Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Síða 67

Frjáls verslun - 01.11.1978, Síða 67
Þar öfunda allir starfsmenn okkur af orlofskerfinu." Margir starfsmenn líta á orlofs- kerfið fyrst og fremst sem aðferð yfirmanna til aö draga úr fjarvistum starfsmanna. Archambault neitar því alfarið. „En sé það hins vegar trú manna og veröi mætingar betri er það góðra gjalda vert", segir hann. í rauninni hefur þetta kerfi haft lítil áhrif á fjarvistir hingað til. Á síöustu 12 mánuðum hefur fjar- vistum fækkað aðeins um 1/10 úr prósenti. „Það er útilokaö að blanda því saman við orlofskerf- ið“, segir Archambault. Allir starfsmenn fengu stigatölu, sem samsvaraði einum fridegi, þegar kerfinu var komið á í júlí 1977. Starfsmenn fengu uppgef- inn stigafjölda sinn fyrir fyrstu sex mánuðina þann 31. desember í fyrra, þannig að nú er kerfið miðaö við almanaksáriö. Starfsmenn verða að bíða eftir uppgjöri á stigafjölda sínum áður en þeir fara að taka út frídagana. Átta aukadagar á hálfu ári Fyrstu sex mánuðina sem þess- ar nýju reglur giltu höfðu 44% starfsfólksins unnið sér inn tvo aukafrídaga. Önnur 43% fengu þrjá aukadaga, 13% fengu fjóra daga og 1% fjóra daga eða fleiri. Allmargir starfsmenn fengu átta daga. í kerfinu þurfti að sjá við þeim vanda að of margir starfsmenn vildu taka frí sama daginn, daginn á undan eða eftir almennum frídegi til dæmis. „Það er aðalástæðan fyrir því að viö töldum nauðsynlegt að breyta mínútufjöldanum yfir í stig“, segir Archambault. „Við settum upp töflu, þar sem hver vikudagur hef- ur mismunandi gildi." Frí á þriðjudegi, miðvikudegi eða fimmtudegi kostar starfsmann 500 stig. Mánudagur, föstudagur eða næsti dagur á undan eða eftir almennum frídegi kostar 700 stig. Heil vika í aukaorlofi samsvarar 2500 stigum. Stjórnendur tóku einnig tillit til fjarvistameðaltals hjá hinum mis- munandi aldurshópum. Yngra fólkið hefur tilhneigingu til að vera meira frá störfum en það eldra. ,,Um 70% vinnuaflsins í samsetn- ingarverksmiðjunni okkar er fólk undir 35 ára aldri", segir Archam- bault. „Það myndi skapa mjög erf- ið vandamál og bitna hastarlega á afköstum, ef stór hópur fólks í þessum störfum væri frá vinnu samtímis." Starfsmaður undir 35 ára aldri getur aðeins tekið út þriðjung af áunnum frítíma á einu ári. Næsti þriðjungur er útleysanlegur eftir 35 ára aldur og afgangurinn þegar starfsmaður hefur náð fimmtugu. Á sama hátt er aðeins hægt að taka út helming af áunnum frítíma á aldursskeiðinu 35-50 ára en af- ganginn eftir að 50 ára aldri er náð. Alla frídaga, sem menn vinna sér inn eftir að þeir eru orðnir fimmtugir eða í næturvinnu og helgidagavinnu, geta þeir þó tekið út þegar í stað. Bónus fyrir uppsöfnun stiga Kerfið býður líka upp á bónus handa þeim, sem vilja safna stig- um og taka þau út síðar. Öll slík inneign, sem starfsmaður hefur ekki notfært sér þegar hann nær 35 ára aldri, er sjálfkrafa tvöfölduð. Þegar starfsmaður nær fimmtugs- aldri er ósnert heildarinneign stiga tvöfölduð á nýján leik. Öll áunnin stig starfsmanna eru greidd í pen- ingum sé viðkomandi vikið úr starfi, vegna uppsagnar hans, langvarandi veikinda eða dauðs- falla. „Ég tel það vera góða hugmynd að hvetja fólkið til að spara frídag- ana sína“, segir Hebert, starfs- maður Citroén í Metz. „Annars myndi unga fólkið taka út allan frí- tíma sinn án þess að hugsa nokk- uö um framtíðarþarfirnar." „Flestar stúlkurnar í minni deild tóku út dagana sína strax og þær áttu rétt á þeim", segir Christiane Schuh hjá Citroén. „Núna sjá þær eftir öllu saman, að sjálfsögðu." Hingað til hafa um 35% frídag- anna, sem starfsmönnum í Metz var úthlutað í janúar síðastliðnum, verið teknir út. „Þaö hefur ekkert, dregið úr framleiðslu og við höfum ekki þurft að fá aukafólk til afleys- inga“, segir Jean Marie Roquet, starfsmannastjóri í verksmiðjunni í Metz. TÍZKUBLAÐIÐ LÍF er nýr auglýsingavettvang- ur fyrir þá sem framleiða og selja vörur og þjónustu keypta af íslenzku kven- fólki. Á þessu ári er áætlaður hlutur einkaneyzlunnar um 330 milljarðar króna. Kvenfólkið tekur veiga- miklar ákvarðanir við kaup á vöru og þjónustu. Nýtið markaðsmöguleika sérritanna. Því auglýsing í sérriti ber meiri árangur vegna þess að hún nær beint til þess hóps sem hún á að ná til. Auglýsing í sérriti hefur lengri líftíma en aðrar aug- lýsingar og hún nær til fjöl menns hóps. Hvert sérrit er lesið af 4-5 einstakling- um og til þess er gripið aftur og aftur. Með auglýsingu í sérriti er hægt að koma ítarlegri upplýsingum til skila. í sérriti er hægt að birta skýrari, fallegri og áhrifa- meiri auglýsingar en í öðr- um fjölmiðlum. Sérrit eru lesin með meiri athygli en önnur blöð og í afslappaðra umhverfi þannig að lesandinn er móttækilegri fyrir efni þess. TÍZKUBLAÐiD LÍF 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.