Frjáls verslun - 01.11.1978, Side 71
Innlán töluvert
yfir landsmeðaltali
mvinnubankans á Eskifirði.
Á Egilsstöðum hittum við einnig
tyrir Magnús Einarsson, banka-
stjóra Samvinnubankans þar á
staðnum, en hann er jafnframt
oddviti Egilsstaðahrepps. Við
báðum Magnús að gefa okkur
upplýsingar um stöðu fjármála og
viðskiptamála á staðnum og hér-
aðinu umhverfis hann.
„Ef gefa á glögga mynd af fjár-
málum og viðskiptamálum á þessu
svæði, þarf að tiltaka svo marga
þætti, að ógerlegt væri í stuttu
máli“, sagði Magnús, „þannig að
ég get varla nema tekið einhverja
örfáa þætti til viðmiðunar.
Ekki skortur á fé til bygginga
Ef litið er fyrst á það sem að al-
menningi snýr, er hægt að tiltaka
tvennt, sem getur verið vísbend-
ingar um stöðu fjármála. I fyrsta
lagi þyggingar, í öðru lagi stöðu
innlána í peningastofnunum á
staðnum. Hér hefur í ár verið út-
hlutað um fjörutíu lóðum, mest
undir íbúðarhús. Framkvæmdir viö
byggingar eru víöast hafnar og
hefur ekki reynst skortur á fé til
þeirra meiri en svo að útlán, innan
ramma þess þaks sem stofnunum
hér er sett, hafa náð að bæta þar
algerlega úr. Um innlánin er jafn
jákvæða sögu að segja, því staða
þeirra um síöustu áramót, í þeim
þrem peningastofnunum, sem hér
eru fyrir hendi, Samvinnubanka,
Búnaðarbanka og innlánsdeild
Kaupfélags Héraðsbúa, var tölu-
vert yfir landsmeðaltali. Inni-
stæöufé nam þá um 320 þúsund-
um króna á hvern íbúa á viö-
skiptasvæði stofnananna, sem er
fjörutíu þúsundum, eða svo, yfir
landsmeðaltali.
Þolanleg staða atvinnuvega
Ef litið er aftur til atvinnuveg-
anna, þá hefur staðan verið þol-
anleg, þótt hún sé auðvitað erfið
hér eins og annars staðar. Land-
búnaðurinn er stærsta peninga-
uppsprettan, þótt allnokkuð hafi
skapast af feröamönnum, svo og
Magnús Einarsson, bankastjóri
stofnunum eins og RARIK, sem
hér er með aöalstöðvar og hefur
skapaö mikla atvinnu, Skattstofu
Austurlands og fleiru. Egilsstaðir
og Hlaðir eru þjónustumiðstöðvar
og samgöngumiðstöð, sem auð-
vitað skapar sitt, en engu að síður
er landbúnaðurinn í sérflokki.
Dreifing fjármagns, með útlánum
peningastofnana og ööru, mark-
ast mikið af þessari sérstöðu
bændastéttarinnar. Bændur búa
við feikn langan tímahring í pen-
ingamálum og tillit hefur verið tek-
ið til þess.
Lifum ekki endalaust á þjónustu
Það er hins vegar Ijóst að við
getum ekki endalaust lifað af
þjónustu. Við það verður einnig að
miða, þegar drögin eru lögð að
veitingu fjármagns út í atvinnulífið
hér næstu árin. Okkur skortir orku
og viljum fá virkjun hér inni í Fljóts-
dal, því þá væri mögulegt að
byggja upp vinnslu þeirra hráefna
sem fyrir eru, svo og ef til vill iðnað
af einhverju tagi. Kemur þar margt
til greina, svo sem vinnsla á kjöti í
neytendapakkningar, ullarþvottur
og vinnsla á gærum, og svo fram-
vegis. Einnig getur ýmis konar
samsetningariðnaður átt heima
hér. Þess má minnast að við höf-
um nálgast Evrópu mjög með til-
komu Smyrils og héðan hefur ver-
ið flutt út hey til Færeyja undan-
farið, svo menn eru að byrja að
uppgötva möguleikana sem fyrir
hendi eru og nýta þá.
Hrepparígur gerir samstarf erfitt
Því er ekki að neita að iönaður-
inn hefur verið afskiptur hvað
varðar fjármagn hjá okkur eins og
annars staðar. Úr því þarf að bæta,
bæöi með stuöningi við nýjar hug-
myndir, svo og með því að styðja
betur við bakið á þeim iðnaði sem
fyrir er, svo sem byggingariðnaði
og prjónaiðnaði. Iðnaðurinn þarf
líka fjármagn, eins og landbúnað-
urinn, og væri í því tilliti hepþilegt
að hægt væri að skipuleggja
fjórðunginn í heild, svo hér sé ekki
hver ofan í annars skál. Hins vegar
hefur það reynst erfitt að koma á
samstarfi í viöskipta- og atvinnu-
lífinu hér, einkum vegna hreppa-
rígs, þótt Ijótt sé frá að segja.
Það má svo ekki skilja við þetta
án þess að skjóta því að, að við
teljum okkur ákaflega afskipt hér
með lánsfé úr opinberum sjóðum.
Sem dæmi, því til stuðnings, má
benda á að hér var skóverksmiðja
látin verða gjaldþrota vegna ör-
fárra milljóna króna, meðan tug-
um, eða hundruðum milljóna er
dælt í að halda fyrirtækjum gang-
andi annars staðar. Við teljum á-
kaflega óheppilegt að mismunum
af þessu tagi eigi sér stað.“
71