Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Page 52

Frjáls verslun - 01.11.1978, Page 52
Breyting gjaldeyrisstöðu = gjaldeyriskaup - gjaldeyrissala 9 Breyting gjaldeyrisstöðu = C b(i-g-s) + (g + s) At þessum jöfnum má sjá, að ef g = s = 0 og C = 1, eins og ætla verður að Halldór hafi gert ráð fyrir í fyrrnefndri grein, þótt ekki sé það nefnt, þá breytast eignir Seðlabankans um 1 og bindiskylda um 1. Niðurstaðan gerbreytist hins vegar þegar reiknað er með að 0<g<1 og 0<s<1. Margfaldaradæmin eru einfölduð mynd af veru- leikanum. Þau sýna ekki hve langur tími liður frá upphafi peningaútstreymis þar til öll áhrif þess eru komin fram. Gert er ráð fyrir að ný útlán banka séu alltaf jöfn innlánaaukningu að bindiskyldu frá- dreginni, eða m.ö.o. að lausafjárstaða þeirra breytist ekki. Ennfremur er gert ráð fyrir að skipt- ingin milli seðla, gjaldeyris og innlána sé í réttu hlutfalli viö peningaútstreymið, en ástæöulaust er að ætla að svo sé ætíð. Vextir, gengi og verðlags- breytingar hafa áhrif á skiptinguna, stundum þannig að skammvinnar sveiflur verða einkum á hlutfallinu milli innlána og gjaldeyrissölu, en einn- ig þannig að grundvallarbreyting verður yfir lang- an tíma, t.d. þannig aö innstæður á ávísanareikn- ingum koma í stað seðla. Mikilvægar ályktanir Þrátt fyrir vissar einfaldanir má draga mikilvæg- ar ályktanir af margfaldaradæminu. Hærra bindi- skylduhlutfall rýrir augljóslega útlánagetu inn- lánsstofnana og leiðir að öðru óbreyttu til minni gjaldeyrisnotkunar. Bundnar innstæður í Seðla- banka verða því hærri sem bindiskylduhlutfallið er hærra, og á móti verður gjaldeyrisstaðan betri. Dæmið sýnir ekki á hvern hátt þróun peninga- mála hefur áhrif á verðbólgu, en færa má rök fyrir því að of mikið peningaframboð leiðir til umfram- eftirspurnar og verðhækkana, sem hefjast t.d. með yfirborgunum á vinnumarkaði. Ennfremur er augljóst að traust gjaldeyrisstaða dregur úr þörf- inni fyrir gengislækkun þótt viðskiptakjör við út- lönd versni um sinn. Samkvæmt þessu stuðlar hærri bindiskylda að öðru óbreyttu að minni verð- bólgu. Síðan í ársbyrjun 1976 hefur bindiskylda hér numið 25% af heildarinnlánum og í septemberlok sl. námu bundnar innstæður í Seðlabanka 28,4 milljörðum króna. Samkvæmt ofansögðu ætti gjaldeyrisstaða því að vera sterkari en raun ber vitni þegar þess er einnig gætt að viðskiptakjör við útlönd hafa stigið upp úr öldudal áranna 1974 og 1975, en gjaldeyrisstaða bankanna nam aðeins 2,3 milljörðum kr. í septemberlok. Skýrist þetta af því að peningaframboð ræðst ekki af bindiskyld- unni einni saman, heldur einnig af lánum Seöla- bankans til innlendra aðila. Má þar nefna sívax- andi afurðalán bankans, lán til ríkissjóös vegna rekstrarhalla í opinberum búskap og yfirdráttarlán banka. I stað þess að leggja grundvöll að traustri gjaldeyrisstöðu hafa bundnar innstæður m.ö.o. verið ávaxtaðar innanlands í formi ofangreindra lána. I skýrslu verðbólgunefndar er lagt til að dregið verði úr peningaframboði af þessum toga, enda má Ijóst vera að það hefur ýtt undir umfram- eftirspurn innanlands og leitt til rýrnunar gjaldeyr- isstöðu.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.