Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Side 77

Frjáls verslun - 01.11.1978, Side 77
Fyrirtækin fá, en afkoma fólks sæmileg á Breiðdalsvík Á Breiðdalsvík hittum við fyrir Sigmar Pétursson, sveitarstjóra. Hann er nú að láta af störfum, við tekur Helgi V. Guðmundsson, sem verið hefur sveitarstjóri á Fá- skrúðsfirði, en engu að síður samþykkti hann að spjalla við okkur um staðinn. ,,Ég held þetta þorp hljóti að eiga framtíð fyrir sér“, sagði Sig- mar, ,,þótt svo það gangi ef til vill eitthvað treglega í atvinnu- og við- skiptalífinu eins og er. Þetta er lít- ið, hér starfa fá fyrirtæki, verzlun sáralítil á staðnum, en samt hefur ekki verið hægt að segja að hér hafi veriö atvinnuleysi, þannig aö afkoma fólks er sæmileg. Héðan eru nú gerðir út tveir bátar, um níutíu tonn hvor. Hér er eitt frystihús, Hraðfrystihús Breið- dælinga, eitt vélaverkstæði, eitt trésmíðaverkstæði og þar með eru starfandi fyrirtæki á staðnum upp talin. Nei, annars, hér er líka steypustöð. Hráefni í fiskvinnslu stopult Við áttum hálfan skuttogara, á móti Stöðvfirðingum. Hér voru tvö fyrirtæki, Hraðfrystihúsið og svo Bragi h.f., sem var með saltfisk- verkun, sem áttu helming togar- ans. Stöðvfirðingar fengu annan togara, seldu sinn hlut í þessum til Fáskrúðsfjarðar og þá neyddumst við til að selja okkar hlut líka. Ég tel að þar hafi ráðið mestu um stefna bæði Landsbanka og Fram- kvæmdastofnunar. Við fengum einfaldlega enga fyrirgreiðslu og þykir það hart að svona misjöfn á- herzla skuli vera lögö á staöi. Það hefði ekki þurft að styðja við bakið á okkur til að kaupa nema helming hans, en Fáskrúðsfirðingar þurftu að kaupa hann allan. Þessi staða gerir að verkum að hráefni í fiskvinnslu er stopult hér hjá okkur. Verzlun á staðnum er aðeins ein. Útibú frá Kaupfélagi Stöðv- firðinga. Hér er engin peninga- stofnun starfandi. Bankamál eru afgreidd af umboðsskrifstofum, einni frá Samvinnubankanum á Stöðvarfirði, og annarri frá Út- vegsbankanum á Seyðisfirði. Þjónustu sækja menn héðan á Egilsstaði og víðar. Fjölbreytnina vantar Hvað framtíðina varðar er auð- vitað ýmislegt á prjónunum. Slát- urfélag Suðurfjarða, það er Breið- dalsvíkur, Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar, er að reisa hér sláturhús. Það er að fara í gang núna og á að taka við afurðum bænda. Jafnvel er hugsað að það geri innkaup á stærstu liðum fyrir þá, svo sem áburði og fóðurvöru. Annað er ekki svo vel athugað að hægt sé frá að segja. Hér væri auðvitaö vel hugsanlegt að setja upp smáiðnað, eins og Samband- ið er að setja upp. Prjónaiðnað, saumaiðnað og fleira. Mín skoðun er sú að það verði að byggja þetta á fleiru en sjávarútvegi, fá fjöl- breytni, ef takast á að festa fólk." Sigmar fyrrverandi sveitarstjóri tekinn tali á förnum vegi. 77 V

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.