Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Page 80

Frjáls verslun - 01.11.1978, Page 80
KR og upp úr því var skíðadeild KR stofnuð og skíðaskáli félagsins reistur 1936. Nú er það hins vegar sundið og golfíþróttin, sem Gísli stundar íþrótta mest. — Ég stunda sund 6-7 daga vikunnar, sagði Gísli og hef gert sl. 30 ár, rétt fyrir kl. 8.00 á morgnana. Fyrst í gömlu laugun- um í Laugardal, síðan í Sundhöll- inni og svo í Sundlaug Vesturbæj- ar eftir að hún var fullgerð 1961. Það eru um hundrað manns, sem eru í Vesturbæjarlauginni á þess- um tíma að staðaldri. Mikið er rætt um daginn og veginn og margir eru reiðuþúnir að leysa vandamál þjóðfélagsins, sagði Gísli bros- andi. Undanfarin 2 ár hefur Gísli Hall- dórsson einnig stundað golf, tvö til þrjú kvöld í viku, og gengur þá 5-6 km á hverri æfingu, eftir því sem hann sjálfur segir frá. — Að spila golf, segir Gísli, er góð íþrótt fyrir alla. Að sjálfsögöu veröur maður ekki keppnismaður að gagni, nema maður byrji að æfa ungur, en við eigum marga af- bragðs golfspilara. Hver Reykvíkingur fer að meðal- tali 15 sinnum í sund á ári Gísli átti sæti í borgarstjórn Reykjavíkur lengi, og vann að málefnum borgarinnar samfellt í 20 ár, og var m.a. árin 1970-1974 forseti borgarstjórnar. — Mikil bylting hefur orðið i aðstöðu til íþróttaiðkana í höfuð- borginni, sagði Gísli, og fleiri eiga þess kost að taka þátt í íþróttum nú. Ekki aðeins keppnisfólk, held- ur einnig áhugafólk um íþróttir og útiveru. Benda má á hina miklu uppbyggingu í Laugardalnum, sundaðstö'ðuna, sem þar er komin upp, og sundlaugarnar í vesturbæ. — Aðsóknin að sundi fer sífellt vaxandi og er nú svo komið, að hver Reykvíkingur fer að meðaltali fimmtán sinnum á ári í sund, og er það meira en þekkist í tilsvarandi borgum. Gísli hefur alla tíð tekið virkan þátt í störfum íþróttahreyfingar- innar. Hann var formaður íþrótta- bandalags Reykjavíkur í 13 ár. Eftir það varð hann forseti íþróttasam- bands íslands og hefur veriö það sl. 16 ár. Einnig hefur Gísli setið í stjórn KR í 25 ár, og verið formað- ur húsnefndar KR í 45 ár, auk þess sem hann er formaður íslenzku Olympíunefndarinnar. Enn er trimmað Fyrir nokkrum árum, eða 1970, gekkst íþróttahreyfingin fyrir mik- illi trimmherferð. Sagði Gísli, að árangurinn af þessari herferð hefði best komið fram í síaukinni aðsókn á íþróttaæfingar hjá hinum ýmsu íþróttafélögum á landinu, og nú væru yfir 60 þúsund manns skráðir í íþróttafélög hér. — Enn hefur ekki verið komið upp sjálfstæðum trimmhópum, sagði Gísli, en meginástæðan er að svo margir sem starfa innan íþróttahreyfingarinnar eru upp- teknir við störf að félagsmálum hennar, og því vantar forystumenn til að standa fyrir þessum trimm- hópum. Nú er t.d. verið að koma upp trimmbrautum fyrir almenning í Laugardalnum, svo hver og einn eigi þess kost að skokka um dal- inn, gera jafnvægisæfingar og léttar aflraunir á leiðinni. Reiknað Ferðamenn Velkomnir til Eskifjarðar Eskifjöróur hlaut kaupstaóaréttindi áriö 1974. 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.