Frjáls verslun - 01.05.1979, Qupperneq 67
und af hreyflum allar saman.
Þessar vélar eru allar notaðar nú í
þágu Sterling Airways nema þrjár,
sem eru leigðar út til flugfélags á
Spáni. Við eigum það félag.
Næstu skref í uppbyggingu
flugvélakostsins hafa ekki verið
ákveðin. Vð viljum tiltölulega litlar
vélar, sem eru sparneytnar og gefa
okkur tækifæri til jafngóðrar nýt-
ingar og vélarnar, sem við notum
nú. Breiðþotur eins og Airbus t.d.
henta okkur ekki vegna þess að
þær eru gerðar í bland fyrir vöru-
flutninga með gámum undir far-
þegarými en við höfum ekki heim-
ild til slíkra flutninga.
Sp.: — Hverjir eru helztu
ákvörðunarstaðirnir, sem Sterling
flýgur til? Sólarstrendur Spánar,
gerum við ráð fyrir.
Sv.: — Við skiptum árinu í tvö
tímabil og hefjum sumaráætlunina
um páskana. Hun stendur fram í
október. Á þessum árstíma er
Palma á Majorka aðalákvörðunar-
staður okkar. Svo hefur verið alla
tíð síðan viö byrjuöum. Hlutfalls-
lega hefur þó dregiö úr þýðingu
Majorka á síðustu árum. Undan-
farin tvö ár hefur orðið meiri
aukning í ferðum til Grikklands en
nokkurs annars lands. ítalía
stendur í staö. Mikil gróska var í
Englandsferðum um tíma en núna
eru þær ekki jafnheillandi pen-
ingalega séð og áður var. Samt
hefur fólk lært að meta England og
við fljúgum þangað tvær ferðir á
dag að meðaltali allt árið.
Sp. — Flestar flugleiðir Sterling
hljóta að vera á styttri vegalengd-
um, innan Evrópu, en hverjir eru
fjarlægustu ákvörðunarstaðirnir?
Sv.: — Lengsta leiðin, sem við
fljúgum reglubundið er til Sri
Lanka og þurfum þá að á einu
sinni á leiðinni ef flogið er með
Boeing 727. Eins fljúgum við oft til
Montreal í Kanada, sem er næst-
um því eins löng leið.
Sp.: — Heldur Sterling uppi
ferðum frá fleiri löndum en Dan-
mörku?
Sv.: — Við fljúgum frá öllum
Noröurlöndum nema íslandi, —
Finnland þar með talið. Við getum
þó ekki flogiö frá Finnlandi til
ákvörðunarstaða Finnair erlendis
og sum lönd viöurkenna ekki
Finnland sem hluta af samnor-
rænu samningssvæði fyrir leigu-
flug, þannig að við megum ekki
flytja farþega til þeirra frá Finn-
landi. Við flugum í eina tíð með
farþega frá íslandi. Það var um
1970, þegar við flugum reglulega
milli íslands og Kaupmannahafnar
MEÐ ÓGNVEKJANDI
VERÐLAGNINGU”
Við ökum framhjá Kastrup-flugvelli íáttina aö Dragörá Amager, þarsem menn eru sagöirtala
sína dönsku meö hollenzkum hreim frá þeim tíma, aó bærinn var hollenzkur verzlunarstaöur
fyrr á öldum. Á flugvallarsvæðinu, Dragörmegin, er aðsetur leiguflugfélagsins Sterling Air-
ways, sem áunnið hefursér fastan sess ísamgöngumálum Norðurlandabúa vegna leiguflugs
á vegum feröaskrifstofa suður til Spánar og annarra orlofsdvalarstaöa, sem laða til sín
ferðamerínj frá Norðurlöndum. Sterling Airways hefur þurft að heyja stöðuga baráttu fyrir
tilveru sinni og stundum hefur það verið þungur róður. Yfirvöld hafa haft tilhneigingu til að
miða stefnumótun sína í flugmálum út frá hagsmunum ,,stóra bróður", SAS, en ekki hins
almenna neytanda — ferðafólksins, sem vill komast ódýrt á sumardvalarstaði sína. En
Sterling Airways lætur engan bilbug á sér finna. Félaginu er stjórnað röggsamlega af Anders
Helgstrand, sem í 13 ár hefur verið forstjóri Sterling Airways og flogið jafnframt sem flugstjóri
af og til á vélum félagsins. Við litum inn á skrifstofu hans f lágum en vistlegum bráðabirgða-
byggingum, þar sem aðalskrifstofur Sterling eru til húsa þarna hjá flugvallarsvæðinu, og
ræddum við Helgstrand um viðhorfin í leiguflugsrekstri þessa stundina.
61