Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Qupperneq 34

Frjáls verslun - 01.11.1978, Qupperneq 34
skocfun Bindiskylda Grein eftir Eirík Guðnason, hagfræðing Eiríkur starfar sem hagfræðing- ur hjá Seðiabanka íslands. Hann ritar þessa grein í tilefni af greinum Halldórs Guðjónsson- ar um verðbólguvandann. í 8. tbl. Frjálsrar Verzlunar ritar Halldór Guð- jónsson, dósent, grein sem fjallar um skýrslu verðbólgunefndarinnar svonefndu. í inngangs- orðum greinarinnar segir, að eðlilegt væri að skýrslan væri athuguð og rædd gaumgæfilega, og sýnir höfundur framtak í þá átt, þótt deila megi um ýmsar ályktanir hans. Tilefni þessara oröa er sá kafli greinarinnar er fjallar um bindiskyldu, en undirritaður tekur ein- mitt þetta efni fyrir í 3. tbl. Fjármálatíðinda 1978. í grein H.G. er sett fram skólabókardæmi, sem sýnir hvernig peningamagn og bindiskylda breytist eftir að 1 peningaeining kemur inn í hagkerfið utanfrá (t.d. þannig að Seðlabanki kaupi gjaldeyri af inn- lendum aðilum). Dæmið sýnir að ef bindiskylda er ákveðið hlutfall af innlánaaukningu, sem tákna má með q, eykst peningamagn um 1/q og bundnar innstæður vegna bindiskyldu um 1. Af þessari niðurstöðu er dregin eftirfarandi ályktun: ,,. . . það er nákvæmlega sama hver bindiskyld- an er, upphæðin sem safnast í sjóði Seðlabankans er ævinlega hin sama, nefnilega jöfn þeirri pen- ingaupphæð sem kom inn í þjóðarbúið utanfrá. Ákvörðun á hæð bindiskyldunnar hefur því ekkert með hugsanlega sjóðsöfnun Seölabankans að gera . . .“ Óraunhæft skólabókardæmi. Þessi skilningur stangast verulega á viö afstöðu verðbólgunefndarinnar til bindiskyldunnar. Á- stæðan er sú aö greinarhöfundi virðist ekki vera Ijóst, að vissar forsendur liggja að baki skólabók- ardæmi hans, sem gera það óraunhæft við ís- lenskar aðstæður. Meginmáli skiptir að í dæminu er gert ráð fyrir því að um lokað hagkerfi sé að ræða, þ.e.a.s. ekki er gert ráð fyrir aö innflutningur eigi sér stað, eða að aukið peningaframboð hafi áhrif á innflutning og gjaldeyrisnotkun. Þetta er einföldunarforsenda, og væri hún raunhæf er ekkert athugavert við niðurstöðu dæmisins, eða ályktunina sem af henni er dregin. Þegar tillit er tekið til innflutnings í opnu hagkerfi verður niður- staðan hins vegar gerólík og ekkert við rök- semdafærslu verðbólgunefndar að athuga. Bindi- skylda, og önnur áþekk stjórntæki, hafa nefnilega áhrif á framboð peninga og eiga að forða því að gjaldeyristekjum sem aflað er sé samstundis ráö- stafað m.a. til innflutnings. Hæð bindiskyldunnar ræður og miklu um það hversu öflug gjaldeyris- staða bankanna verður. Stafar þetta af því, að al- menn eftirspurn ræðst m.a. af peningaframboð- inu, þ.e. lánum bankanna og gjaldeyriskaupum. Til skýringar skal hér rakið annað skólabókar- dæmi, sem miöast við opið hagkerfi. Síðar verður lauslega vikið að öðrum þáttum er ráða afdrifum gjaldeyrisstöðunnar, en vitaskuld er bindiskyldan ekki einráð þar um. Rétt er að taka fram að gjald- eyrisstaða bankanna er skýrgreind sem eignir þeirra í erlendum gjaldmiðli eða verðbréfum að frádregnum erlendum skuldum til skamms tíma. Breyting gjaldeyrisstöðu er jöfn gjaldeyriskaupum bankanna að frádreginni gjaldeyrissölu. Þrír möguleikar Nýir peningar sem koma frá Seðlabanka marg- faldast í hagkerfinu fyrir tilstuðlan innlánsstofn- ana. Það fer eftir aðstæðum hverju sinni hve mikil margföldun á sér stað. Til að sýna hvernig marg- földunin á sér stað er nauðsynlegt að gefa sér þá forsendu að innlánsstofnanir noti allt nýtt ráðstöf- unarfé til útlána, eða m.ö.o. að aukning útlána verði alltaf jöfn aukningu innlána að frádregnum þeim hluta er svarar til bindiskyldunnar. Einkaaðili 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.