru minna en tuttugu ár síð-
an hægt var aö fá stærstu nauta-
steikur fyrir tvö þúsund krónur, en
í matstofu öldungardeildarinnar
stendur tíminn kyrr. Afleiðingin er
sú að taprekstur á matstofunni
nemur 250 millj. króna eða 2.5
millj. króna á mann á ári, og er þá
ekki reiknað með húsnæðiskostn-
Sam Rayburn-skrifstofuhúsið kostaði 125 milljónir dollara og var dýr-
asta hús miðað við stærð, sem reist hafði verið í heiminum, er því var
lokið.
aði, tækjakostnaði í eldhúsi og
öörum slíkum smámunum, og þar
að auki eru laun þjóna og mat-
reiðslumanna greidd af þinginu.
Engar stöðumælasektir
Ekkert smáatriði er svo smátt, að
ekki sé um það hugsað. Mánaðar-
lega fá þingmenn senda greiðu og
hárbursta. Þá er sérstök rakara-
stofa fyrir þingmenn þar sem
klipping, hárþvottur og greiðsla
kosta innan við þúsund krónur,
eða innan við þriðjung þess sem
algengt er annarsstaðar.
í neðanjarðarbílageymslum
hafa tíu menn þann starfa að þvo
og bóna bíla þingmanna. Og ekki
þurfa þeir að hafa áhyggjur af
stöðumælasektum. í visku sinni
hafa þingmenn lögleitt það, aó
þeir hafi sérstök skrásetningar-
númer á bílum sínum, og eru sam-
kvæmt þeim lögum hafnir yfir
smámunalega afskiptasemi lög-
reglu á svipaðan hátt og sendi-
ráðsmenn.
Á Capitol Hill er gróðurhús. Þar
starfa 57 manns og eitt helsta
verkefni þeirra er að sjá um að tvö
ný pottablóm séu sett í skrifstofur
535 þingmanna, einu sinni í mán-
uði. Kostnaður við rekstur gróður-
hússins er um 350 milljónir króna.
29