Frjáls verslun - 01.11.1978, Page 60
aö um bætta stjórnun í opinberum
rekstri. Verður hún tvískipt. Á fyrri
hlutanum, 4.-6. desember verða
fluttir fyrirlestrar, en framhaldið
verður í Munaðarnesi 19.-21.
janúar. Þar flytja erindi Jón Sig-
urðsson, forstjóri Islenzka járn-
blendifélagsins og Peter Gorpe,
þekktur sænskur stjórnunarfræð-
ingur.
Vettvangur aðila sem hafa and-
stæðra hagsmuna að gæta.
Stjórnunarfélag íslands hefur
gefið út ýmsa bæklinga, að sögn
Þórðar, og hafa á þessu ári verið
gefin út erindi á ráðstefnu Stjórn-
unarfélagsins um Þjóðhagsleg
markmið og afkomu (slendinga.
Auk þess kom út í nóvemberlok rit,
sem í eru útvarpserindi, sem Þórir
Einarsson, prófessor, flutti um
stjórnun. Einnig er fyrirhugað að
gefa út erindi, sem flutt voru á
námsstefnunni um fjármálastjórn
fyrirtækja.
Auk námsskeiðahalds hefur
Stjórnunarfélag íslands haldið
fundi um hagræðingarmál, boðið
upp á kvikmyndasýningar, þar
sem sýndar eru stjórnunarkvik-
myndir, haldið seminar og fundi
með fyrirlesurum frá Bandaríkjun-
um, auk námsskeiðs fyrir verk-
stjóra í frystihúsum, svo eitthvað
sé nefnt.
I tengslum við Stjórnunarfélag
íslands eru starfrækt þrjú önnur
stjórnunarfélög á landinu, Stjórn-
unarfélag Norðurlands, Austur-
lands og Vesturlands, að sögn
Þórðar.
I lok viðtalsins sagði Þórður
Sverrisson, að eitt meginmarkmið
félagsins væri að vera hlutlaus
vettvangur aðila sem hefðu and-
stæðra hagsmuna að gæta úti í
þjóðfélaginu og má nefna, að Al-
þýðusamband (slands, Vinnuveit-
endasamband Islands og Vinnu-
málasamband Samvinnufélaga
eru öll aöilar að félaginu, og auk
þess fjölmörg fyrirtæki, sem eiga í
harðri samkepþni á hinum frjálsa
markaöi. Innan Stjórnunarfélags-
ins hefðu þessir aðilar hins vegar
vettvang þar sem þeir geta af-
klæðst hinu hversdagslega gervi
og fjallað um vandamálin með
öörum hætti en venjulega.
REKSTUR:
Sláturhús— Frystihús.
SELUR:
Matvörur, hreinlætisvörur,
vefnaðarvörur, skófatnað,
húsgögn, raftæki. búsáhöld
og alls konar smávörur.
VERZLUNARFÉLAG
AUSTURLANDS
Hlöðum, Fellahreppi.
Skrifst. s. 97-1308.
Verzlanir —
s. 97-1310, 07-1311.
Sláturhús — s. 97-1312.
Utibú á Egilsstöðum.
KAUPIR:
Allar íslenzkar afurðir.
UMBOÐ FYRIR:
Alafoss hf.
Utibúið Egilsstöðum
VERIÐ ÁVALLT
VELKOMIN TIL
SEYÐISFJARÐAR
60