Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Síða 29

Frjáls verslun - 01.11.1978, Síða 29
menn í pósthúsi þingsins fá þrjár og hálfa milljón króna í laun á ári, fyrir 28 stunda vinnuviku. Lög- regluliö þingsins er stærra en borganna Oakland eöa Nashville og er einn lögreglumaöur á hvern starfsmann þingsins. Lögreglu- menn hafa lítið að gera annað en að snatta fyrir þingmenn eða lesa blöðin. Ödýr ferðalög og matur Þingmenn eiga kost á miklum ferðalögum. Sem dæmi má nefna að árið 1975 fóru 308 þingmenn í ferðir úr landi í opinberum erinda- gerðum, í 544 skipti. Svo vill til að meira en helmingur þessara ferða voru til Evrópu, þar sem búa 7 til átta prósent mannkyns, en aóeins um 5 prósent til Suður- og Aust- ur Asíu, þar sem helmingur mann- kyns á heima. Venjulega ferðast þingmenn í opinberum flugvélum. En þar sem þær eru yfirleitt stórar, er litið svo á aö ekkert sé því til fyrirstöðu að þeir taki fjölskyldu eða nána vini með. Það er hvort sem er rúm í flugvélinni. Þingmenn fá 75 dollara á dag, sem kallað er fé til að greiða uppihald, en þar sem allur kostnaður er greiddur fyrir þá, eru þetta í raun vasapen- ingar. Þá er það siöur að þing- menn og samferðafólk þeirra þurfi ekki að fara í gegn um tollskoðun og flytur því oft heim með sér ó- trúlegustu hluti. Þjónusta sem þingmönnum er veitt, er margvísleg. Öldunga- deildarþingmenn borða í einum í- burðarmesta matsal, sem til er í Bandaríkjunum. Gólfteppin eru þykk og risastórar Ijósakrónur úr kristal hanga í loftum. Þar sem salurinn er inni í miðju húsi eru gervigluggar úr lituðu gleri, upp- lýstir utanfrá, en það besta er þó verðið. Þar er hægt að fá humar fyrir þúsund krónur, sem kostar að minnsta kosti þrisvar sinnum meira í venjulegu veitingahúsi og varla eru minna en tuttugu ár síð- an hægt var aö fá stærstu nauta- steikur fyrir tvö þúsund krónur, en í matstofu öldungardeildarinnar stendur tíminn kyrr. Afleiðingin er sú að taprekstur á matstofunni nemur 250 millj. króna eða 2.5 millj. króna á mann á ári, og er þá ekki reiknað með húsnæðiskostn- Sam Rayburn-skrifstofuhúsið kostaði 125 milljónir dollara og var dýr- asta hús miðað við stærð, sem reist hafði verið í heiminum, er því var lokið. aði, tækjakostnaði í eldhúsi og öörum slíkum smámunum, og þar að auki eru laun þjóna og mat- reiðslumanna greidd af þinginu. Engar stöðumælasektir Ekkert smáatriði er svo smátt, að ekki sé um það hugsað. Mánaðar- lega fá þingmenn senda greiðu og hárbursta. Þá er sérstök rakara- stofa fyrir þingmenn þar sem klipping, hárþvottur og greiðsla kosta innan við þúsund krónur, eða innan við þriðjung þess sem algengt er annarsstaðar. í neðanjarðarbílageymslum hafa tíu menn þann starfa að þvo og bóna bíla þingmanna. Og ekki þurfa þeir að hafa áhyggjur af stöðumælasektum. í visku sinni hafa þingmenn lögleitt það, aó þeir hafi sérstök skrásetningar- númer á bílum sínum, og eru sam- kvæmt þeim lögum hafnir yfir smámunalega afskiptasemi lög- reglu á svipaðan hátt og sendi- ráðsmenn. Á Capitol Hill er gróðurhús. Þar starfa 57 manns og eitt helsta verkefni þeirra er að sjá um að tvö ný pottablóm séu sett í skrifstofur 535 þingmanna, einu sinni í mán- uði. Kostnaður við rekstur gróður- hússins er um 350 milljónir króna. 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.